Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. janúar 2025 09:02 Orri Freyr Þorkelsson hefur verið markahæsti leikmaður íslenska liðsins í tveimur fyrstu leikjunum. Vísir/Vilhelm Íslenska handboltalandsliðið gæti verið í furðulegri stöðu eftir leik kvöldsins á HM. Strákarnir okkar gætu nefnilega endað neðar en Slóvenar í riðlinum en verið samt ofar en Slóvenar í milliriðlinum. Úrslitin ráðast í kvöld í riðli Íslands á heimsmeistaramótinu í handbolta en þá fer fram lokaumferð G-riðilsins. Ísland og Slóvenía eru bæði komin áfram í milliriðil en mætast í kvöld í úrslitaleik riðilsins. Þetta er í raun fyrsti leikur liðanna í milliriðli því þau munu taka þessi úrslit með sér yfir í milliriðilinn, bæði stig og markatölu. Slóvenía og Ísland eru fyrir leik með jafnmörg stig og sama nettó í markatölu eftir tvo fyrstu leikina. Báðar þjóðir eru með fjögur stig og +34 í markatölu. Slóvenar eru hins vegar í fyrsta sætinu á fleiri mörkum skoruðum. Það þýðir líka að Slóvenum nægir jafntefli í kvöld til að vinna riðilinn. Þrátt fyrir þá staðreynd gæti íslenska liðið samt byrjað ofar í töflunni í milliriðlinum. Ástæðan fyrir því er að þjóðirnar taka úrslitin með sér á móti þeim þjóðum sem fara líka upp úr riðlinum. Komist Grænhöfðaeyjar áfram þá er það betra fyrir íslenska landsliðið. Ísland vann Grænhöfðaeyjar með þrettán marka mun en Slóvenar létu sér nægja tólf marka sigur. Slóvenar unnu Kúbu með 22 marka mun en íslenska liðið vann Kúbverja með 21 marks mun. Það hentar því Slóvenum örlítið betur ef Kúba vinnur Grænhöfðaeyjar í dag og tryggir sig inn í milliriðilinn. Geri Ísland og Slóvenía jafntefli og Grænhöfðaeyjar vinna Kúbu þá kemur fyrrnefnd staða upp. Slóvenía vinnur þá riðilinn en Ísland verður samt ofar en slóvenska liðið í milliriðlinum. Stigin tvö sem eru í boði í kvöld eru hins vegar íslenska liðinu lífsnauðsynleg í baráttunni um sæti í átta liða úrslitum keppninnar. Það verður því hart barist í leiknum í kvöld. HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Sjá meira
Úrslitin ráðast í kvöld í riðli Íslands á heimsmeistaramótinu í handbolta en þá fer fram lokaumferð G-riðilsins. Ísland og Slóvenía eru bæði komin áfram í milliriðil en mætast í kvöld í úrslitaleik riðilsins. Þetta er í raun fyrsti leikur liðanna í milliriðli því þau munu taka þessi úrslit með sér yfir í milliriðilinn, bæði stig og markatölu. Slóvenía og Ísland eru fyrir leik með jafnmörg stig og sama nettó í markatölu eftir tvo fyrstu leikina. Báðar þjóðir eru með fjögur stig og +34 í markatölu. Slóvenar eru hins vegar í fyrsta sætinu á fleiri mörkum skoruðum. Það þýðir líka að Slóvenum nægir jafntefli í kvöld til að vinna riðilinn. Þrátt fyrir þá staðreynd gæti íslenska liðið samt byrjað ofar í töflunni í milliriðlinum. Ástæðan fyrir því er að þjóðirnar taka úrslitin með sér á móti þeim þjóðum sem fara líka upp úr riðlinum. Komist Grænhöfðaeyjar áfram þá er það betra fyrir íslenska landsliðið. Ísland vann Grænhöfðaeyjar með þrettán marka mun en Slóvenar létu sér nægja tólf marka sigur. Slóvenar unnu Kúbu með 22 marka mun en íslenska liðið vann Kúbverja með 21 marks mun. Það hentar því Slóvenum örlítið betur ef Kúba vinnur Grænhöfðaeyjar í dag og tryggir sig inn í milliriðilinn. Geri Ísland og Slóvenía jafntefli og Grænhöfðaeyjar vinna Kúbu þá kemur fyrrnefnd staða upp. Slóvenía vinnur þá riðilinn en Ísland verður samt ofar en slóvenska liðið í milliriðlinum. Stigin tvö sem eru í boði í kvöld eru hins vegar íslenska liðinu lífsnauðsynleg í baráttunni um sæti í átta liða úrslitum keppninnar. Það verður því hart barist í leiknum í kvöld.
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Sjá meira