Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 22. janúar 2025 23:35 Eldurinn er sá nýjasti í röð gróðurelda umturnað hafa lífi Los Angeles-búa undanfarnar vikur. Getty Nýr gróðureldur hefur kviknað í Los Angeles-sýslu og hefur breiðst hratt út sökum stífra vinda á svæðinu. Borgin er enn í sárum eftir einn skæðasta gróðureld í sögunni. Hinn svokallaði Hughes-eldur kviknaði við Castaic-vatn í norðurhluta borgarinnar. Hann logar nú stjórnlaust á um tuttugu ferkílómetra svæði. Enn hafa engin heimili orðið eldinum að bráð en viðbragðsaðilar hafa enga stjórn á útbreiðslunni. Íbúum hverfa í nágrenninu hefur verið gert að rýma heimili sín. Eldarnir sem logað hafa í Palisades- og Eatonhverfum, og loga enn, eru einir þeir skæðustu í sögu borgarinnar sem hefur þó ekki ósjaldan þurft að glíma við sinuelda í sögu sinni. Að minnsta kosti 28 manns hafa látið lífið í stjórnlausum eldunum sem hafa eyðilagt rúmlega 14 þúsund byggingar og skilið eftir sviðnar rústir víða um borgina. Viðbragðsaðilum hefur tekist að ná stjórn á þeim að mestu leyti en þó ekki öllu. Fleiri eldar hafa kviknað víða í Kaliforníuríki síðustu daga og hefur að mestu tekist að halda þeim í skefjum. „Við erum að horfa fram á aðra umferð af einstaklega gróðureldavænum aðstæðum þvert yfir Suður-Kaliforníu. Á þessum tímapunkti er þetta farið að hljóma eins og biluð plata,“ hefur Guardian eftir Todd Hall, veðurfræðingi hjá Veðurstofu Bandaríkjanna. Enn er von á að rigni um helgina en ágætislíkur eru taldar á úrkomu víða á borgarsvæðinu. Mikil hætta er þó á því að mikil úrkoma gæti hrundið af stað stórum aurskriðum þar sem jarðvegurinn er víða sviðinn og þurr eftir eldana upp til fjalla. Gróðureldar í Kaliforníu Bandaríkin Náttúruhamfarir Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira
Hinn svokallaði Hughes-eldur kviknaði við Castaic-vatn í norðurhluta borgarinnar. Hann logar nú stjórnlaust á um tuttugu ferkílómetra svæði. Enn hafa engin heimili orðið eldinum að bráð en viðbragðsaðilar hafa enga stjórn á útbreiðslunni. Íbúum hverfa í nágrenninu hefur verið gert að rýma heimili sín. Eldarnir sem logað hafa í Palisades- og Eatonhverfum, og loga enn, eru einir þeir skæðustu í sögu borgarinnar sem hefur þó ekki ósjaldan þurft að glíma við sinuelda í sögu sinni. Að minnsta kosti 28 manns hafa látið lífið í stjórnlausum eldunum sem hafa eyðilagt rúmlega 14 þúsund byggingar og skilið eftir sviðnar rústir víða um borgina. Viðbragðsaðilum hefur tekist að ná stjórn á þeim að mestu leyti en þó ekki öllu. Fleiri eldar hafa kviknað víða í Kaliforníuríki síðustu daga og hefur að mestu tekist að halda þeim í skefjum. „Við erum að horfa fram á aðra umferð af einstaklega gróðureldavænum aðstæðum þvert yfir Suður-Kaliforníu. Á þessum tímapunkti er þetta farið að hljóma eins og biluð plata,“ hefur Guardian eftir Todd Hall, veðurfræðingi hjá Veðurstofu Bandaríkjanna. Enn er von á að rigni um helgina en ágætislíkur eru taldar á úrkomu víða á borgarsvæðinu. Mikil hætta er þó á því að mikil úrkoma gæti hrundið af stað stórum aurskriðum þar sem jarðvegurinn er víða sviðinn og þurr eftir eldana upp til fjalla.
Gróðureldar í Kaliforníu Bandaríkin Náttúruhamfarir Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira