Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Atli Ísleifsson skrifar 20. janúar 2025 07:54 Appelsínugular og gular viðvaranir eru víða i gildi á landinu. Myndin er úr safni. Vísir/Jóhann K. Víða er ófært á landinu vegna norðaustanhríðarinnar en appelsínugular og gular veðurviðvaranir eru í gildi á stærstum hluta landsins fram eftir degi. Á vef Vegagerðinnar segir að á Vestfjörðum sé hálka, hálkublettir eða snjóþekja á nokkrum leiðum. Þæfingur sé í Súgandafirði en ófært á Klettshálsi, Steingrímsfjarðarheiði, á Þröskuldum og á Gemlufallsheiði. Vegurinn um Dynjandisheiði er sömuleiðis ófær vegna snjóa. Ófært er á Siglufjarðarvegi og er þæfingur víða í Eyjafirði með snjókomu en snjóþekja, hálka eða hálkublettir eru víðast hvar á vegum á Norðurlandi. Öxnadalsheiði er sömuleiðis lokuð og koma næstu upplýsingar um klukkan 10. Ófært er yfir Mývatns- og Möðrudalsöræfi og koma næstu upplýsingar klukkan 13. Þæfingur, snjóþekja eða hálka er víðast hvar á vegum og töluverður skafrenningur. Ófært er á Hófaskarði, Hólaheiði. Appelsínugul veðurviðvörun frá Veðurstofu Íslands er í gildi á svæðinu. Snjóþekja, þæfingur eða þungfært er á flestum leiðum á Austurlandi sem ekki eru ófærar eða lokaðar. Ófært er á Vatnsskarði eystra, Öxi og Breiðdalsheiði sem og milli Breiðdalsvíkur og Þvottár. Appelsínugul veðurviðvörun frá Veðurstofu Íslands er í gildi á svæðinu. Vegurinn í Norðfjörð fyrir austan er lokaður. Þá er hringvegurinn lokaður á milli Stöðvarfjarðar og Breiðdalsvíkur þar sem snjóflóð hefur fallið yfir veginn í Kambanesskriðum. Næstu upplýsingar koma um klukkan 10. Þá er hringvegurinn lokaður milli Hafnar og Djúpavogs þar sem snjóflóð hefur fallið í Hvalnesskriðum. Vegurinn um Fjarðarheiði er sömuleiðis lokaður. Um höfuðborgarsvæðið segir að eftir hitabreytingar undanfarna daga hafi myndast slæmar holur víða. Vegfarendur er beðnir að hafa það í huga og aka varlega. Unnið er að viðgerðum eins og hratt og hægt er. Á Suðurlandi er hálka eða hálkublettir er á flestum vegum. Færð á vegum Tengdar fréttir Áfram norðaustanhríð og appelsínugular viðvaranir Gera má ráð fyrir nokkuð hvassri norðaustanátt með hríðarveðri á Norðaustur og Austurlandi í dag, en éljum norðvestantil. Lægðin sem stjórnar veðrinu er fyrir sunnan land og hún fjarlægist smám saman. 20. janúar 2025 07:15 Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Rýma þarf svæði í Neskaupstað og á Seyðisfirði vegna mikillar snjóflóðahættu. Veðurstofa Íslands telur mikla hættu á snjóflóðum á svæðinu næstu daga. Appelsínugul veðurviðvörun er í gildi. 19. janúar 2025 11:09 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Fleiri fréttir Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Sjá meira
Á vef Vegagerðinnar segir að á Vestfjörðum sé hálka, hálkublettir eða snjóþekja á nokkrum leiðum. Þæfingur sé í Súgandafirði en ófært á Klettshálsi, Steingrímsfjarðarheiði, á Þröskuldum og á Gemlufallsheiði. Vegurinn um Dynjandisheiði er sömuleiðis ófær vegna snjóa. Ófært er á Siglufjarðarvegi og er þæfingur víða í Eyjafirði með snjókomu en snjóþekja, hálka eða hálkublettir eru víðast hvar á vegum á Norðurlandi. Öxnadalsheiði er sömuleiðis lokuð og koma næstu upplýsingar um klukkan 10. Ófært er yfir Mývatns- og Möðrudalsöræfi og koma næstu upplýsingar klukkan 13. Þæfingur, snjóþekja eða hálka er víðast hvar á vegum og töluverður skafrenningur. Ófært er á Hófaskarði, Hólaheiði. Appelsínugul veðurviðvörun frá Veðurstofu Íslands er í gildi á svæðinu. Snjóþekja, þæfingur eða þungfært er á flestum leiðum á Austurlandi sem ekki eru ófærar eða lokaðar. Ófært er á Vatnsskarði eystra, Öxi og Breiðdalsheiði sem og milli Breiðdalsvíkur og Þvottár. Appelsínugul veðurviðvörun frá Veðurstofu Íslands er í gildi á svæðinu. Vegurinn í Norðfjörð fyrir austan er lokaður. Þá er hringvegurinn lokaður á milli Stöðvarfjarðar og Breiðdalsvíkur þar sem snjóflóð hefur fallið yfir veginn í Kambanesskriðum. Næstu upplýsingar koma um klukkan 10. Þá er hringvegurinn lokaður milli Hafnar og Djúpavogs þar sem snjóflóð hefur fallið í Hvalnesskriðum. Vegurinn um Fjarðarheiði er sömuleiðis lokaður. Um höfuðborgarsvæðið segir að eftir hitabreytingar undanfarna daga hafi myndast slæmar holur víða. Vegfarendur er beðnir að hafa það í huga og aka varlega. Unnið er að viðgerðum eins og hratt og hægt er. Á Suðurlandi er hálka eða hálkublettir er á flestum vegum.
Færð á vegum Tengdar fréttir Áfram norðaustanhríð og appelsínugular viðvaranir Gera má ráð fyrir nokkuð hvassri norðaustanátt með hríðarveðri á Norðaustur og Austurlandi í dag, en éljum norðvestantil. Lægðin sem stjórnar veðrinu er fyrir sunnan land og hún fjarlægist smám saman. 20. janúar 2025 07:15 Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Rýma þarf svæði í Neskaupstað og á Seyðisfirði vegna mikillar snjóflóðahættu. Veðurstofa Íslands telur mikla hættu á snjóflóðum á svæðinu næstu daga. Appelsínugul veðurviðvörun er í gildi. 19. janúar 2025 11:09 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Fleiri fréttir Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Sjá meira
Áfram norðaustanhríð og appelsínugular viðvaranir Gera má ráð fyrir nokkuð hvassri norðaustanátt með hríðarveðri á Norðaustur og Austurlandi í dag, en éljum norðvestantil. Lægðin sem stjórnar veðrinu er fyrir sunnan land og hún fjarlægist smám saman. 20. janúar 2025 07:15
Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Rýma þarf svæði í Neskaupstað og á Seyðisfirði vegna mikillar snjóflóðahættu. Veðurstofa Íslands telur mikla hættu á snjóflóðum á svæðinu næstu daga. Appelsínugul veðurviðvörun er í gildi. 19. janúar 2025 11:09