Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Lovísa Arnardóttir skrifar 16. janúar 2025 18:13 Greinandi segir þróun á verðskrá skipafélaganna koma á óvart. Ólafur segir það kalla á skýringar frá skipafélögunum. Vísir/Vilhelm Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir upplýsingar sem Matthías Matthíasson hjá MM Logic greindi þróun olíuverðs og gjaldskrá stóru skipafélaganna gefa viðskiptamönnum félaganna tilefni til þess að kalla eftir skýringum á þróun á verði og gjaldskrá. Ólafur fjallar um málið í aðsendri grein á Vísi í dag. Þar segir hann jafnframt greiningu Matthíasar sýna fram á að það sé svigrúm á sjóflutningamarkaðnum fyrir nýja keppinauta. „Ógegnsæ og flókin gjaldskrá stóru skipafélaganna og hátt flutningsverð hefur um langt árabil verið umkvörtunarefni félagsmanna í Félagi atvinnurekenda. Augljóslega sér ekki fyrir endann á þeirri sögu,“ segir Ólafur í grein sinni. Þar fer hann einnig yfir það fyrirkomulag sem hefur verið við lýði um árabil. Skipafélögin innheimti tvenns konar olíugjald. Annars vegar sé um að ræða olíuálag [e. Bunker adjustment factor eða BAF] og hins vegar umhverfisgjald [e. [LSS eða low sulphur fuel surcharge]. Olíugjaldið hafi verið hugsað til að verja skipafélögin fyrir sveiflum í olíuverði og umhverfisgjaldið til að jafna þann kostnaðarauka sem varð af því að brenna dýrari og minna mengandi olíu í stað svartolíu. „LSS átti þannig að dekka kostnað af muninum á verði svartolíu og minna mengandi olíu með lægra brennisteinsinnihaldi (MGO),“ segir Ólafur og að Matthías bendi á að þegar LSS-gjaldið hafi verið innleitt 2015 hafi það verið 124 Bandaríkjadollarar á 40 feta gám hjá Eimskipi. Í janúar á þessu ári sé gjaldið 950 Bandaríkjadalir fyrir jafnstóran gám þrátt fyrir að verðmismunur á olíutegundum tveimur hafi síður en svo aukist frá því að gjaldið var innleitt. Ólafur segir Eimskip í millitíðinni hafa fengið tvö ný skip afhent og tilkynnt á sama tíma að skipin væru „þau umhverfisvænustu sinnar tegundar á Íslandi á hverja gámaeiningu“. Skipin verði þannig mun sparneytnari á flutta gámaeiningu en eldri skip og séu útbúin olíuhreinsibúnaði sem minnki enn frekar losun brennisteins út í andrúmsloftið. „Matthías nefnir að þessi búnaður hreinsi útblásturinn þannig að skipin geti brennt svartolíu í stað MGO, sem Eimskip rukki þó umhverfisgjaldið fyrir að nota. Hann vísar jafnframt til fjölda frétta og tilvitnana frá Eimskipi um umhverfisvænni siglingar og minna kolefnisspor. Í þessu ljósi segir Matthías að sú þróun sem birtist á undanförnum þremur árum komi mjög á óvart,“ segir Ólafur og birtir með þrjú gröf úr greiningu Matthíasar um þróun olíuverðs. Ólafur segir að úr þessu megi lesa að álagning olíuálags hjá Eimskipi virðist þannig ekki í neinu samhengi við þróun svartolíuverðs. Sömu tilhneigingu megi svo sjá í gjaldskrá Samskipa, en ekki með jafnafgerandi hætti. Umhverfiskröfur tekjulind en ekki kostnaðarliður Hann segir þessar upplýsingar hljóta að gefa viðskiptavinum skipafélaganna, einkum Eimskips, tilefni til að spyrja gagnrýninna spurninga. „Svo virðist sem umhverfiskröfur, sem skipafélögin hafa gjarnan kveinkað sér undan, séu fremur orðin tekjulind en kostnaðarliður. Þá er heldur betur búið að snúa hagrænum hvötum í þágu umhverfisins á haus. Ætla má að hinir stóru viðskiptavinir Eimskips, sem hafa innanhúss sérfræðiþekkingu á þróun stærða eins og olíuverðs, séu búnir að semja sig frá þessum gjaldskrárhækkunum. Minni og meðalstóru fyrirtækin, sem hafa síður aðgang að slíkri þekkingu, eru hins vegar látin borga,“ segir Ólafur. Hann bendir á að hár flutningskostnaður sé eitt af því sem kyndi verðbólgu á Íslandi. Of há flutningsgjöld verði svo til þess að neytendur greiði hærra verð fyrir innfluttar vörur í verslunum. „Upplýsingarnar, sem MM Logik hefur tekið saman, gefur viðskiptamönnum skipafélaganna sannarlega tilefni til að kalla eftir skýringum. Þær gefa stjórnvöldum og hagsmunasamtökum tilefni til hins sama. Og síðast en ekki sízt sýna þær að það er svigrúm á sjóflutningamarkaðnum fyrir nýja keppinauta, sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu,“ segir Ólafur að lokum. Eimskip Skipaflutningar Bensín og olía Neytendur Verðlag Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sjá meira
Ólafur fjallar um málið í aðsendri grein á Vísi í dag. Þar segir hann jafnframt greiningu Matthíasar sýna fram á að það sé svigrúm á sjóflutningamarkaðnum fyrir nýja keppinauta. „Ógegnsæ og flókin gjaldskrá stóru skipafélaganna og hátt flutningsverð hefur um langt árabil verið umkvörtunarefni félagsmanna í Félagi atvinnurekenda. Augljóslega sér ekki fyrir endann á þeirri sögu,“ segir Ólafur í grein sinni. Þar fer hann einnig yfir það fyrirkomulag sem hefur verið við lýði um árabil. Skipafélögin innheimti tvenns konar olíugjald. Annars vegar sé um að ræða olíuálag [e. Bunker adjustment factor eða BAF] og hins vegar umhverfisgjald [e. [LSS eða low sulphur fuel surcharge]. Olíugjaldið hafi verið hugsað til að verja skipafélögin fyrir sveiflum í olíuverði og umhverfisgjaldið til að jafna þann kostnaðarauka sem varð af því að brenna dýrari og minna mengandi olíu í stað svartolíu. „LSS átti þannig að dekka kostnað af muninum á verði svartolíu og minna mengandi olíu með lægra brennisteinsinnihaldi (MGO),“ segir Ólafur og að Matthías bendi á að þegar LSS-gjaldið hafi verið innleitt 2015 hafi það verið 124 Bandaríkjadollarar á 40 feta gám hjá Eimskipi. Í janúar á þessu ári sé gjaldið 950 Bandaríkjadalir fyrir jafnstóran gám þrátt fyrir að verðmismunur á olíutegundum tveimur hafi síður en svo aukist frá því að gjaldið var innleitt. Ólafur segir Eimskip í millitíðinni hafa fengið tvö ný skip afhent og tilkynnt á sama tíma að skipin væru „þau umhverfisvænustu sinnar tegundar á Íslandi á hverja gámaeiningu“. Skipin verði þannig mun sparneytnari á flutta gámaeiningu en eldri skip og séu útbúin olíuhreinsibúnaði sem minnki enn frekar losun brennisteins út í andrúmsloftið. „Matthías nefnir að þessi búnaður hreinsi útblásturinn þannig að skipin geti brennt svartolíu í stað MGO, sem Eimskip rukki þó umhverfisgjaldið fyrir að nota. Hann vísar jafnframt til fjölda frétta og tilvitnana frá Eimskipi um umhverfisvænni siglingar og minna kolefnisspor. Í þessu ljósi segir Matthías að sú þróun sem birtist á undanförnum þremur árum komi mjög á óvart,“ segir Ólafur og birtir með þrjú gröf úr greiningu Matthíasar um þróun olíuverðs. Ólafur segir að úr þessu megi lesa að álagning olíuálags hjá Eimskipi virðist þannig ekki í neinu samhengi við þróun svartolíuverðs. Sömu tilhneigingu megi svo sjá í gjaldskrá Samskipa, en ekki með jafnafgerandi hætti. Umhverfiskröfur tekjulind en ekki kostnaðarliður Hann segir þessar upplýsingar hljóta að gefa viðskiptavinum skipafélaganna, einkum Eimskips, tilefni til að spyrja gagnrýninna spurninga. „Svo virðist sem umhverfiskröfur, sem skipafélögin hafa gjarnan kveinkað sér undan, séu fremur orðin tekjulind en kostnaðarliður. Þá er heldur betur búið að snúa hagrænum hvötum í þágu umhverfisins á haus. Ætla má að hinir stóru viðskiptavinir Eimskips, sem hafa innanhúss sérfræðiþekkingu á þróun stærða eins og olíuverðs, séu búnir að semja sig frá þessum gjaldskrárhækkunum. Minni og meðalstóru fyrirtækin, sem hafa síður aðgang að slíkri þekkingu, eru hins vegar látin borga,“ segir Ólafur. Hann bendir á að hár flutningskostnaður sé eitt af því sem kyndi verðbólgu á Íslandi. Of há flutningsgjöld verði svo til þess að neytendur greiði hærra verð fyrir innfluttar vörur í verslunum. „Upplýsingarnar, sem MM Logik hefur tekið saman, gefur viðskiptamönnum skipafélaganna sannarlega tilefni til að kalla eftir skýringum. Þær gefa stjórnvöldum og hagsmunasamtökum tilefni til hins sama. Og síðast en ekki sízt sýna þær að það er svigrúm á sjóflutningamarkaðnum fyrir nýja keppinauta, sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu,“ segir Ólafur að lokum.
Eimskip Skipaflutningar Bensín og olía Neytendur Verðlag Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent