Erlent

David Lynch er látinn

Magnús Jochum Pálsson skrifar
David Lynch er látinn.
David Lynch er látinn. Getty

Bandaríski leikstjórinn David Lynch er látinn 78 ára að aldri. Hann hafði glímt við alvarlega lungnaþembu undanfarin fimm ár.

Fjölskylda Lynch greindi frá fréttunum á Facebook-síðu leikstjórans. Ekki kemur fram hvernig eða hvenær hann lést í færslunni.

Fjölskyldan biður fjölmiðla um að virða einkalíf þeirra og segir stórt tómarúm hafa myndast í heiminum nú þegar hann er farinn. Þau vísa síðan í orð hans: „Haltu augunum á kleinuhringnum en ekki gatinu.“

Lynch er þekktastur fyrir að hafa leikstýrt sjónvarpsþáttunum Twin Peaks á tíunda áratugnum og kvikmyndunum Blue Velvet, Mulholland Drive, Eraserhead og Dune.

Fréttin verður uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×