Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. janúar 2025 07:46 Mánagarði var lokað í kjölfar sýkingarinnar og leikskólinn þrifinn og sótthreinsaður. Vísir/Einar Matvælastofnun segir að komið hafi í ljós í kjölfar hópsýkingarinnar á leikskólanum Mánagarði í október síðastliðnum að nauðsynlegt væri að skerpa á þekkingu og meðvitund almennings og matvælaframleiðenda um mikilvægi réttar meðhöndlunar á kjöti. Þetta segir í tilkynningu á vef MAST. Allt að 45 börn veiktust í hópsýkingunni og fjöldi var lagður inn á sjúkrahús, þar af fimm á gjörgæslu. Heildarfjöldi þeirra sem veiktust var 49 en meðal smitaðra voru starfsmaður og fjölskyldumeðlimir barns á leikskólanum. Rannsókn leiddi í ljós shigatoxín-myndandi E. coli (STEC) í nautgripa- og lambahakki en hakkið reyndist hafa verið geymt of lengi við stofuhita og ekki eldað í gegn. mánMatvælastofnun og heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga (HES) hafa ákveðið að ráðast í tímabundið átaksverkefni til að auka vitund í samfélaginu og áherslu á eftirlit. Verkefnið mun standa yfir í tvö ár. „Við framleiðslu og framreiðslu kjöts bera allir í keðjunni, allt frá bónda til neytanda, ábyrgð á að tryggja matvælaöryggi, þ.m.t. að lágmarka E. coli mengun. Hreinir gripir þurfa að koma frá bónda, matvælaöryggiskerfi sláturhúsa og annarra matvælafyrirtækja þurfa að vera skilvirk og meðferð matvæla við matreiðslu þarf að vera rétt. Til að tryggja að svo sé þarf að vera til staðar fullnægjandi þekking og viðeigandi verkferlar,“ segir í tilkynningu á vef MAST. „Átaksverkefni MAST og HES beinist því að auka þekkingu og stuðla að bættum verkferlum fyrirtækjanna. Meginmarkmiðið með þessu er að minnka líkur á að sjúkdómsvaldandi E. coli (t.d. STEC (shigatoxín myndandi E. coli)) berist með kjöti í fólk, einkum börn og aðra viðkvæma hópa. Verkefnið kallar einnig á gerð og endurskoðun tiltekinna leiðbeininga. Vinna við framkvæmd átaksverkefnisins er hafin.“ E. coli-sýking á Mánagarði Heilbrigðismál Matvælaframleiðsla Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Fleiri fréttir Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu á vef MAST. Allt að 45 börn veiktust í hópsýkingunni og fjöldi var lagður inn á sjúkrahús, þar af fimm á gjörgæslu. Heildarfjöldi þeirra sem veiktust var 49 en meðal smitaðra voru starfsmaður og fjölskyldumeðlimir barns á leikskólanum. Rannsókn leiddi í ljós shigatoxín-myndandi E. coli (STEC) í nautgripa- og lambahakki en hakkið reyndist hafa verið geymt of lengi við stofuhita og ekki eldað í gegn. mánMatvælastofnun og heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga (HES) hafa ákveðið að ráðast í tímabundið átaksverkefni til að auka vitund í samfélaginu og áherslu á eftirlit. Verkefnið mun standa yfir í tvö ár. „Við framleiðslu og framreiðslu kjöts bera allir í keðjunni, allt frá bónda til neytanda, ábyrgð á að tryggja matvælaöryggi, þ.m.t. að lágmarka E. coli mengun. Hreinir gripir þurfa að koma frá bónda, matvælaöryggiskerfi sláturhúsa og annarra matvælafyrirtækja þurfa að vera skilvirk og meðferð matvæla við matreiðslu þarf að vera rétt. Til að tryggja að svo sé þarf að vera til staðar fullnægjandi þekking og viðeigandi verkferlar,“ segir í tilkynningu á vef MAST. „Átaksverkefni MAST og HES beinist því að auka þekkingu og stuðla að bættum verkferlum fyrirtækjanna. Meginmarkmiðið með þessu er að minnka líkur á að sjúkdómsvaldandi E. coli (t.d. STEC (shigatoxín myndandi E. coli)) berist með kjöti í fólk, einkum börn og aðra viðkvæma hópa. Verkefnið kallar einnig á gerð og endurskoðun tiltekinna leiðbeininga. Vinna við framkvæmd átaksverkefnisins er hafin.“
E. coli-sýking á Mánagarði Heilbrigðismál Matvælaframleiðsla Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Fleiri fréttir Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Sjá meira