„Skrifast á lélega nýtingu í dauðafærum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 19. janúar 2025 22:17 Dagur Sigurðsson var tekinn tali af fjölmörgum fjölmiðlum eftir leik og mikið kraðak á viðtalssvæðinu. Vísir/Vilhelm Dagur Sigurðsson, þjálfari króatíska landsliðsins í handbolta, var ósáttur við tap sinna manna fyrir sterku liði Egyptalands í Zagreb í kvöld en Króatar fara þá aðeins með tvö stig í milliriðil Íslands. Dagur á erfitt með að spá í leik Íslands og Slóveníu á morgun. „Þetta var erfitt kvöld, einhvern veginn datt ekkert með okkur. Fráköstin duttu einhvern veginn öll til þeirra svo fengu þeir að stjórna hraðanum líka vel. Voru sterkir. Maður verður bara að viðurkenna það, þeir voru virkilega sterkir.“ Dagur sá þó ljósa punkta í varnarleiknum en sóknarleikurinn var bras eins og hann orðaði það. Við spiluðum góða vörn. Markverðirnir okkar áttu ekki neitt sérstakan dag, ekki eins og maður er vanur. Sóknarleikurinn var bras, með eiginlega tvo nýja leikmenn á miðjunni og það kom aldrei neitt nægjanlegt flæði á það. Þannig að þetta var svona smá bras á okkur.“ Domagoj Duvnjak og Luka Cindrić eru báðir fjarri góðu gamni vegna meiðsla og Dagur staðfesti að þeir væru alveg frá. „Þeir eru báðir frá, ég geri ekki ráð fyrir þeim aftur. Það er svolítið högg fyrir okkur.“ Þarf að stilla liðið af upp á nýtt sóknarlega Verkefnið hjá Degi er núna að finna lausnir á þessu skorti á flæði í sókninni en hann virtist þó ekki hafa of miklar áhyggjur af því. „Það er vandamálið okkar og við finnum eitthvað út úr því. Við erum að fara inn á móti Íslandi og Slóveníu. Það verða bara hörku leikir. Ég er ágætlega bjartsýnn ef við náum að stilla okkur aðeins af, þá erum við sterkir. Við vorum oft í færum að komast inn í þennan leik og gera hann virkilega spennandi og einhvern veginn hentum því alltaf frá okkur. Það verður eiginlega að skrifast á lélega nýtingu í dauðafærum.“ Króatar lentu í hálfgerðum eltingaleik í kvöld og Dagur viðurkenndi að það hefði dregið orku úr hans mönnum. „Það gerir það. Tók svolítið úr mönnum en þeir börðust vel og ég var ánægður með varnarleikinn. Ef markvarslan kemur eins og hún er vön að vera þá er ég hvergi banginn.“ Dagur var að lokum spurður hvort hann væri til í að spá fyrir um úrslitin í leik Íslands og Slóveníu á morgun en hann svaraði því á eins diplómatískan hátt og hann gat. „Það er eiginlega ómögulegt sko. Ég sé nú Íslendinga kannski aðeins sterkari akkúrat núna en það hjálpar ekki neitt.“ HM karla í handbolta 2025 Handbolti Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Körfubolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata Handbolti Fleiri fréttir „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Sjá meira
„Þetta var erfitt kvöld, einhvern veginn datt ekkert með okkur. Fráköstin duttu einhvern veginn öll til þeirra svo fengu þeir að stjórna hraðanum líka vel. Voru sterkir. Maður verður bara að viðurkenna það, þeir voru virkilega sterkir.“ Dagur sá þó ljósa punkta í varnarleiknum en sóknarleikurinn var bras eins og hann orðaði það. Við spiluðum góða vörn. Markverðirnir okkar áttu ekki neitt sérstakan dag, ekki eins og maður er vanur. Sóknarleikurinn var bras, með eiginlega tvo nýja leikmenn á miðjunni og það kom aldrei neitt nægjanlegt flæði á það. Þannig að þetta var svona smá bras á okkur.“ Domagoj Duvnjak og Luka Cindrić eru báðir fjarri góðu gamni vegna meiðsla og Dagur staðfesti að þeir væru alveg frá. „Þeir eru báðir frá, ég geri ekki ráð fyrir þeim aftur. Það er svolítið högg fyrir okkur.“ Þarf að stilla liðið af upp á nýtt sóknarlega Verkefnið hjá Degi er núna að finna lausnir á þessu skorti á flæði í sókninni en hann virtist þó ekki hafa of miklar áhyggjur af því. „Það er vandamálið okkar og við finnum eitthvað út úr því. Við erum að fara inn á móti Íslandi og Slóveníu. Það verða bara hörku leikir. Ég er ágætlega bjartsýnn ef við náum að stilla okkur aðeins af, þá erum við sterkir. Við vorum oft í færum að komast inn í þennan leik og gera hann virkilega spennandi og einhvern veginn hentum því alltaf frá okkur. Það verður eiginlega að skrifast á lélega nýtingu í dauðafærum.“ Króatar lentu í hálfgerðum eltingaleik í kvöld og Dagur viðurkenndi að það hefði dregið orku úr hans mönnum. „Það gerir það. Tók svolítið úr mönnum en þeir börðust vel og ég var ánægður með varnarleikinn. Ef markvarslan kemur eins og hún er vön að vera þá er ég hvergi banginn.“ Dagur var að lokum spurður hvort hann væri til í að spá fyrir um úrslitin í leik Íslands og Slóveníu á morgun en hann svaraði því á eins diplómatískan hátt og hann gat. „Það er eiginlega ómögulegt sko. Ég sé nú Íslendinga kannski aðeins sterkari akkúrat núna en það hjálpar ekki neitt.“
HM karla í handbolta 2025 Handbolti Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Körfubolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata Handbolti Fleiri fréttir „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Sjá meira