Viðvarandi glitský yfir höfuðstað Norðurlands Kjartan Kjartansson skrifar 16. janúar 2025 11:48 Glitský yfir Akureyri að morgni 16. janúar 2025. Bjarki Páll Eysteinsson Glæsileg glitský hafa sést á himni yfir Akureyri undanfarna daga. Ský af þessu tagi myndast að vetrarlagi þegar óvenjukalt verður í heiðhvolfinu hátt fyrir ofan hefðbundin ský. Bjarki Páll Eysteinsson, verkfræðingur, náði myndunum sem fylgja fréttinni þegar hann var á ferð við Akureyrarkirkju og miðbæinn klukkan 10:15 í morgun. Í samtali við Vísi sagðist hann hafa heyrt af því að glitský hefðu sést yfir bænum síðustu daga en þó ekki eins mikið og í morgun. Glitský eru á sumum tungumálum nefnd perlumóðurský þar sem litirnir í þeim þykja minna á þeim sem sjást í sumum skeljum.Bjarki Páll Eysteinsson Ólíkt hefðbundnum skýjum eru glitský ekki úr vatnsgufu heldur ískristöllum. Þau myndast í um fimmtán til þrjátíu kílómetra hæð í hveiðhvolfi lofthjúps jarðar. Þau sjást helst um miðjan vetur, um sólarlag eða uppkomu þegar sól er lágt á lofti, að því er kemur fram í grein um glitský á vef Veðurstofu Íslands. Glitský eru litskrúðug og þykja minna á liti sem má sjá innan á sumum skeljum. Ískristallarnir í skýjunum beygja sólarljósið en mismikið eftir bylgjulengd þess. Litirnir eru háði stærðardreifingu agna í skýjunum þannig að oft sjást rauðir, gulir og grænir flekkir í bland í þeim. Blátt ljós beygir meira en rautt ljós í glitskýjum og því virðast litirnir koma úr mismunandi hlutum skýjanna.Bjarki Páll Eysteinsson Veður Akureyri Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Bjarki Páll Eysteinsson, verkfræðingur, náði myndunum sem fylgja fréttinni þegar hann var á ferð við Akureyrarkirkju og miðbæinn klukkan 10:15 í morgun. Í samtali við Vísi sagðist hann hafa heyrt af því að glitský hefðu sést yfir bænum síðustu daga en þó ekki eins mikið og í morgun. Glitský eru á sumum tungumálum nefnd perlumóðurský þar sem litirnir í þeim þykja minna á þeim sem sjást í sumum skeljum.Bjarki Páll Eysteinsson Ólíkt hefðbundnum skýjum eru glitský ekki úr vatnsgufu heldur ískristöllum. Þau myndast í um fimmtán til þrjátíu kílómetra hæð í hveiðhvolfi lofthjúps jarðar. Þau sjást helst um miðjan vetur, um sólarlag eða uppkomu þegar sól er lágt á lofti, að því er kemur fram í grein um glitský á vef Veðurstofu Íslands. Glitský eru litskrúðug og þykja minna á liti sem má sjá innan á sumum skeljum. Ískristallarnir í skýjunum beygja sólarljósið en mismikið eftir bylgjulengd þess. Litirnir eru háði stærðardreifingu agna í skýjunum þannig að oft sjást rauðir, gulir og grænir flekkir í bland í þeim. Blátt ljós beygir meira en rautt ljós í glitskýjum og því virðast litirnir koma úr mismunandi hlutum skýjanna.Bjarki Páll Eysteinsson
Veður Akureyri Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira