Illa bruggaðar Guðaveigar Magnús Jochum Pálsson skrifar 17. janúar 2025 07:30 Vínið flæðir í Guðaveigum rétt eins og rassa-, kúka- og pissubrandarar. Fjórir íslenskir prestar fara til Spánar í leit að nýju messuvíni fyrir þjóðkirkjuna. Bílstjórinn forfallast og barnabarn hans, ung kona með drykkjuvandamál, kemur í ferðina í hans stað. Prestarnir sötra mikið vín, lenda í ýmsum hremmingum og komast í kast við lögin. Guðaveigar er þriðja gamanmyndin sem Markelsbræður, Örn Marinó Arnarson og Þorkell S. Harðarson, hafa bæði leikstýrt og framleitt frá 2020. Hinar tvær eru Síðasta veiðiferðin og Allra síðasta veiðiferðin. Á sama tíma hafa þeir framleitt þrjár aðrar myndir, Ömmu Hófí, Saumaklúbbinn og Fullt hús. Afköstin eru töluverð, sex myndir á fimm árum. En vinsældirnar hafa líka verið miklar, rúmlega 120 þúsund bíógestir hafa séð myndirnar sex hér á landi. Slík aðsókn er eftirtektarverð og til marks um að þeir virðast ná til Íslendinga. Markelsbræður ganga í mörg hlutverk í kvikmyndagerðinni, í tilviki Guðaveiga eru þeir leikstjórar, framleiðendur og handritshöfundar. Auk þess er Þorkell í litlu aukahlutverki sem handrukkari í myndinni og hefur áður eldað ofan í tökuliðið. Prestarnir fjórir eru leiknir af Hilmi Snæ Guðnasyni, Halldóri Gylfasyni, Þresti Leó Gunnarssyni og Sverri Þór Sverrissyni en bílstjórann Maríu leikur Vivian Ólafsdóttir. Markelsbræður vinna gjarnan með sömu leikurum og eru Hilmir, Halldór og Vivian öll að vinna með þeim í fjórða sinn og Þröstur í það þriðja. Með önnur hlutverk fara Sigurður Sigurjónsson og Katla Margrét Þorgeirsdóttir. Fjórir prestar og drykkfelldur bílstjóri Myndin hefst á snarpri kynningu á prestunum fjórum. Gísli (Hilmir Snær) er í blindri vínsmökkun en hinir þrír eru allir að baksa við að sinna prestþjónustu við lítinn hljómgrunn, Mummi (Sverrir Þór) reynir að gera Biblíuna aðgengilega fyrir ungmenni, Villi (Þröstur Leó) messar fyrir tómri kirkju og falsar sóknartölurnar og Jón (Dóri Gylfa) glamrar á gítar fyrir gamalmenni. Mummi, Gísli, Jón og Villi hafa gaman af því að drekka rauðvín. Þessi leið til að kynna persónurnar er ágæt og hefði getað verið góður grunnur að persónusköpun hvers og eins. Sá möguleiki er vannýttur þó áhorfendur sjái að Gísli er vínáhugamaður og að Villi er í basli með að fá fólk í kirkjuna. Þarna hefði verið tilvalið að aðgreina persónurnar betur í sundur strax frá byrjun. Biskup (Katla Margrét) fær Gísla til að fara fyrir nefnd sem á að ferðast til Spánar að finna nýtt messuvín fyrir þjóðkirkjuna. Hann kallar hina þrjá prestana til sín og býður þeim með í ferðina en þá vantar bílstjóra. Kári nokkur (Siggi Sigurjóns) er ráðinn án þess að prestarnir geri sér grein fyrir að hann sé á kafi í rugli – svo miklu að áhorfendur sjá hann fyrst þar sem hann er að skófla kókaíni í nefið á sér með kíttisspaða. Á flugvellinum bólar ekkert á Kára og í flugvélinni birtist María (Vivian), barnabarn hans, sem ætlar að hlaupa í skarðið. Á daginn kemur að hún glímir við áfengisvandamál og deyr áfengisdauða um borð. Það eru þó bara fyrstu vandræðin af mörgum sem prestarnir eiga eftir að lenda í á ferðalagi sínu um Rioja-hérað. Húmor og hrákasmíð Myndin er í takt við fyrri myndir Markelsbræðra, hún er gerð með minni efnum en almennt gerist í kvikmyndabransanum og einkennist af miklum neðanbeltishúmor. Ódýrar myndir og ódýrir brandarar geta vel virkað ef vandað er til verka. Stóra vandamálið er að Guðaveigar er óvönduð að miklu leyti og ekki nógu fyndin til að bæta upp fyrir það. Myndin er þó alls ekki ófyndin og hló gagnrýnandi þónokkrum sinnum. Fyndnu atriðin eru hins vegar of fá og umkringd fylliefni auk þess sem sumir brandaranna eru endurnýttir um of. Prestarnir fá að bragða á forláta vegan víni sem fer misvel ofan í þá. Gott dæmi um þetta eru hrotur Jóns sem halda herbergisfélögunum, Mumma og Villa, andvaka. Brandarinn er fyndinn í fyrsta skiptið. Næstu nótt halda hrotur Jóns áfram og fer hann líka að tala upp úr svefni. Sú viðbót er nægileg til að halda brandaranum áfram fyndnum en heimturnar eru samt minni. Þriðju nóttina er brandarinn endurtekinn nær óbreyttur og er fyrir vikið steindauður. Þetta á við um fleiri brandara. Sem dæmi þambar Villi alltaf vínið í stað þess að bragða á því í vínsmökkununum. Eftir nokkur skipti hefur brandarinn öfug áhrif. Þessi endurnýting og skortur á frumleika er einn helsti gallinn við handrit og leikstjórn. Prestarnir fjórir fara í ófáar vínsmakkanir á ferð sinni um Rioja-hérað. Annað sem dregur úr upplifuninni er að senur klárast án almennilegs niðurlags. Presturinn Jón er með litla pissublöðru og hefur því komið sér upp þvaglegg til að endast lengur. Án þess að gefa mikið upp heppnast sá brandari afar vel og gefst Jón í kjölfarið upp á þvagleggnum. Næsta vínsmökkun er í vínkjallara djúpt ofan í jörðinni og lendir Jón í algjörum spreng en villist í völundarhúsi kjallarans. Í stað þess að staldra við senuna, byggja upp spennu og enda á kröftugu „punch-line“-i er klippt yfir í eitthvað annað. Brandarinn er ekki kláraður almennilega og áhorfendur eru skildir eftir frústreraðir og ófullnægðir. Skortur á dýpt Vín- og matarsmökkunarmyndir eru ágæt kvikmyndagrein út af fyrir sig. Giamatti og Haden-Church eru frábærir saman. Þekktust slíkra mynda er án efa Sideways (2004) með Paul Giamatti og Thomas Haden-Church í aðalhlutverkum í leikstjórn Alexander Payne. Þar fara tveir vinir í vikulangan vínsmökkunartúr um Kaliforníu í tilefni þess að annar þeirra er að fara að gifta sig. Vínsmökkunin er í raun bara bakgrunnurinn fyrir hið raunverulega umfjöllunarefni: samband mannanna og innri baráttu þeirra. Rob Brydon og Steve Coogan leika ýktar útgáfur af sjálfum sér. Einnig má nefna þættina The Trip (2010) sem fjalla um veitingahúsatúr tveggja manna (Steve Coogan og Rob Brydon) um Norður-England. Þættirnir voru síðar klipptir saman í mynd í fullri lengd og fylgdu í kjölfarið þrjár framhaldsseríur (þar á meðal ein sem gerist á Spáni). Lykilatriðið þar er dýnamíkin milli aðalpersónanna tveggja, kergjan og spennan. Guðaveigar fara ekki þá leið, maður fær lítið að kynnast persónunum sjálfum, þær eru ýmist flatar eða eintóna. Samtölin milli þeirra eru fjölmörg en innihaldslítil og ómerkileg. Gísli er með eindæmum leiðinlegur gaur, góður með sig og sjálfselskur. Aðalleikararnir fjórir fá líka úr mismiklu að moða. Mest pláss fær hinn hrokafulli og leiðinlegi Gísli en Hilmir Snær virðist vera orðinn sérfræðingur í að leika slíka menn en hann er þó eiginlega alltaf eins. Hinir þrír fá minni rullur. Sverrir Þór og Þröstur Leó standa sig sæmilega en Halldór er hins vegar yfirburðarbestur, hvað varðar líkamlegan leik sinn, svipbrigði og tímasetningar. Með betur skrifuðum og innihaldsríkari samtölum hefði verið hægt dýpka persónurnar og sambönd þeirra hver við annan. Mummi, Villi og Jón þurfa ekki að láta segja sér það tvisvar að koma með í vínsmökkunarferð til Spánar. Maður veltir þessu sérstaklega fyrir sér í ljósi þeirrar ákvörðunar að bæta þræði Kára og Maríu við. Kári er furðuleg skopmynd af grínmynda-dópista og virkar eins og tekinn úr einhverjum mislukkuðum skets. María gerir lítið annað en að drekka brennivín í ferðinni og takmarkast persónusköpun hennar við það. Kári hefði algjörlega mátt missa sín og María þá getað fengið aðeins þrívíðari persónu. María skýtur upp kollinum í flugvélinni á leið út til Spánar. Hún reynist heldur óáreiðanlegur bílstjóri. María er áhugaverð að einu leyti: skyndilega fara kraftaverk að eiga sér stað í kringum hana. Tónninn í þeim atriðum er hins vegar svo gjörólíkur restinni að það er eins og maður sé að horfa á aðra mynd. Bæði flæði sögunnar og samræmi hennar líður fyrir það. Undir lok myndar uppgötva áhorfendur síðan hvert hlutverk Maríu er í sögunni. Án þess að gefa of mikið upp tengist það afar frumlegum endinum. Raunar er endirinn mun frumlegri en flest annað og virðist manni sem endirinn hafi jafnvel verið fyrsta hugmyndin sem fór á blað. Glimrandi akrar, þrútin ber og undarlegt fylliefni Annað sem einkennir myndina eru óspennandi uppfyllingaratriði. Alltof oft líður manni eins og ekkert sé að gerast. Miklum tíma er eytt í keyrslur milli vínekra og vínsmakkanir sem einkennast af grunnu hjali prestanna. Ótrúlegasta dæmið um svona uppfyllingar eru þó ítrekuð dæmi um „stock“-myndefni úr myndabönkum. Það er til dæmis notað í hvert sinn sem mennirnir fara að sofa. Þá er klippt á auglýsingaleg skot af sólbjörtum ökrum og vínberjaklösum. Inn á milli venjulegra sena kemur myndefni sem er með allt öðrum brag. Svona myndefni gæti kannski virkað í ódýrum ferðaþáttum um vínsmakkanir eða í auglýsingum en sker í augun hér. Verst er að það er ekki einu sinni reynt að dulbúa myndefnið sem draumsýnir prestanna eða tengja við ferðalög þeirra um sveitirnar. Kvikmyndatakan er í höndum Hákons Sverrissonar og Björns Ófeigssonar og er sviplítil. Skotin eru nær öll kyrrstæð og er lítið verið að leika sér með formið. Nokkrum sinnum var bryddað upp á einhverju nýju, skotið gegnum verslunarglugga eða út um það sem er látið líta út eins og myndavél hraðbanka. Hallur Ingólfsson sér um tónlistina en hann hefur unnið að fimm af sex grínmyndum Markelsbræðra. Sömu melódíurnar, yfirleitt spilaðar á gítar með spænsku ívafi, eru hér notaðar aftur og aftur. María fær sitt eigið stef sem spilast í hvert sinn sem hún birtist, líkt og í vestra. Maríuminnið virkar vel framan af en eins og með brandarana verður það fullendurtekningasamt. Kaldar kveðjur frá Kvikmyndamiðstöð Markelsbræður gagnrýndu Kvikmyndamiðstöð Íslands allharkalega í Dagmálum á mbl á mánudag. Þeir sögðu stofnunina líta niður á gamanmyndir og að þeir hafi sjálfir fengið lægstu mögulegu úthlutanir fyrir grínmyndirnar þrjár sem þeir hafa leikstýrt. Örn Marinó og Þorkell byrjuðu leikstjórnarferilinn í heimildamyndagerð áður en þeir færðu sig yfir í grínmyndirnar. Fyrir Guðaveigar hafi þeir fengið neitun um styrk á forsendum þess að myndin væri ekki fyndin og að hún smættaði kvenfólk. María er vissulega tvívíð persóna en hún er ekkert frekar smættuð en aðrar persónur. Hins vegar er vel hægt að taka undir hitt sjónarmiðið, heilt yfir er myndin ekki nógu fyndin og ástæðan er að handritið er ekki nógu gott. Lýsing Sveppa á tökum myndarinnar í Íslandi í dag rennir undir það stoðum. „Það komu stundum atriði sem handritshöfundarnir skrifuðu og svo þegar við fórum í tökur þá fannst þeim það lélegt. Þá sögðu þeir „Heyrðu, þið gerið eitthvað úr þessu“ og boltanum var hent í okkur, kallana í trúðalestinni,“ segir Sveppi í viðtalinu. Senurnar voru annað hvort svo illa skrifaðar eða ókláraðar að leikararnir voru látnir spinna eitthvað nýtt á staðnum. Gísli Snær sagði Kvikmyndamiðstöð þjóna öllum. Gísli Snær Erlingsson, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar, svaraði gagnrýni Markelsbræðra á miðvikudag og hafnaði því að stofnunin liti niður á gamanmyndir þegar kæmi að úthlutun styrkja. Þá sagðist hann ekki kannast við orðalagið í umsögninni sem þeir höfðu sagt fylgja höfnuninni. Ef úthlutanir Kvikmyndasjóðs eru skoðaðar sést að Guðaveigar fékk 15 milljón króna styrk sem er tittlingaskítur fyrir kvikmyndaframleiðslu. Allra síðasta veiðiferðin fékk 40 milljónir en Síðasta veiðferðin ekkert. Aftur á móti fékk Fullt hús, sem þeir framleiddu, 90 milljóna króna styrk og Saumaklúbburinn átaksstyrk upp á 35 milljónir. Hæstu styrkirnir sem eru veittir eru til samanburðar á bilinu 110 til 130 milljónir. Maður skilur gremju fólks sem þarf að byggja vinnu sína í kringum umsóknarvinnu og glímir við það að fá stöðugt neitanir. Sérstaklega þegar það hefur margsannað að það geti staðið skil af framleiðslu vinsællar íslenskrar kvikmyndar. Ásókn Íslendinga í kvikmyndir Markelsbræðra sýnir að það er eftirspurn eftir gamanmyndum sem þessum og því skýtur skökku við að þeir fái jafnlitla styrki og raun ber vitni. Íslendingar eiga ekki bara að gera listrænar drungalegar myndir fyrir erlendar verðlaunahátíðir heldur líka galsakenndar grínmyndir fyrir íslenskan almenning. Jafnvel þó handritið sé ekki nógu gott. Niðurstaða: Guðaveigar er skemmtileg hugmynd sem líður fyrir lélegt handrit og hroðvirknisleg vinnubrögð. Myndin einkennist af endurtekningarsömum bröndurum, letilegri persónusköpun og allt of mörgum þarflausum uppfyllingarsenum. Þrátt fyrir það er myndin oft og tíðum fyndin. Fólk sem er í leit að heilalausri íslenskri skemmtun, rassabröndurum og aulahúmor ætti því ekki að vera svikið. Gagnrýni Magnúsar Jochums Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Grín og gaman Tengdar fréttir Bönnuð innan 12 af ástæðu Guðaveigar er komin í Bíó en myndin ku vera klúr, skemmtileg og öðruvísi. Sverrir Þór Sverrisson og Þröstur Leó Gunnarsson koma við sögu í kvikmyndinni en ásamt þeir fara þeir Hilmir Snæ, Halldór Gylfason, Sigurður Sigurjónsson, Katla Margrét Þorgeirsdóttir og Vivian Ólafsdóttir með hlutverk í myndinni. 10. janúar 2025 15:30 Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Gamanmyndin Guðaveigar eftir þá Markelsbræður, Örn Marinó Arnarson og Þorkel S. Harðarson, verður frumsýnd um jólin. Þetta er sjötta gamanmyndin sem þeir framleiða en þeir eru hvað þekktastir fyrir myndir á borð við Síðustu veiðiferðina og Allra síðustu veiðiferðina. 21. nóvember 2024 14:01 „Frá framleiðendum vitleysunnar kemur meiri vitleysa“ Allra síðasta veiðiferðin kemur í kvikmyndahús um helgina og er framhaldið jafnvel klúrara en fyrri myndin samkvæmt leikurunum en í henni veltust þeir naktir um í grasinu. 16. mars 2022 17:31 Mest lesið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Lífið Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Tónlist Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Lífið Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Lífið Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Tíska og hönnun Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Guðaveigar er þriðja gamanmyndin sem Markelsbræður, Örn Marinó Arnarson og Þorkell S. Harðarson, hafa bæði leikstýrt og framleitt frá 2020. Hinar tvær eru Síðasta veiðiferðin og Allra síðasta veiðiferðin. Á sama tíma hafa þeir framleitt þrjár aðrar myndir, Ömmu Hófí, Saumaklúbbinn og Fullt hús. Afköstin eru töluverð, sex myndir á fimm árum. En vinsældirnar hafa líka verið miklar, rúmlega 120 þúsund bíógestir hafa séð myndirnar sex hér á landi. Slík aðsókn er eftirtektarverð og til marks um að þeir virðast ná til Íslendinga. Markelsbræður ganga í mörg hlutverk í kvikmyndagerðinni, í tilviki Guðaveiga eru þeir leikstjórar, framleiðendur og handritshöfundar. Auk þess er Þorkell í litlu aukahlutverki sem handrukkari í myndinni og hefur áður eldað ofan í tökuliðið. Prestarnir fjórir eru leiknir af Hilmi Snæ Guðnasyni, Halldóri Gylfasyni, Þresti Leó Gunnarssyni og Sverri Þór Sverrissyni en bílstjórann Maríu leikur Vivian Ólafsdóttir. Markelsbræður vinna gjarnan með sömu leikurum og eru Hilmir, Halldór og Vivian öll að vinna með þeim í fjórða sinn og Þröstur í það þriðja. Með önnur hlutverk fara Sigurður Sigurjónsson og Katla Margrét Þorgeirsdóttir. Fjórir prestar og drykkfelldur bílstjóri Myndin hefst á snarpri kynningu á prestunum fjórum. Gísli (Hilmir Snær) er í blindri vínsmökkun en hinir þrír eru allir að baksa við að sinna prestþjónustu við lítinn hljómgrunn, Mummi (Sverrir Þór) reynir að gera Biblíuna aðgengilega fyrir ungmenni, Villi (Þröstur Leó) messar fyrir tómri kirkju og falsar sóknartölurnar og Jón (Dóri Gylfa) glamrar á gítar fyrir gamalmenni. Mummi, Gísli, Jón og Villi hafa gaman af því að drekka rauðvín. Þessi leið til að kynna persónurnar er ágæt og hefði getað verið góður grunnur að persónusköpun hvers og eins. Sá möguleiki er vannýttur þó áhorfendur sjái að Gísli er vínáhugamaður og að Villi er í basli með að fá fólk í kirkjuna. Þarna hefði verið tilvalið að aðgreina persónurnar betur í sundur strax frá byrjun. Biskup (Katla Margrét) fær Gísla til að fara fyrir nefnd sem á að ferðast til Spánar að finna nýtt messuvín fyrir þjóðkirkjuna. Hann kallar hina þrjá prestana til sín og býður þeim með í ferðina en þá vantar bílstjóra. Kári nokkur (Siggi Sigurjóns) er ráðinn án þess að prestarnir geri sér grein fyrir að hann sé á kafi í rugli – svo miklu að áhorfendur sjá hann fyrst þar sem hann er að skófla kókaíni í nefið á sér með kíttisspaða. Á flugvellinum bólar ekkert á Kára og í flugvélinni birtist María (Vivian), barnabarn hans, sem ætlar að hlaupa í skarðið. Á daginn kemur að hún glímir við áfengisvandamál og deyr áfengisdauða um borð. Það eru þó bara fyrstu vandræðin af mörgum sem prestarnir eiga eftir að lenda í á ferðalagi sínu um Rioja-hérað. Húmor og hrákasmíð Myndin er í takt við fyrri myndir Markelsbræðra, hún er gerð með minni efnum en almennt gerist í kvikmyndabransanum og einkennist af miklum neðanbeltishúmor. Ódýrar myndir og ódýrir brandarar geta vel virkað ef vandað er til verka. Stóra vandamálið er að Guðaveigar er óvönduð að miklu leyti og ekki nógu fyndin til að bæta upp fyrir það. Myndin er þó alls ekki ófyndin og hló gagnrýnandi þónokkrum sinnum. Fyndnu atriðin eru hins vegar of fá og umkringd fylliefni auk þess sem sumir brandaranna eru endurnýttir um of. Prestarnir fá að bragða á forláta vegan víni sem fer misvel ofan í þá. Gott dæmi um þetta eru hrotur Jóns sem halda herbergisfélögunum, Mumma og Villa, andvaka. Brandarinn er fyndinn í fyrsta skiptið. Næstu nótt halda hrotur Jóns áfram og fer hann líka að tala upp úr svefni. Sú viðbót er nægileg til að halda brandaranum áfram fyndnum en heimturnar eru samt minni. Þriðju nóttina er brandarinn endurtekinn nær óbreyttur og er fyrir vikið steindauður. Þetta á við um fleiri brandara. Sem dæmi þambar Villi alltaf vínið í stað þess að bragða á því í vínsmökkununum. Eftir nokkur skipti hefur brandarinn öfug áhrif. Þessi endurnýting og skortur á frumleika er einn helsti gallinn við handrit og leikstjórn. Prestarnir fjórir fara í ófáar vínsmakkanir á ferð sinni um Rioja-hérað. Annað sem dregur úr upplifuninni er að senur klárast án almennilegs niðurlags. Presturinn Jón er með litla pissublöðru og hefur því komið sér upp þvaglegg til að endast lengur. Án þess að gefa mikið upp heppnast sá brandari afar vel og gefst Jón í kjölfarið upp á þvagleggnum. Næsta vínsmökkun er í vínkjallara djúpt ofan í jörðinni og lendir Jón í algjörum spreng en villist í völundarhúsi kjallarans. Í stað þess að staldra við senuna, byggja upp spennu og enda á kröftugu „punch-line“-i er klippt yfir í eitthvað annað. Brandarinn er ekki kláraður almennilega og áhorfendur eru skildir eftir frústreraðir og ófullnægðir. Skortur á dýpt Vín- og matarsmökkunarmyndir eru ágæt kvikmyndagrein út af fyrir sig. Giamatti og Haden-Church eru frábærir saman. Þekktust slíkra mynda er án efa Sideways (2004) með Paul Giamatti og Thomas Haden-Church í aðalhlutverkum í leikstjórn Alexander Payne. Þar fara tveir vinir í vikulangan vínsmökkunartúr um Kaliforníu í tilefni þess að annar þeirra er að fara að gifta sig. Vínsmökkunin er í raun bara bakgrunnurinn fyrir hið raunverulega umfjöllunarefni: samband mannanna og innri baráttu þeirra. Rob Brydon og Steve Coogan leika ýktar útgáfur af sjálfum sér. Einnig má nefna þættina The Trip (2010) sem fjalla um veitingahúsatúr tveggja manna (Steve Coogan og Rob Brydon) um Norður-England. Þættirnir voru síðar klipptir saman í mynd í fullri lengd og fylgdu í kjölfarið þrjár framhaldsseríur (þar á meðal ein sem gerist á Spáni). Lykilatriðið þar er dýnamíkin milli aðalpersónanna tveggja, kergjan og spennan. Guðaveigar fara ekki þá leið, maður fær lítið að kynnast persónunum sjálfum, þær eru ýmist flatar eða eintóna. Samtölin milli þeirra eru fjölmörg en innihaldslítil og ómerkileg. Gísli er með eindæmum leiðinlegur gaur, góður með sig og sjálfselskur. Aðalleikararnir fjórir fá líka úr mismiklu að moða. Mest pláss fær hinn hrokafulli og leiðinlegi Gísli en Hilmir Snær virðist vera orðinn sérfræðingur í að leika slíka menn en hann er þó eiginlega alltaf eins. Hinir þrír fá minni rullur. Sverrir Þór og Þröstur Leó standa sig sæmilega en Halldór er hins vegar yfirburðarbestur, hvað varðar líkamlegan leik sinn, svipbrigði og tímasetningar. Með betur skrifuðum og innihaldsríkari samtölum hefði verið hægt dýpka persónurnar og sambönd þeirra hver við annan. Mummi, Villi og Jón þurfa ekki að láta segja sér það tvisvar að koma með í vínsmökkunarferð til Spánar. Maður veltir þessu sérstaklega fyrir sér í ljósi þeirrar ákvörðunar að bæta þræði Kára og Maríu við. Kári er furðuleg skopmynd af grínmynda-dópista og virkar eins og tekinn úr einhverjum mislukkuðum skets. María gerir lítið annað en að drekka brennivín í ferðinni og takmarkast persónusköpun hennar við það. Kári hefði algjörlega mátt missa sín og María þá getað fengið aðeins þrívíðari persónu. María skýtur upp kollinum í flugvélinni á leið út til Spánar. Hún reynist heldur óáreiðanlegur bílstjóri. María er áhugaverð að einu leyti: skyndilega fara kraftaverk að eiga sér stað í kringum hana. Tónninn í þeim atriðum er hins vegar svo gjörólíkur restinni að það er eins og maður sé að horfa á aðra mynd. Bæði flæði sögunnar og samræmi hennar líður fyrir það. Undir lok myndar uppgötva áhorfendur síðan hvert hlutverk Maríu er í sögunni. Án þess að gefa of mikið upp tengist það afar frumlegum endinum. Raunar er endirinn mun frumlegri en flest annað og virðist manni sem endirinn hafi jafnvel verið fyrsta hugmyndin sem fór á blað. Glimrandi akrar, þrútin ber og undarlegt fylliefni Annað sem einkennir myndina eru óspennandi uppfyllingaratriði. Alltof oft líður manni eins og ekkert sé að gerast. Miklum tíma er eytt í keyrslur milli vínekra og vínsmakkanir sem einkennast af grunnu hjali prestanna. Ótrúlegasta dæmið um svona uppfyllingar eru þó ítrekuð dæmi um „stock“-myndefni úr myndabönkum. Það er til dæmis notað í hvert sinn sem mennirnir fara að sofa. Þá er klippt á auglýsingaleg skot af sólbjörtum ökrum og vínberjaklösum. Inn á milli venjulegra sena kemur myndefni sem er með allt öðrum brag. Svona myndefni gæti kannski virkað í ódýrum ferðaþáttum um vínsmakkanir eða í auglýsingum en sker í augun hér. Verst er að það er ekki einu sinni reynt að dulbúa myndefnið sem draumsýnir prestanna eða tengja við ferðalög þeirra um sveitirnar. Kvikmyndatakan er í höndum Hákons Sverrissonar og Björns Ófeigssonar og er sviplítil. Skotin eru nær öll kyrrstæð og er lítið verið að leika sér með formið. Nokkrum sinnum var bryddað upp á einhverju nýju, skotið gegnum verslunarglugga eða út um það sem er látið líta út eins og myndavél hraðbanka. Hallur Ingólfsson sér um tónlistina en hann hefur unnið að fimm af sex grínmyndum Markelsbræðra. Sömu melódíurnar, yfirleitt spilaðar á gítar með spænsku ívafi, eru hér notaðar aftur og aftur. María fær sitt eigið stef sem spilast í hvert sinn sem hún birtist, líkt og í vestra. Maríuminnið virkar vel framan af en eins og með brandarana verður það fullendurtekningasamt. Kaldar kveðjur frá Kvikmyndamiðstöð Markelsbræður gagnrýndu Kvikmyndamiðstöð Íslands allharkalega í Dagmálum á mbl á mánudag. Þeir sögðu stofnunina líta niður á gamanmyndir og að þeir hafi sjálfir fengið lægstu mögulegu úthlutanir fyrir grínmyndirnar þrjár sem þeir hafa leikstýrt. Örn Marinó og Þorkell byrjuðu leikstjórnarferilinn í heimildamyndagerð áður en þeir færðu sig yfir í grínmyndirnar. Fyrir Guðaveigar hafi þeir fengið neitun um styrk á forsendum þess að myndin væri ekki fyndin og að hún smættaði kvenfólk. María er vissulega tvívíð persóna en hún er ekkert frekar smættuð en aðrar persónur. Hins vegar er vel hægt að taka undir hitt sjónarmiðið, heilt yfir er myndin ekki nógu fyndin og ástæðan er að handritið er ekki nógu gott. Lýsing Sveppa á tökum myndarinnar í Íslandi í dag rennir undir það stoðum. „Það komu stundum atriði sem handritshöfundarnir skrifuðu og svo þegar við fórum í tökur þá fannst þeim það lélegt. Þá sögðu þeir „Heyrðu, þið gerið eitthvað úr þessu“ og boltanum var hent í okkur, kallana í trúðalestinni,“ segir Sveppi í viðtalinu. Senurnar voru annað hvort svo illa skrifaðar eða ókláraðar að leikararnir voru látnir spinna eitthvað nýtt á staðnum. Gísli Snær sagði Kvikmyndamiðstöð þjóna öllum. Gísli Snær Erlingsson, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar, svaraði gagnrýni Markelsbræðra á miðvikudag og hafnaði því að stofnunin liti niður á gamanmyndir þegar kæmi að úthlutun styrkja. Þá sagðist hann ekki kannast við orðalagið í umsögninni sem þeir höfðu sagt fylgja höfnuninni. Ef úthlutanir Kvikmyndasjóðs eru skoðaðar sést að Guðaveigar fékk 15 milljón króna styrk sem er tittlingaskítur fyrir kvikmyndaframleiðslu. Allra síðasta veiðiferðin fékk 40 milljónir en Síðasta veiðferðin ekkert. Aftur á móti fékk Fullt hús, sem þeir framleiddu, 90 milljóna króna styrk og Saumaklúbburinn átaksstyrk upp á 35 milljónir. Hæstu styrkirnir sem eru veittir eru til samanburðar á bilinu 110 til 130 milljónir. Maður skilur gremju fólks sem þarf að byggja vinnu sína í kringum umsóknarvinnu og glímir við það að fá stöðugt neitanir. Sérstaklega þegar það hefur margsannað að það geti staðið skil af framleiðslu vinsællar íslenskrar kvikmyndar. Ásókn Íslendinga í kvikmyndir Markelsbræðra sýnir að það er eftirspurn eftir gamanmyndum sem þessum og því skýtur skökku við að þeir fái jafnlitla styrki og raun ber vitni. Íslendingar eiga ekki bara að gera listrænar drungalegar myndir fyrir erlendar verðlaunahátíðir heldur líka galsakenndar grínmyndir fyrir íslenskan almenning. Jafnvel þó handritið sé ekki nógu gott. Niðurstaða: Guðaveigar er skemmtileg hugmynd sem líður fyrir lélegt handrit og hroðvirknisleg vinnubrögð. Myndin einkennist af endurtekningarsömum bröndurum, letilegri persónusköpun og allt of mörgum þarflausum uppfyllingarsenum. Þrátt fyrir það er myndin oft og tíðum fyndin. Fólk sem er í leit að heilalausri íslenskri skemmtun, rassabröndurum og aulahúmor ætti því ekki að vera svikið.
Gagnrýni Magnúsar Jochums Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Grín og gaman Tengdar fréttir Bönnuð innan 12 af ástæðu Guðaveigar er komin í Bíó en myndin ku vera klúr, skemmtileg og öðruvísi. Sverrir Þór Sverrisson og Þröstur Leó Gunnarsson koma við sögu í kvikmyndinni en ásamt þeir fara þeir Hilmir Snæ, Halldór Gylfason, Sigurður Sigurjónsson, Katla Margrét Þorgeirsdóttir og Vivian Ólafsdóttir með hlutverk í myndinni. 10. janúar 2025 15:30 Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Gamanmyndin Guðaveigar eftir þá Markelsbræður, Örn Marinó Arnarson og Þorkel S. Harðarson, verður frumsýnd um jólin. Þetta er sjötta gamanmyndin sem þeir framleiða en þeir eru hvað þekktastir fyrir myndir á borð við Síðustu veiðiferðina og Allra síðustu veiðiferðina. 21. nóvember 2024 14:01 „Frá framleiðendum vitleysunnar kemur meiri vitleysa“ Allra síðasta veiðiferðin kemur í kvikmyndahús um helgina og er framhaldið jafnvel klúrara en fyrri myndin samkvæmt leikurunum en í henni veltust þeir naktir um í grasinu. 16. mars 2022 17:31 Mest lesið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Lífið Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Tónlist Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Lífið Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Lífið Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Tíska og hönnun Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Bönnuð innan 12 af ástæðu Guðaveigar er komin í Bíó en myndin ku vera klúr, skemmtileg og öðruvísi. Sverrir Þór Sverrisson og Þröstur Leó Gunnarsson koma við sögu í kvikmyndinni en ásamt þeir fara þeir Hilmir Snæ, Halldór Gylfason, Sigurður Sigurjónsson, Katla Margrét Þorgeirsdóttir og Vivian Ólafsdóttir með hlutverk í myndinni. 10. janúar 2025 15:30
Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Gamanmyndin Guðaveigar eftir þá Markelsbræður, Örn Marinó Arnarson og Þorkel S. Harðarson, verður frumsýnd um jólin. Þetta er sjötta gamanmyndin sem þeir framleiða en þeir eru hvað þekktastir fyrir myndir á borð við Síðustu veiðiferðina og Allra síðustu veiðiferðina. 21. nóvember 2024 14:01
„Frá framleiðendum vitleysunnar kemur meiri vitleysa“ Allra síðasta veiðiferðin kemur í kvikmyndahús um helgina og er framhaldið jafnvel klúrara en fyrri myndin samkvæmt leikurunum en í henni veltust þeir naktir um í grasinu. 16. mars 2022 17:31