Risa endurkoma eftir áratug í dvala Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 20. janúar 2025 16:30 Cameron Diaz skein skært á fjólubláum dregli á frumsýningu Back in Action í Berlín. Tristar Media/WireImage Stórstjarnan Cameron Diaz var ein vinsælasta gamanleikkona allra tíma þegar hún ákvað að taka sér pásu frá kvikmyndum. Nú áratugi síðar er hún mætt aftur á skjáinn í hasarmyndinni Back In Action. Kvikmyndin segir frá kærustupari sem störfuðu hjá leynilögreglu Bandaríkjanna CSI. Hjúin fara í felur og eignast fjölskyldu. Mörgum árum síðar neyðast þau til þess að dusta rykið af byssunum til þess að lifa af og vísar titillinn til þess að vera mætt aftur í hasarinn. Á það vel við um feril Diaz sömuleiðis en hún leikur á móti góðum vini sínum Jamie Foxx. View this post on Instagram A post shared by Netflix US (@netflix) Síðasta kvikmynd Cameron Diaz var Annie sem kom út árið 2014. Fjórum árum síðar gaf hún út tilkynningu þar sem hún tjáði aðdáendum sínum að hún ætlaði sér að taka kærkomið hlé frá kvikmyndum. „Ég þurfti að staldra við og skoða hvernig ég vildi lifa lífinu. Þegar þú ert í tökum á bíómynd þá eiga þau þig. Þú ert þarna í tólf klukkutíma á dag marga mánuði í röð og þú hefur engan tíma fyrir neitt annað. Ég varð að vita að ég kynni að hugsa um sjálfa mig og að ég kynni að haga mér eins og fullorðin manneskja án þess að vera stöðugt í tökum,“ sagði Diaz í hlaðvarpsviðtali um ákvörðunina. Hún tók þó aldrei fyrir það að leika aftur en nýtti áratuginn vel með eiginmanni sínum Benji Madden og tveimur börnum þeirra hjóna. Sömuleiðis dýfði hún tánum inn í heilsubransann, framleiddi náttúruvín og margt fleira. „Ég gef mér leyfi til þess að segja nei við verkefnum en ég gef mér líka leyfi til þess að segja já ef mig langar til þess,“ segir Diaz sátt við ákvörðun sína um að byrja aftur að leika. Cameron Diaz rokkaði svartan Gucci klæðnað í Berlín og hefði eflaust flogið inn á alræmda teknóklúbbinn Berghain í borginni.Tristar Media/WireImage Hún naut sín vel á fjólubláum dregli frumsýningarinnar á Back In Action í Berlín. Þar klæddist hún svörtum fatnaði, víðum gallabuxum, gegnsærri Gucci blússu og stórum svörtum Gucci frakka úr vor/sumar 2025 línu tískuhússins. Hollywood Tíska og hönnun Bíó og sjónvarp Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Matur Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Lífið Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Sjá meira
Kvikmyndin segir frá kærustupari sem störfuðu hjá leynilögreglu Bandaríkjanna CSI. Hjúin fara í felur og eignast fjölskyldu. Mörgum árum síðar neyðast þau til þess að dusta rykið af byssunum til þess að lifa af og vísar titillinn til þess að vera mætt aftur í hasarinn. Á það vel við um feril Diaz sömuleiðis en hún leikur á móti góðum vini sínum Jamie Foxx. View this post on Instagram A post shared by Netflix US (@netflix) Síðasta kvikmynd Cameron Diaz var Annie sem kom út árið 2014. Fjórum árum síðar gaf hún út tilkynningu þar sem hún tjáði aðdáendum sínum að hún ætlaði sér að taka kærkomið hlé frá kvikmyndum. „Ég þurfti að staldra við og skoða hvernig ég vildi lifa lífinu. Þegar þú ert í tökum á bíómynd þá eiga þau þig. Þú ert þarna í tólf klukkutíma á dag marga mánuði í röð og þú hefur engan tíma fyrir neitt annað. Ég varð að vita að ég kynni að hugsa um sjálfa mig og að ég kynni að haga mér eins og fullorðin manneskja án þess að vera stöðugt í tökum,“ sagði Diaz í hlaðvarpsviðtali um ákvörðunina. Hún tók þó aldrei fyrir það að leika aftur en nýtti áratuginn vel með eiginmanni sínum Benji Madden og tveimur börnum þeirra hjóna. Sömuleiðis dýfði hún tánum inn í heilsubransann, framleiddi náttúruvín og margt fleira. „Ég gef mér leyfi til þess að segja nei við verkefnum en ég gef mér líka leyfi til þess að segja já ef mig langar til þess,“ segir Diaz sátt við ákvörðun sína um að byrja aftur að leika. Cameron Diaz rokkaði svartan Gucci klæðnað í Berlín og hefði eflaust flogið inn á alræmda teknóklúbbinn Berghain í borginni.Tristar Media/WireImage Hún naut sín vel á fjólubláum dregli frumsýningarinnar á Back In Action í Berlín. Þar klæddist hún svörtum fatnaði, víðum gallabuxum, gegnsærri Gucci blússu og stórum svörtum Gucci frakka úr vor/sumar 2025 línu tískuhússins.
Hollywood Tíska og hönnun Bíó og sjónvarp Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Matur Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Lífið Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Sjá meira