Deila um ákvæði um fangaskipti Samúel Karl Ólason skrifar 16. janúar 2025 09:25 Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael. AP/Ohad Zwigenberg Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur sakað leiðtoga Hamas-samtakanna um að skorast undan ákvæði um fangaskipti í vopnahléssamkomulagi sem samþykkt var í gær. Hann segist ekki ætla að boða til fundar öryggisráðs Ísrael þar sem greiða á atkvæði um samkomulagið fyrr en málið hafi verið leyst. Ríkisstjórnarfundi sem átti að fara fram í dag mun einnig hafa verið frestað en Times of Israel hefur eftir ríkisútvarpi Ísrael að það sé vegna þess að mjög íhaldssamir aðilar í ríkisstjórninni séu að íhuga að slíta ríkisstjórnarsamkomulaginu. Bezalel Smotrich, leiðtogi Síonístaflokks Ísrael, er sagður íhuga að draga flokk sinn úr ríkisstjórn Netanjahú í mótmælaskyni vegna vopnahléssamkomulagsins. Sjá einnig: Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Mótmæli gegn samkomulaginu hafa átt sér stað í Jerúsalem í morgun. Ef marka má beina útsendingu AP eru þau ekki fjölmenn, þegar þetta er skrifað. Fram hefur komið að samkvæmt þessu þriggja fasa samkomulagi myndu Hamas-liðar sleppa fjölda gísla í skiptum fyrir það að Ísraelar sleppi Palestínumönnum úr fangelsi. Í fyrsta fasanum eiga Hamas-liðar að sleppa 33 gíslum yfir sex vikna tímabil og Ísraelar eiga að sleppa fimmtíu Palestínumönnum. Vopnahléið á að hefjast formlega á sunnudaginn. Forsætisráðherrann sagði í morgun að leiðtogar Hamas mótmæltu ákvæði samkomulagsins um að Ísraelar gætu neitað að sleppa tilteknum Palestínskum föngum úr haldið. Að Hamas-liðar vildu fá að ráða því hverjum yrði sleppt úr ísraelskum fangelsum. Netanjahú hefur sakaði leiðtoga Hamas um að vilja reyna að kúga frekari tilslakanir frá Ísraelum á síðustu stundu. Hann sagði þó ekki hvað þeir vildu, samkvæmt AP fréttaveitunni. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Sjá meira
Ríkisstjórnarfundi sem átti að fara fram í dag mun einnig hafa verið frestað en Times of Israel hefur eftir ríkisútvarpi Ísrael að það sé vegna þess að mjög íhaldssamir aðilar í ríkisstjórninni séu að íhuga að slíta ríkisstjórnarsamkomulaginu. Bezalel Smotrich, leiðtogi Síonístaflokks Ísrael, er sagður íhuga að draga flokk sinn úr ríkisstjórn Netanjahú í mótmælaskyni vegna vopnahléssamkomulagsins. Sjá einnig: Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Mótmæli gegn samkomulaginu hafa átt sér stað í Jerúsalem í morgun. Ef marka má beina útsendingu AP eru þau ekki fjölmenn, þegar þetta er skrifað. Fram hefur komið að samkvæmt þessu þriggja fasa samkomulagi myndu Hamas-liðar sleppa fjölda gísla í skiptum fyrir það að Ísraelar sleppi Palestínumönnum úr fangelsi. Í fyrsta fasanum eiga Hamas-liðar að sleppa 33 gíslum yfir sex vikna tímabil og Ísraelar eiga að sleppa fimmtíu Palestínumönnum. Vopnahléið á að hefjast formlega á sunnudaginn. Forsætisráðherrann sagði í morgun að leiðtogar Hamas mótmæltu ákvæði samkomulagsins um að Ísraelar gætu neitað að sleppa tilteknum Palestínskum föngum úr haldið. Að Hamas-liðar vildu fá að ráða því hverjum yrði sleppt úr ísraelskum fangelsum. Netanjahú hefur sakaði leiðtoga Hamas um að vilja reyna að kúga frekari tilslakanir frá Ísraelum á síðustu stundu. Hann sagði þó ekki hvað þeir vildu, samkvæmt AP fréttaveitunni.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Sjá meira