Viðskipti innlent

Brynja nýr fjár­mála­stjóri LIVE

Atli Ísleifsson skrifar
Brynja Kolbrún Pétursdóttir.
Brynja Kolbrún Pétursdóttir. LIVE

Brynja Kolbrún Pétursdóttir hefur verið ráðin sem forstöðumaður fjármálasviðs Lífeyrissjóðs verzlunarmanna og hefur þegar tekið til starfa.

Í tilkynningu segir að Brynja komi til sjóðsins frá Orkuveitunni þar sem hún hafi áður verið forstöðukona fjárstýringar og greininga. 

Áður en hún kom til starfa hjá OR árið 2008 starfaði hún sem fjármálastjóri hjá Banönum ehf.

Brynja Kolbrún er með M.Sc. gráðu í fjármálum og alþjóðaviðskiptum frá Aarhus School of Business í Danmörku og B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hún hefur yfirgripsmikla þekkingu af reikningshaldi, fjárstýringu, áætlanagerð og stjórnunarstörfum.

Brynja tekur við stöðunni af Valgarði I. Sverrissyni sem hefur starfað hjá LIVE í hartnær fjörutíu ár. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×