Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar 19. janúar 2025 11:03 Þegar ný ríkisstjórn tók við var settur saman stjórnarsáttmáli þar sem ríkisstjórnin lýsti því hvernig hún hygðist ná markmiðum sínum. Að sjálfsögðu eru menntamálin þar með, enda eru þau grundvallarforsenda fyrir því að hér geti t.d. þrifist þróað atvinnulíf og já, bara almennt þjóðlíf. Almennt telja stjórnmálamenn menntun vera forsendu framfara í samfélögum, þeir tala að minnsta kosti með slíkum hætti á hátíðarstundum. Í þeim málaflokki ætlar ,,Valkyrjustjórnin“ að ná markmiðum sínum með...,,því að hefja sókn í menntamálum og bæta umhverfi nemenda og kennara. Lögð verður áhersla á íslenskukennslu, læsi og aðgengi að fjölbreyttum námsgögnum....Framhaldsskólar og háskólar fá stuðning til að efla menntun, nýsköpun og aðgengi um allt land, auk þess sem hugað verður sérstaklega að iðn- og verknámi, sí- og endurmenntun og raunfærnimati“ (Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins, 2024). Þetta eru stór orð. Á sama tíma (núna) er hins vegar allt botnfrosið í viðræðum Kennarasambands Íslands, ríkis og sveitarfélaga. Og hver er ástæðan? Jú, ,,hið opinbera“ vill ekki efna loforð sem það gaf menntunarstéttum þessa lands árið 2016 og kvað á um jöfnun launa á milli markaða, þ.e.a.s. að opinberir starfsmenn sem vinna við menntunarstörf (og eru sérfræðingar á sínu sviði) fái sömu launakjör og sérfræðingar á hinum almenna vinnumarkaði. Stjórnmálamenn eru mjög góðir í því að gefa loforð, en því miður eru þeir alveg jafngóðir (jafnvel betri) í að svíkja þau. Hér virðist það vera raunin og framhaldsskólakennarar eru nú búnir að vera samningslausir frá því síðasta vor. Og eru fúlir, það er bara þannig. Enda finnst fólki ekkert gaman að fá loforð, sem ekki eru efnd. Eiga kennarar svo bara að hefja ,,sókn í menntamálum“? Hvers konar ,,taktík“ er það eiginlega? Eiga allir að mæta brosandi í vinnuna og ekkert gerist í kjaramálum? Er þetta stuðningurinn til að ,,efla menntun og nýsköpun“? Er svona farið að því? Ó, nei. Í raun má segja að kjaramál kennara (og þeirra einfalda beiðni um að orð skuli standa) sé fyrsta stóra verkefni nýrrar ríkisstjórnar. Ætlar hún að falla á því prófi? Vonandi ekki. Það væri að minnsta kosti mun skemmtilegra að geta gefið stjórninni hreina tíu fyrir vel unnið verk(efni), þ.e.a.s. að semja við kennara og uppfylla gefin loforð. Eigum við ekki að stefna á það Kristrún, Inga og Þorgerður (fyrrum menntamálaráðherra)? Koma svo...! Höfundur er framhaldsskólakennari og annar trúnaðarmanna í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Þegar ný ríkisstjórn tók við var settur saman stjórnarsáttmáli þar sem ríkisstjórnin lýsti því hvernig hún hygðist ná markmiðum sínum. Að sjálfsögðu eru menntamálin þar með, enda eru þau grundvallarforsenda fyrir því að hér geti t.d. þrifist þróað atvinnulíf og já, bara almennt þjóðlíf. Almennt telja stjórnmálamenn menntun vera forsendu framfara í samfélögum, þeir tala að minnsta kosti með slíkum hætti á hátíðarstundum. Í þeim málaflokki ætlar ,,Valkyrjustjórnin“ að ná markmiðum sínum með...,,því að hefja sókn í menntamálum og bæta umhverfi nemenda og kennara. Lögð verður áhersla á íslenskukennslu, læsi og aðgengi að fjölbreyttum námsgögnum....Framhaldsskólar og háskólar fá stuðning til að efla menntun, nýsköpun og aðgengi um allt land, auk þess sem hugað verður sérstaklega að iðn- og verknámi, sí- og endurmenntun og raunfærnimati“ (Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins, 2024). Þetta eru stór orð. Á sama tíma (núna) er hins vegar allt botnfrosið í viðræðum Kennarasambands Íslands, ríkis og sveitarfélaga. Og hver er ástæðan? Jú, ,,hið opinbera“ vill ekki efna loforð sem það gaf menntunarstéttum þessa lands árið 2016 og kvað á um jöfnun launa á milli markaða, þ.e.a.s. að opinberir starfsmenn sem vinna við menntunarstörf (og eru sérfræðingar á sínu sviði) fái sömu launakjör og sérfræðingar á hinum almenna vinnumarkaði. Stjórnmálamenn eru mjög góðir í því að gefa loforð, en því miður eru þeir alveg jafngóðir (jafnvel betri) í að svíkja þau. Hér virðist það vera raunin og framhaldsskólakennarar eru nú búnir að vera samningslausir frá því síðasta vor. Og eru fúlir, það er bara þannig. Enda finnst fólki ekkert gaman að fá loforð, sem ekki eru efnd. Eiga kennarar svo bara að hefja ,,sókn í menntamálum“? Hvers konar ,,taktík“ er það eiginlega? Eiga allir að mæta brosandi í vinnuna og ekkert gerist í kjaramálum? Er þetta stuðningurinn til að ,,efla menntun og nýsköpun“? Er svona farið að því? Ó, nei. Í raun má segja að kjaramál kennara (og þeirra einfalda beiðni um að orð skuli standa) sé fyrsta stóra verkefni nýrrar ríkisstjórnar. Ætlar hún að falla á því prófi? Vonandi ekki. Það væri að minnsta kosti mun skemmtilegra að geta gefið stjórninni hreina tíu fyrir vel unnið verk(efni), þ.e.a.s. að semja við kennara og uppfylla gefin loforð. Eigum við ekki að stefna á það Kristrún, Inga og Þorgerður (fyrrum menntamálaráðherra)? Koma svo...! Höfundur er framhaldsskólakennari og annar trúnaðarmanna í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar