Neymar gekk til liðs við Al Hilal haustið 2023 en hefur aðeins leikið sjö leiki með liðinu síðan þá vegna meiðsla. Fyrst sleit hann krossband og meiddist svo aftur í nóvember þegar hann kom til baka eftir krossbandsslitin.
🚨🧨 Neymar Jr, close to returning to Santos as the Brazilian club has now submitted formal loan proposal!
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 19, 2025
Santos are waiting for green light from Al Hilal, timing depends on the Saudi club.
Santos, way ahead of Chicago Fire in Ney race as @diariodopeixe @clmerlo called. pic.twitter.com/ohn8NwF2hV
Samningur hans við Al Hilal rennur út í sumar og þrátt fyrir að Neymar hafi þénað vel í Sádí Arabíu er ekki talið líklegt að hann framlengi samninginn ef liðið hefur á annað borð áhuga á að halda honum. Hann er sem sakir standa ekki skráður í leikmannahóp liðsins í deildinni þar sem liðið hefur fullnýtt heimild sína til að skrá erlenda leikmenn í hópinn.