Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar 17. janúar 2025 20:01 Leikskólakerfið á Íslandi stendur frammi fyrir vanda sem kallar á dýpri umræðu og skýrari stefnu. Þrátt fyrir mikilvægi leikskólans sem samfélagslegrar grunnstoðar hefur áherslan oftar en ekki beinst að hraðri útþenslu og skyndilausnum í stað þess að rýna í það sem raunverulega skiptir máli: gæði, fagmennska og farsæld barna. Við sjáum hvernig stór orð og loforð um fleiri leikskólapláss hafa verið gerð að kjarnanum í stefnumótun síðustu ára. En á meðan loforðin hrannast upp, standa leikskólarnir frammi fyrir skorti á fagfólki, ófullnægjandi innviðum og kerfi sem er ekki í stakk búið til að uppfylla það sem leikskólastarf á að vera: umhverfi þar sem börn fá að þroskast, læra og njóta. Hraði umfram gæði: Hvað fór úrskeiðis? Foreldrahópurinn sem skrifaði pistilinn „Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta“ vekur athygli á því hvernig stefna stjórnvalda hefur brugðist þeim grunngildum sem leikskólakerfið á að byggja á. Þau benda á ósamræmið í því að Reykjavíkurborg skuli leggja áherslu á að byggja nýjan leikskóla í Elliðaárdal, á meðan hún á í erfiðleikum með að halda úti eðlilegri starfsemi í Brákaborg. Þetta er í samræmi við þá stefnu sem verið hefur í leikskólamálum undan farin ár sem virðist oftar snúast um að uppfylla fjöldatölur en að tryggja gæði og faglegt starf. Foreldrarnir benda jafnframt á að það er skortur á starfsfólki sem hamlar því að leikskólar geti sinnt hlutverki sínu. Kennarasamband Íslands hefur ítrekað varað við því að mikill skortur sé á leikskólakennurum – og það sé afleiðing hraðrar útþenslu kerfisins. Þegar sífellt yngri börn byrja fyrr í leikskóla til að „brúa bilið“ milli fæðingarorlofs og leikskóla, án þess að nægt fagfólk eða innviðir fylgi er hætt við að gæðin þynnist út. Hver ber ábyrgð á því þegar „lausnir“ kerfisins valda því að leikskólinn hættir að vera umhverfi þar sem leikur, menntun og vellíðan eru í forgrunni? Lausnir með börnin í forgrunni Haraldur F. Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, hefur komið með tillögur sem snúast um að setja gæði og farsæld í forgang. Hann hefur bent á að það þurfi að hægja á útþenslu kerfisins og skoða raunhæfar lausnir, eins og að lengja fæðingarorlof og innleiða þrepa skipulagða vistun þar sem dvalartími barna lengist í áföngum eftir aldri. Þessar tillögur miða að því að tryggja vellíðan barna og styðja við faglegt starf leikskólanna. Þessar tillögur, sem byggja á faglegum sjónarmiðum og reynslu af leikskólastarfi, hafa þó ekki náð nægri athygli í umræðunni. Þvert á móti virðist sem þarfir vinnumarkaðarins og kröfur um „plássfjölda“ og hagkvæmni séu teknar fram yfir hagsmuni barna. Þetta er áhyggjuefni, ekki síst þegar lausnir á borð við þær sem Haraldur leggur til – lausnir sem miða að því að bæta lífsgæði barna og fjölskyldna – eru hunsaðar. Þetta er ekki aðeins spurning um hvar börn eiga að vera á daginn – þetta er spurning um hvernig leikskólakerfið getur komið til móts við börn og fjölskyldur þeirra til lengri tíma. Lausnir sem miða að hraða uppbyggingu og hámarki plássafjölda eru skammtímalausnir sem líta fram hjá kjarnavandamálum kerfisins: Skort á fagfólki, ófullnægjandi innviðum og stefnu sem virðist einblína á hagkvæmni fremur en samfélagsleg gildi. Hvert stefnum við sem samfélag? Leikskólinn á að vera einn af hornsteinum samfélagsins – ekki bráðabirgðalausn sem þjóni fyrst og fremst þörfum vinnumarkaðarins. Lausnir sem byggja á hraða, útþenslu og aðkomu stórfyrirtækja tryggja ekki gæði eða jafnræði í leikskólum. Þvert á móti grafa þær undan þeim grunngildum sem leikskólinn á að standa fyrir. Ég skora á þá sem hafa fengið umboð almennings til að leiða menntamálin – þar á meðal leikskólamálefnin – að taka þessar ábendingar alvarlega. Rýnið í tillögur Haraldar, ekki til að gleypa þær hráar, heldur til að meta hvort þær samræmist farsældarlögum, Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og lögum um leikskóla. Þótt tillögur hans verði ekki samþykktar þegjandi og hljóðalaust, gætu þær verið upphafið að mikilvægri umræðu sem byggir á öðrum sjónarmiðum en hagkvæmni og arðbærni. Slík umræða gæti opnað fyrir möguleikann á að finna nýjar lausnir sem taka mið af gæðum, samfélagslegri ábyrgð og farsæld barna. Með því að vanda stefnumótun og horfa til langtímalausna sem setja börnin í fyrsta sæti, getum við lagt grunn að leikskólakerfi sem þjónar samfélagsheildinni – ekki aðeins vinnumarkaðinum. Við verðum því að staldra við og spyrja hvort núverandi stefna, sem leggur áherslu á magn og hraða, geti raunverulega stuðlað að því að leikskólakerfið verði vettvangur gæðastarfs sem byggir undir farsæld barna. Gæði leikskólastarfs verða ekki tryggð með yfirborðslausnum eða skammtímahugsun – þau krefjast markvissrar uppbyggingar þar sem fagfólk er í forgrunni og innviðir styðja við þau gildi sem leikskólinn á að standa fyrir. Höfundur er lektor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Sjá meira
Leikskólakerfið á Íslandi stendur frammi fyrir vanda sem kallar á dýpri umræðu og skýrari stefnu. Þrátt fyrir mikilvægi leikskólans sem samfélagslegrar grunnstoðar hefur áherslan oftar en ekki beinst að hraðri útþenslu og skyndilausnum í stað þess að rýna í það sem raunverulega skiptir máli: gæði, fagmennska og farsæld barna. Við sjáum hvernig stór orð og loforð um fleiri leikskólapláss hafa verið gerð að kjarnanum í stefnumótun síðustu ára. En á meðan loforðin hrannast upp, standa leikskólarnir frammi fyrir skorti á fagfólki, ófullnægjandi innviðum og kerfi sem er ekki í stakk búið til að uppfylla það sem leikskólastarf á að vera: umhverfi þar sem börn fá að þroskast, læra og njóta. Hraði umfram gæði: Hvað fór úrskeiðis? Foreldrahópurinn sem skrifaði pistilinn „Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta“ vekur athygli á því hvernig stefna stjórnvalda hefur brugðist þeim grunngildum sem leikskólakerfið á að byggja á. Þau benda á ósamræmið í því að Reykjavíkurborg skuli leggja áherslu á að byggja nýjan leikskóla í Elliðaárdal, á meðan hún á í erfiðleikum með að halda úti eðlilegri starfsemi í Brákaborg. Þetta er í samræmi við þá stefnu sem verið hefur í leikskólamálum undan farin ár sem virðist oftar snúast um að uppfylla fjöldatölur en að tryggja gæði og faglegt starf. Foreldrarnir benda jafnframt á að það er skortur á starfsfólki sem hamlar því að leikskólar geti sinnt hlutverki sínu. Kennarasamband Íslands hefur ítrekað varað við því að mikill skortur sé á leikskólakennurum – og það sé afleiðing hraðrar útþenslu kerfisins. Þegar sífellt yngri börn byrja fyrr í leikskóla til að „brúa bilið“ milli fæðingarorlofs og leikskóla, án þess að nægt fagfólk eða innviðir fylgi er hætt við að gæðin þynnist út. Hver ber ábyrgð á því þegar „lausnir“ kerfisins valda því að leikskólinn hættir að vera umhverfi þar sem leikur, menntun og vellíðan eru í forgrunni? Lausnir með börnin í forgrunni Haraldur F. Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, hefur komið með tillögur sem snúast um að setja gæði og farsæld í forgang. Hann hefur bent á að það þurfi að hægja á útþenslu kerfisins og skoða raunhæfar lausnir, eins og að lengja fæðingarorlof og innleiða þrepa skipulagða vistun þar sem dvalartími barna lengist í áföngum eftir aldri. Þessar tillögur miða að því að tryggja vellíðan barna og styðja við faglegt starf leikskólanna. Þessar tillögur, sem byggja á faglegum sjónarmiðum og reynslu af leikskólastarfi, hafa þó ekki náð nægri athygli í umræðunni. Þvert á móti virðist sem þarfir vinnumarkaðarins og kröfur um „plássfjölda“ og hagkvæmni séu teknar fram yfir hagsmuni barna. Þetta er áhyggjuefni, ekki síst þegar lausnir á borð við þær sem Haraldur leggur til – lausnir sem miða að því að bæta lífsgæði barna og fjölskyldna – eru hunsaðar. Þetta er ekki aðeins spurning um hvar börn eiga að vera á daginn – þetta er spurning um hvernig leikskólakerfið getur komið til móts við börn og fjölskyldur þeirra til lengri tíma. Lausnir sem miða að hraða uppbyggingu og hámarki plássafjölda eru skammtímalausnir sem líta fram hjá kjarnavandamálum kerfisins: Skort á fagfólki, ófullnægjandi innviðum og stefnu sem virðist einblína á hagkvæmni fremur en samfélagsleg gildi. Hvert stefnum við sem samfélag? Leikskólinn á að vera einn af hornsteinum samfélagsins – ekki bráðabirgðalausn sem þjóni fyrst og fremst þörfum vinnumarkaðarins. Lausnir sem byggja á hraða, útþenslu og aðkomu stórfyrirtækja tryggja ekki gæði eða jafnræði í leikskólum. Þvert á móti grafa þær undan þeim grunngildum sem leikskólinn á að standa fyrir. Ég skora á þá sem hafa fengið umboð almennings til að leiða menntamálin – þar á meðal leikskólamálefnin – að taka þessar ábendingar alvarlega. Rýnið í tillögur Haraldar, ekki til að gleypa þær hráar, heldur til að meta hvort þær samræmist farsældarlögum, Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og lögum um leikskóla. Þótt tillögur hans verði ekki samþykktar þegjandi og hljóðalaust, gætu þær verið upphafið að mikilvægri umræðu sem byggir á öðrum sjónarmiðum en hagkvæmni og arðbærni. Slík umræða gæti opnað fyrir möguleikann á að finna nýjar lausnir sem taka mið af gæðum, samfélagslegri ábyrgð og farsæld barna. Með því að vanda stefnumótun og horfa til langtímalausna sem setja börnin í fyrsta sæti, getum við lagt grunn að leikskólakerfi sem þjónar samfélagsheildinni – ekki aðeins vinnumarkaðinum. Við verðum því að staldra við og spyrja hvort núverandi stefna, sem leggur áherslu á magn og hraða, geti raunverulega stuðlað að því að leikskólakerfið verði vettvangur gæðastarfs sem byggir undir farsæld barna. Gæði leikskólastarfs verða ekki tryggð með yfirborðslausnum eða skammtímahugsun – þau krefjast markvissrar uppbyggingar þar sem fagfólk er í forgrunni og innviðir styðja við þau gildi sem leikskólinn á að standa fyrir. Höfundur er lektor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun