Einhver heimili enn keyrð á varaafli Árni Sæberg skrifar 21. janúar 2025 16:57 Nokkur fjöldi rafmagnsstaura brotnaði í óveðrinu. RARIK Nokkrir viðskiptavinir RARIK á Austurlandi fá sem stendur afhent rafmagn með smærri varaflsvélum meðan verið er að gera við rafmagnslínur sem skemmdust í óveðrinu sem hófst á sunnudag. Í fréttatilkynningu frá RARIK segir að tugir staura hafi brotnað og nokkrar skemmdir hafi orðið á línum víðsvegar á Austfjörðum í miklu óveðri sem hófst sunnudaginn 19. janúar. Verra en búist var við Framkvæmdaflokkar fyrirtækisins hafi verið í viðbragsstöðu og aukamannskapur hafi verið kallaður út vegna veðurspár frá sunnudeginum en vegna mikillar ofankomu með tilheyrandi ófærð og slæmu skyggni hafi þeim ekki orðið hægt um vik þegar mikil ísing fór að fella línur og staura. Veðurspá hefði gert ráð fyrir að ísing yrði mun ofar en raunin varð. RARIK hafi verið í nánu samstarfi við almannavarnir og Vegagerðina um að koma starfsfólki örugglega milli svæða eftir því sem þörf krafði og björgunarsveitir og verktakar hafi einnig aðstoðað. Sex bilanir hafi orðið á Austurlandi í þessu áhlaupi og allar hafi þær orðið á stöðum sem treysta á afhendingu rafmagns um loftlínur. Mega búast við truflunum Nokkrir viðskiptavinir fái sem stendur afhent rafmagn með smærri varaflsvélum meðan verið er að gera við þær línur sem fóru. Þetta eigi við í dreifbýli í sunnanverðum Fáskrúðsfirði, Berufirði, Stöðvarfirði og Lóni. Nokkrir afhendingarstaðir þar sem ekki er föst búseta séu án rafmagns og það sé samkvæmt samkomulagi við þá viðskiptavini. Viðskiptavinir sem fá rafmagn með varaafli geti búist við smávægilegum truflunum þegar viðgerðum líkur og þeir verða tengdir dreifikerfinu aftur. „RARIK vill þakka öllum íbúum og fyrirtækjum á svæðinu fyrir þolinmæði og skilning og senda sérstakar þakkir til verktaka og björgunarsveita sem aðstoðuðu okkur í þessu verkefni.“ Orkumál Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá RARIK segir að tugir staura hafi brotnað og nokkrar skemmdir hafi orðið á línum víðsvegar á Austfjörðum í miklu óveðri sem hófst sunnudaginn 19. janúar. Verra en búist var við Framkvæmdaflokkar fyrirtækisins hafi verið í viðbragsstöðu og aukamannskapur hafi verið kallaður út vegna veðurspár frá sunnudeginum en vegna mikillar ofankomu með tilheyrandi ófærð og slæmu skyggni hafi þeim ekki orðið hægt um vik þegar mikil ísing fór að fella línur og staura. Veðurspá hefði gert ráð fyrir að ísing yrði mun ofar en raunin varð. RARIK hafi verið í nánu samstarfi við almannavarnir og Vegagerðina um að koma starfsfólki örugglega milli svæða eftir því sem þörf krafði og björgunarsveitir og verktakar hafi einnig aðstoðað. Sex bilanir hafi orðið á Austurlandi í þessu áhlaupi og allar hafi þær orðið á stöðum sem treysta á afhendingu rafmagns um loftlínur. Mega búast við truflunum Nokkrir viðskiptavinir fái sem stendur afhent rafmagn með smærri varaflsvélum meðan verið er að gera við þær línur sem fóru. Þetta eigi við í dreifbýli í sunnanverðum Fáskrúðsfirði, Berufirði, Stöðvarfirði og Lóni. Nokkrir afhendingarstaðir þar sem ekki er föst búseta séu án rafmagns og það sé samkvæmt samkomulagi við þá viðskiptavini. Viðskiptavinir sem fá rafmagn með varaafli geti búist við smávægilegum truflunum þegar viðgerðum líkur og þeir verða tengdir dreifikerfinu aftur. „RARIK vill þakka öllum íbúum og fyrirtækjum á svæðinu fyrir þolinmæði og skilning og senda sérstakar þakkir til verktaka og björgunarsveita sem aðstoðuðu okkur í þessu verkefni.“
Orkumál Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Sjá meira