Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Samúel Karl Ólason skrifar 23. janúar 2025 09:06 Frá landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. AP/Gregory Bull Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætlar að senda um tíu þúsund hermenn að landamærum Mexíkó, þar sem þeir eiga að aðstoða landamæraverði og koma í veg fyrir flæði fólks yfir landamærin. Einnig stendur til að koma í veg fyrir að fólk geti sótt um hæli í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram í skjölum sem blaðamenn Washington Post hafa komið höndum yfir en þar segir að landamæravörðum hafi verið skipað að vísa fólki á brott á þeim grundvelli að þau hafi á leið til Bandaríkjanna farið gegnum lönd þar sem finna megi smitsjúkdóma. Ekki er vísað til neinnar sérstakrar hættu í þessum skjölum. Fyrst verða sendir að minnsta kosti 1.500 hermenn að landamærunum og er það til viðbótar við þá 2.500 hermenn sem eru þar fyrir. Seinna meir stendur svo til að senda fleiri hermenn á svæðið. Meðal annars eru þessir hermenn sagðir eiga að aðstoða landamæraverði með því að reisa tálma á landamærunum, auka eftirlit og eiga flugmenn að flytja fólk á brott. Landamæravörðum hefur verið gert að snúa fólki sem kemur frá öðrum ríkjum en Mexíkó ekki við og senda þau þangað heldur halda þeim, svo hægt sé að flytja þau á brott með flugvélum. Einn af starfandi yfirmönnum varnarmálaráðuneytisins segir í yfirlýsingu sem Washington Post vitnar í að þetta sé eingöngu upphafið. Gripið verði til frekari aðgerða. Sagt að hætta að veita ráðgjöf Opinber gögn sem blaðamenn Wall Street Journal hafa séð benda einnig til þess að ríkisstjórn Trumps sé að veita fleiri opinberum starfsmönnum sömu völd og landamæraverðir hafa. Starfsmenn löggæslustofnana sem komi ekki að landamæravörslu muni hafa vald til að vísa fólki á brott, en það vald hafa þeir ekki haft áður. Forsvarsmenn löggæslustofnana eru sagðir ætla að lána starfsmenn til landamæravörslu á komandi misserum. Samhliða þessum aðgerðum hefur dómsmálaráðuneytið skipað verktökum að hætta að veita hælisleitendum og farandfólki sem stendur frammi fyrir brottvísin ókeypis ráðgjöf. Fyrstu lögin auðvelda brottvísanir Þingmenn samþykktu í gær ný lögg sem auðvelda yfirvöldum í Bandaríkjunum að vísa farandfólki sem fremur brot úr landi. Lögin bera nafnið Laken Riley Act, í höfuð ungrar konu sem var myrt af manni frá Venesúela í fyrra. Það verða líklega fyrstu lögin sem Trump mun skrifa undir á þessu kjörtímabili. Tólf demókratar í öldungadeildinni greiddu atkvæði með frumvarpinu og 48 í fulltrúadeildinni. Frumvarpið felur í sér hertar aðgerðir á landamærum Mexíkó en eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar hefur þingið ekki veitt fé til þessara aðgerða. Það gæti reynst erfiðara að samþykkja slíkt á þingi en lögin sjálf. Bandaríkin Mexíkó Donald Trump Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Sjá meira
Þetta kemur fram í skjölum sem blaðamenn Washington Post hafa komið höndum yfir en þar segir að landamæravörðum hafi verið skipað að vísa fólki á brott á þeim grundvelli að þau hafi á leið til Bandaríkjanna farið gegnum lönd þar sem finna megi smitsjúkdóma. Ekki er vísað til neinnar sérstakrar hættu í þessum skjölum. Fyrst verða sendir að minnsta kosti 1.500 hermenn að landamærunum og er það til viðbótar við þá 2.500 hermenn sem eru þar fyrir. Seinna meir stendur svo til að senda fleiri hermenn á svæðið. Meðal annars eru þessir hermenn sagðir eiga að aðstoða landamæraverði með því að reisa tálma á landamærunum, auka eftirlit og eiga flugmenn að flytja fólk á brott. Landamæravörðum hefur verið gert að snúa fólki sem kemur frá öðrum ríkjum en Mexíkó ekki við og senda þau þangað heldur halda þeim, svo hægt sé að flytja þau á brott með flugvélum. Einn af starfandi yfirmönnum varnarmálaráðuneytisins segir í yfirlýsingu sem Washington Post vitnar í að þetta sé eingöngu upphafið. Gripið verði til frekari aðgerða. Sagt að hætta að veita ráðgjöf Opinber gögn sem blaðamenn Wall Street Journal hafa séð benda einnig til þess að ríkisstjórn Trumps sé að veita fleiri opinberum starfsmönnum sömu völd og landamæraverðir hafa. Starfsmenn löggæslustofnana sem komi ekki að landamæravörslu muni hafa vald til að vísa fólki á brott, en það vald hafa þeir ekki haft áður. Forsvarsmenn löggæslustofnana eru sagðir ætla að lána starfsmenn til landamæravörslu á komandi misserum. Samhliða þessum aðgerðum hefur dómsmálaráðuneytið skipað verktökum að hætta að veita hælisleitendum og farandfólki sem stendur frammi fyrir brottvísin ókeypis ráðgjöf. Fyrstu lögin auðvelda brottvísanir Þingmenn samþykktu í gær ný lögg sem auðvelda yfirvöldum í Bandaríkjunum að vísa farandfólki sem fremur brot úr landi. Lögin bera nafnið Laken Riley Act, í höfuð ungrar konu sem var myrt af manni frá Venesúela í fyrra. Það verða líklega fyrstu lögin sem Trump mun skrifa undir á þessu kjörtímabili. Tólf demókratar í öldungadeildinni greiddu atkvæði með frumvarpinu og 48 í fulltrúadeildinni. Frumvarpið felur í sér hertar aðgerðir á landamærum Mexíkó en eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar hefur þingið ekki veitt fé til þessara aðgerða. Það gæti reynst erfiðara að samþykkja slíkt á þingi en lögin sjálf.
Bandaríkin Mexíkó Donald Trump Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Sjá meira