Handbolti

Bein út­sending: Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena

Sindri Sverrisson skrifar
Það er líf og fjör í Zagreb í dag enda stórleikur á dagskrá.
Það er líf og fjör í Zagreb í dag enda stórleikur á dagskrá. VÍSIR/VILHELM

Það styttist óðum í stórleik Íslands og Slóveníu í kvöld, lokaumferð G-riðils á HM karla í handbolta. Vísir er í Zagreb og hittir þar stuðningsmenn í beinni útsendingu.

Upphitun stuðningsmanna er hafin í Zagreb og leikurinn sjálfur, sem sker úr um það hvort liðanna kemst með fjögur stig áfram í milliriðlakeppnina, hefst svo klukkan 19:30 að íslenskum tíma.

Teymi Vísis er á Johann Frank, í miðborg Zagreb, og bein útsending frá stuðningsmannagleðinni hefst um klukkan 16, í spilaranum hér að neðan.

Íslenskir stuðningsmenn hafa stutt vel við strákana okkar og þeim á svo sannarlega eftir að fjölga í þessari viku.

Ísland og Slóvenía unnu bæði stórsigra gegn Grænhöfðaeyjum og Kúbu í fyrstu leikjum sínum á HM. Sigurliðið í kvöld kemur sér í afar góð mál fyrir keppni í milliriðli, þar sem bíða leikir við Króatíu, Egyptaland og Argentínu. Tvö lið komast áfram úr milliriðlinum í 8-liða úrslit mótsins.


Tengdar fréttir

„Núna byrjar alvaran“

Eftir tvo einfalda leiki hefst alvaran hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta er liðið mætir því slóvenska klukkan 19:30 í Zagreb í kvöld. Viktor Gísli Hallgrímsson hlakkar til.

„Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“

„Meiðslalega erum við fínir. Næstum allir með á æfingu en Bjarki aðeins meiddur í hnénu en ekkert alvarlegt. Ég held við höfum komist vel frá þessum fyrstu leikjum,“ segir landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson og nokkuð sáttur við fyrstu tvo skyldusigra mótsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×