Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Bjarki Sigurðsson skrifar 20. janúar 2025 12:18 Frá Seyðisfirði í snjóflóðunum árið 2023. Vísir/Sigurjón Þrjú stór flóð féllu fyrir ofan Neskaupstað í nótt. Rýmingar eru enn í gildi í bænum og á Seyðisfirði vegna snjóflóðahættu. Rýma á tvær blokkir til viðbótar á Seyðisfirði í dag. Forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar segir rýmingarnar hafa tekið á íbúa. Hundrað og sjötíu manns búa á þeim svæðum sem voru rýmd í Neskaupstað og Seyðisfirði í gær. Þeir voru allir með húsaskjól í nótt en rýmingin er enn í gildi og verður staðan endurmetin seinna í dag. Þrjú stór snjóflóð féllu fyrir ofan Neskaupstað í nótt. Flóðin runnu að keiluröð ofan varnargarðanna en þau voru ekki nægilega kraftmikil til að ná að görðunum sjálfum. Síðdegis í gær voru björgunarsveitir ræstar út vegna fjölda fólks í vandræðum á Fjarðarheiði. Ruðningstæki sat fast við Efri staf og nokkrir bílar á eftir sem komust hvergi. Að lokum tókst að koma öllum niður í byggð af heiðinni en vegurinn um hana er nú lokaður. Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, er búsettur í Neskaupstað. Hann segir það hafa dregið úr úrkomunni en að ótrúlegu magni af snjó hafi kyngt niður yfir nóttina. „Það er að koma úrkomubakki inn á landið, nú seinnipartinn, sem muni skila frá sér heilmikilli úrkomu. En svo á þetta allt um garð gengið með nóttinni og á morgun. Þannig við bíðum frétta þar. En sem stendur hafa engar ákvarðanir um frekari rýmingar verið teknar,“ segir Jón Björn. Jón Björn Hákonarson er forseti bæjarstjórnar Fjallabyggðar.Vísir/Sigurjón Rýmingin tók á fólk. „Það er auðvitað heilmikil aðgerð að rýma hús og biðja fólk um að yfirgefa hús sín. En mér finnst heilt yfir fólk hafa tekið þessu með miklu æðruleysi. En að auðvitað hefur það alltaf áhrif,“ segir Jón Björn. Öflugt fólk tók til hendinni við grunnskólann á Þórshöfn í morgun.Grunnskólinn á Þórshöfn Guðjón Már Jónsson, björgunarsveitarmaður á Seyðisfirði, segir að vonast sé til þess að veðrinu lægi seinnipartinn. Hins vegar þurfi að rýma fleiri svæði. „Það eru að fara í gang meiri rýmingar hér á Seyðisfirði,“ segir Guðjón Már. „Það eru tvær blokkir hérna, við Gilsbakka og Hamrabakka.“ Guðjón Már Jónsson, björgunarsveitarmaður á Seyðisfirði.Vísir/Sigurjón Upp á síðkastið hefur verið unnið að byggingu leiðigarðs fyrir ofan blokkirnar en það vantar upp á að efsta svæði garðsins sé komið í fulla hæð. Veðrið á að skána nokkru eftir miðnætti eða seint í kvöld. Gera má ráð fyrir því að það dragi úr snjóflóðahættu á svæðinu í framhaldi af því. Frá Fjarðarheiði í gær.Landsbjörg Tilkynning frá lögreglunni á Austurlandi sem send var á fjölmiðla klukkan 12:25: Mikið hefur snjóað á Austfjörðum í gær og nótt, sérstaklega á Seyðisfirði. Síðla nætur dró úr ofankomu en gert er ráð fyrir að hún aukist eftir hádegi og haldi áfram fram yfir miðnætti. Því hefur verið ákveðið að rýma fjögur hús í Bakkahverfi á Seyðisfirði norðan Fjarðarár til viðbótar við rýmingu húsa undir Strandartindi frá í gær. Ofan Bakkahverfis er unnið að byggingu leiðigarðs sem nefndur hefur verið Bakkagarður. Enn vantar upp á að efstu 200 metrar garðsins séu komnir í fulla hæð og eru húsin sem rýmd verða undir þessum hluta hans. Veðurspá gerir ráð fyrir að veðrinu sloti nokkru eftir miðnætti eða seint í kvöld. Gera má ráð fyrir að dragi úr snjóflóðahættu á Austfjörðum í framhaldi af því. Björgunarsveitarmenn eru í þessum töluðu orðum að ganga í þau tvö fjölbýlishús sem verða rýmd, að Gilsbakka 1 og Hamrabakka 8, 10 og 12 og veita íbúum leiðbeiningar varðandi atriði sem gott er að hafa í huga við rýmingu. Fjöldahjálparstöð er opin í Herðubreið. Rýming tekur gildi klukkan 14:00. Múlaþing Fjarðabyggð Snjóflóð á Íslandi Veður Náttúruhamfarir Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Fleiri fréttir Sögð hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Sjá meira
Hundrað og sjötíu manns búa á þeim svæðum sem voru rýmd í Neskaupstað og Seyðisfirði í gær. Þeir voru allir með húsaskjól í nótt en rýmingin er enn í gildi og verður staðan endurmetin seinna í dag. Þrjú stór snjóflóð féllu fyrir ofan Neskaupstað í nótt. Flóðin runnu að keiluröð ofan varnargarðanna en þau voru ekki nægilega kraftmikil til að ná að görðunum sjálfum. Síðdegis í gær voru björgunarsveitir ræstar út vegna fjölda fólks í vandræðum á Fjarðarheiði. Ruðningstæki sat fast við Efri staf og nokkrir bílar á eftir sem komust hvergi. Að lokum tókst að koma öllum niður í byggð af heiðinni en vegurinn um hana er nú lokaður. Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, er búsettur í Neskaupstað. Hann segir það hafa dregið úr úrkomunni en að ótrúlegu magni af snjó hafi kyngt niður yfir nóttina. „Það er að koma úrkomubakki inn á landið, nú seinnipartinn, sem muni skila frá sér heilmikilli úrkomu. En svo á þetta allt um garð gengið með nóttinni og á morgun. Þannig við bíðum frétta þar. En sem stendur hafa engar ákvarðanir um frekari rýmingar verið teknar,“ segir Jón Björn. Jón Björn Hákonarson er forseti bæjarstjórnar Fjallabyggðar.Vísir/Sigurjón Rýmingin tók á fólk. „Það er auðvitað heilmikil aðgerð að rýma hús og biðja fólk um að yfirgefa hús sín. En mér finnst heilt yfir fólk hafa tekið þessu með miklu æðruleysi. En að auðvitað hefur það alltaf áhrif,“ segir Jón Björn. Öflugt fólk tók til hendinni við grunnskólann á Þórshöfn í morgun.Grunnskólinn á Þórshöfn Guðjón Már Jónsson, björgunarsveitarmaður á Seyðisfirði, segir að vonast sé til þess að veðrinu lægi seinnipartinn. Hins vegar þurfi að rýma fleiri svæði. „Það eru að fara í gang meiri rýmingar hér á Seyðisfirði,“ segir Guðjón Már. „Það eru tvær blokkir hérna, við Gilsbakka og Hamrabakka.“ Guðjón Már Jónsson, björgunarsveitarmaður á Seyðisfirði.Vísir/Sigurjón Upp á síðkastið hefur verið unnið að byggingu leiðigarðs fyrir ofan blokkirnar en það vantar upp á að efsta svæði garðsins sé komið í fulla hæð. Veðrið á að skána nokkru eftir miðnætti eða seint í kvöld. Gera má ráð fyrir því að það dragi úr snjóflóðahættu á svæðinu í framhaldi af því. Frá Fjarðarheiði í gær.Landsbjörg Tilkynning frá lögreglunni á Austurlandi sem send var á fjölmiðla klukkan 12:25: Mikið hefur snjóað á Austfjörðum í gær og nótt, sérstaklega á Seyðisfirði. Síðla nætur dró úr ofankomu en gert er ráð fyrir að hún aukist eftir hádegi og haldi áfram fram yfir miðnætti. Því hefur verið ákveðið að rýma fjögur hús í Bakkahverfi á Seyðisfirði norðan Fjarðarár til viðbótar við rýmingu húsa undir Strandartindi frá í gær. Ofan Bakkahverfis er unnið að byggingu leiðigarðs sem nefndur hefur verið Bakkagarður. Enn vantar upp á að efstu 200 metrar garðsins séu komnir í fulla hæð og eru húsin sem rýmd verða undir þessum hluta hans. Veðurspá gerir ráð fyrir að veðrinu sloti nokkru eftir miðnætti eða seint í kvöld. Gera má ráð fyrir að dragi úr snjóflóðahættu á Austfjörðum í framhaldi af því. Björgunarsveitarmenn eru í þessum töluðu orðum að ganga í þau tvö fjölbýlishús sem verða rýmd, að Gilsbakka 1 og Hamrabakka 8, 10 og 12 og veita íbúum leiðbeiningar varðandi atriði sem gott er að hafa í huga við rýmingu. Fjöldahjálparstöð er opin í Herðubreið. Rýming tekur gildi klukkan 14:00.
Múlaþing Fjarðabyggð Snjóflóð á Íslandi Veður Náttúruhamfarir Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Fleiri fréttir Sögð hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Sjá meira