Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar 16. janúar 2025 10:30 Um daginn var komið að máli við mig varðandi græna vegginn í Álfabakka og var honum réttilega hallmælt. Eftir samtalið rann það svo upp fyrir mér að síðan ég útskrifaðist úr arkitektanámi þá hefur fólk reglulega komið á tal við mig til að kvarta yfir arkitektum. Það er ekki verið að kvarta yfir að arkitektarnir séu að teikna ljót hús heldur frekar að þeir séu að standa fastir á sínu varðandi fagurfræðilega eða hugmyndafræðilega nálgun. Það að huga að fagurfræði er þá iðulega teiknað upp sem einhver sérviska arkitektsins en svo er slegið upp í gríni að arkitektinn hafi “löggiltan smekk”. Svo þegar rætt var við mig um græna vegginn rann það upp fyrir mér að í fyrsta skipti væri verið að kvarta yfir raunverulegum ljótleika við mig. Loksins skipti fagurfræði máli. Viðmælandi minn hallmælti svo vissulega Reykjavíkurborg og stjórnsýslunni í kringum ákvörðunartökuna og látið var í veðri vaka að “svona hús” ætti ekki heima þarna hjá greyið íbúðablokkinni. Ég hugsaði hinsvegar með mér hvar “svona hús”, risastór og ljót, ættu þá eiginlega heima? Hver dregur svo stutta stráið og þarf að nota risastóra, ljóta húsið? Kannski er það bara ég en mér finnst “svona hús” eiginlega furðulega algeng og meira að segja í hversdagslegum athöfnum okkar við að kaupa mat og aðrar nauðsynjavörur. Á Selfossi, bær sem þekktur er fyrir rómantískan en vissulega sviðsettan menningararf, fer veigamesta verslun bæjarins fram í stórum og þunglamalegun stálgrindarhúsum og meira að segja bakkaríið lítur út eins og eins og hálfklárað lagerhúsnæði. Það leiðir okkur svo að spurningunni af hverju lagerhús eru eins og þau eru? Af hverju er allt í lagi að vinnuumhverfi starfsmanna á lager séu gluggalaus og óvistleg? Til að bæta gráu ofan á svart eru lagerhús oft staðsett saman í einsleitum atvinnuhúsahverfum sem eru bókstaflega grá og næstum svört; gróðursnauð, óþægileg og einsleit. Það er synd að þetta sé svona því það er ekkert sem segir að stór stálgrindarhús geti ekki verið falleg og upplífgandi. Byggingar sem er sneyddar allri gleði og fegurð virðast þó ekki þykja tilkomumál þar sem þær eru ótrúlega algengar. Í því ljósi má spyrja sig hvort það hafi ekki bara verið tímaspursmál hvenær eitt stykki einsleitt stálgrindarhús myndi lauma sér framan við stofugluggann hjá fólki? Auðvitað á þetta á ekki að geta gerst. En eins sorglegt og það hljómar þá kom þetta mér bara ekkert á óvart. Ég hef svo oft fengið glósur um að “hugsa bara um praktíkina og ekki að gleyma mér í einhverri fagurfræði”. Þegar ég svara til baka um að notagildi og fagurfræði geti farið saman og að fallegt umhverfi stuðli að vellíðan og gleði þá eru slíkar útskýringar leiddar hjá sér. Græni veggurinn sýnir skýrt fram á að það er ekki nóg að “hugsa bara um praktíkina” og ekkert annað. Það er sannarlega tímabært að spyrja stærri spurninga. Hver er hugmyndfræði verkefnisins? Hvernig vinnum við með fegurðina? Mun fólki líða vel og verða jafnvel innblásið í hversdagslegum athöfnum sínum? Hvað er þetta umhverfi að segja okkur? Höfundur er arkitekt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arkitektúr Reykjavík Vöruskemma við Álfabakka Skipulag Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Um daginn var komið að máli við mig varðandi græna vegginn í Álfabakka og var honum réttilega hallmælt. Eftir samtalið rann það svo upp fyrir mér að síðan ég útskrifaðist úr arkitektanámi þá hefur fólk reglulega komið á tal við mig til að kvarta yfir arkitektum. Það er ekki verið að kvarta yfir að arkitektarnir séu að teikna ljót hús heldur frekar að þeir séu að standa fastir á sínu varðandi fagurfræðilega eða hugmyndafræðilega nálgun. Það að huga að fagurfræði er þá iðulega teiknað upp sem einhver sérviska arkitektsins en svo er slegið upp í gríni að arkitektinn hafi “löggiltan smekk”. Svo þegar rætt var við mig um græna vegginn rann það upp fyrir mér að í fyrsta skipti væri verið að kvarta yfir raunverulegum ljótleika við mig. Loksins skipti fagurfræði máli. Viðmælandi minn hallmælti svo vissulega Reykjavíkurborg og stjórnsýslunni í kringum ákvörðunartökuna og látið var í veðri vaka að “svona hús” ætti ekki heima þarna hjá greyið íbúðablokkinni. Ég hugsaði hinsvegar með mér hvar “svona hús”, risastór og ljót, ættu þá eiginlega heima? Hver dregur svo stutta stráið og þarf að nota risastóra, ljóta húsið? Kannski er það bara ég en mér finnst “svona hús” eiginlega furðulega algeng og meira að segja í hversdagslegum athöfnum okkar við að kaupa mat og aðrar nauðsynjavörur. Á Selfossi, bær sem þekktur er fyrir rómantískan en vissulega sviðsettan menningararf, fer veigamesta verslun bæjarins fram í stórum og þunglamalegun stálgrindarhúsum og meira að segja bakkaríið lítur út eins og eins og hálfklárað lagerhúsnæði. Það leiðir okkur svo að spurningunni af hverju lagerhús eru eins og þau eru? Af hverju er allt í lagi að vinnuumhverfi starfsmanna á lager séu gluggalaus og óvistleg? Til að bæta gráu ofan á svart eru lagerhús oft staðsett saman í einsleitum atvinnuhúsahverfum sem eru bókstaflega grá og næstum svört; gróðursnauð, óþægileg og einsleit. Það er synd að þetta sé svona því það er ekkert sem segir að stór stálgrindarhús geti ekki verið falleg og upplífgandi. Byggingar sem er sneyddar allri gleði og fegurð virðast þó ekki þykja tilkomumál þar sem þær eru ótrúlega algengar. Í því ljósi má spyrja sig hvort það hafi ekki bara verið tímaspursmál hvenær eitt stykki einsleitt stálgrindarhús myndi lauma sér framan við stofugluggann hjá fólki? Auðvitað á þetta á ekki að geta gerst. En eins sorglegt og það hljómar þá kom þetta mér bara ekkert á óvart. Ég hef svo oft fengið glósur um að “hugsa bara um praktíkina og ekki að gleyma mér í einhverri fagurfræði”. Þegar ég svara til baka um að notagildi og fagurfræði geti farið saman og að fallegt umhverfi stuðli að vellíðan og gleði þá eru slíkar útskýringar leiddar hjá sér. Græni veggurinn sýnir skýrt fram á að það er ekki nóg að “hugsa bara um praktíkina” og ekkert annað. Það er sannarlega tímabært að spyrja stærri spurninga. Hver er hugmyndfræði verkefnisins? Hvernig vinnum við með fegurðina? Mun fólki líða vel og verða jafnvel innblásið í hversdagslegum athöfnum sínum? Hvað er þetta umhverfi að segja okkur? Höfundur er arkitekt.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun