Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar 24. janúar 2025 10:02 Stefna foreldra snýst ekki um að mótmæla kjaradeilu kennara, ekki að því að svipta kennara verkfallsrétti og er ekki aðför gegn kennurum. Ég hef reynt að tjá mig sem minnst um verkfallsaðgerðir KÍ undanfarna mánuði enda erfitt að koma orðum að svo viðkvæmu máli án þess að þau verði toguð úr samhengi eða misskilin. Nú get ég ekki lengur orða bundist. Formaður félags leikskólakennara telur hóp foreldra verða sér til skammar og minnkunnar með stefnu sem hann segir aðför að kennurum og tilraun til þess að svipta kennurum þeim lagalega neyðarrétti að geta barist fyrir bættum kjörum. Lengra frá sannleikanum gætu staðreyndir málsins ekki verið og ég vona að það sé ekki einbeittur brotavilji formannsins að reyna að etja saman kennurum og foreldrum. Kennarar og foreldrar eru saman í liði, en þó geta liðsmenn deilt. Til allrar hamingju búum við í réttarríki þar sem hægt er að fá skorið úr því fyrir dómstólum hvort lögum sé fylgt. Nú er verið að láta reyna á lögmæti verkfallsaðgerða KÍ í fjórum leikskólum, því margt bendir til þess að ekki sé yfir allan vafa hafið að rétt hafi verið staðið að verkfallinu. Í fyrstu málsgrein 18. gr. laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna segir: „Boðað verkfall tekur til allra starfsmanna í viðkomandi stéttarfélagi hjá þeim vinnuveitendum sem verkfall beinist gegn, annarra en þeirra sem óheimilt er að leggja niður störf samkvæmt lögum þessum.“ Í greinargerð með frumvarpinu sem varð að lögum gerir löggjafinn nánari grein fyrir vilja sínum og þar segir m.a.: „Fyrri málsgrein þessarar greinar kveður á um að verkfall taki til allra starfsmanna, þ.e. að allsherjarverkfall verði í viðkomandi stéttarfélagi.” Starfsfólk opinberra leik- og grunnskóla er alla jafna með vinnuveitendasamband við sveitarfélagið sem það starfar í, ólíkt ríkisstofnunum þar sem sambandið er beint við stofnunina sem einnig hefur eigin kennitölu. Á þetta er m.a. verið að láta reyna fyrir dómstólum - hvort sveitarfélögin séu vinnuveitendur eða einstaka starfsstöðvar þeirra. Til þessarar stefnu ætti ekki að þurfa að koma af hálfu foreldra. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur brugðist með því að láta ekki sjálf reyna á þetta. Þess má geta að SÍS er einnig stefnt, ekki eingöngu KÍ. Það er öflugur hópur fólks sem lagði mikinn tíma og undirbúningsvinnu í þetta mál og þau eiga heiður skilið fyrir að taka af skarið fyrir nokkrum mánuðum. Stefnan er nefnilega engin aðför gegn kennurum, ég væri ekki tilbúinn að taka þátt í slíkri aðför. Stefnunni fylgir heldur engin heift foreldra í garð kennara. Oft er mikilvægt að láta skera úr um vafamál. Ég tel þetta vera eitt af þeim málum því niðurstaðan hefur fordæmisgildi. Okkur foreldrum ber frumskylda að hugsa um börnin okkar. Það er ekki réttlætanlegt að börn í 4 leikskólum af 270, og nú bráðlega í 14 af 270, þurfi að bera skaðann af kjaradeilu sem þau hafa enga aðkomu að. Reynt er á hvort það sé andstætt lögum. Foreldrar vilja öfluga leikskóla og skóla, með öflugum mannauð sem er ánægður með sín kjör. Öflugt menntakerfi er einn af hornsteinum samfélaga. Án kennara verður ekkert menntakerfi. Það liggur í augum uppi að ná þarf samningum. Kennaraskortur á öllum skólastigum bendir til þess að þegar kemur að kjörum séu þau ekki fullnægjandi til að framboð og eftirspurn nái jafnvægi. Það á við um fleiri stéttir, sérstaklega á opinberum markaði. Það er eðlilegt að aðilar í kjaradeilum beiti þvingunarúrræðum, s.s. verkföllum, þegar ekki nást samningar. Það er lýðræðislegur réttur borgaranna að fá úr því skorið hvort verið sé að ganga á rétt sinn eða hvort aðrir beiti rétti sínum gagnvart þeim með löglegum hætti. Það að tala niður til fólks sem nýtir sér þann rétt er grafalvarlegt og grefur undan réttarríkinu og lýðræðinu ef það fær að viðgangast óátalið. Í menntakerfinu okkar starfar einnig mikið af öflugu og kláru fólki sem eru ekki meðlimir í KÍ. Þau bera einnig skaða af verkföllum, því þau vilja vinna með börnunum okkar. Ég veit líka að verkföllin eru ekki endilega auðveld fyrir þá kennara sem leggja niður störf og ég geri ekki þá kröfu að þeir þekki lögin inn og út þegar þeir kjósa um verkfall. Eðlilega treysta kennarar upplýsingum sem þeir fá frá sínu stéttarfélagi og kjósa í góðri trú um að þeir séu löglega að berjast fyrir kröfum sínum. Með stefnunni er engan veginn verið að gefa annað í skyn. Það er ekki gerð sú krafa að kennarar fái ekki kjarabætur eða að deilan hætti. Fallist dómstólar á kröfur okkar þýðir það heldur ekki að kennarar eða aðrir opinberir starfsmenn missi sinn verkfallsrétt. Rétturinn til verkfalls er skýr, en það er ekki sama hvernig vopninu er beitt. Krafan er að vopninu sé beitt með réttmætum hætti. Ég tel ekki að KÍ hafi ætlað sér að brjóta lög, verði það niðurstaðan. Það er margoft sem venjulegt fólk brýtur lög án ásetnings, í góðri trú. Gleymum því ekki að enginn er fullkominn - ekki einu sinni verkalýðsleiðtogar. Ég er gríðarlega þakklátur fyrir þá kennara og annað starfsfólk sem hefur tekið börnunum mínum opnum örmum, fyrst á Regnboganum í Ártúnsholti og nú á Ársölum og í Árskóla á Sauðárkróki. Þið eruð stórkostleg og börnin mín væru ekki þau sem þau eru án ykkar. Það sama á við um mína kennara í gegnum tíðina. Ég get horft í augun á ykkur og sagt: Ég er að gera það sem ég tel réttast til að verja hagsmuni barnanna minna, en á sama tíma þá vona ég að þið fáið niðurstöðu í ykkar kjaradeilu sem þið eruð sátt við - það eru sömuleiðis hagsmunir barnanna minna. Frá mínum bæjardyrum séð er undirliggjandi krafa kennara þjóðarsátt um kaupmáttaraukningu umfram aðra samfélagshópa og ég tel tímabært að forsvarsmenn kennara viðurkenni það. Ég tel slíka kröfu ekki innistæðulausa, en það eru mörg horn sem þarf að líta í samhliða. Um þjóðarsátt verður þó ekki samið milli KÍ og SÍS. Ótímabundin verkföll í nokkrum leikskólum breyta engu þar um. Stjórnvöld, stéttarfélög og atvinnulíf þurfa að eiga það samtal, helst í gær. Höfundur er þriggja barna faðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Kristófer Már Maronsson Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Stefna foreldra snýst ekki um að mótmæla kjaradeilu kennara, ekki að því að svipta kennara verkfallsrétti og er ekki aðför gegn kennurum. Ég hef reynt að tjá mig sem minnst um verkfallsaðgerðir KÍ undanfarna mánuði enda erfitt að koma orðum að svo viðkvæmu máli án þess að þau verði toguð úr samhengi eða misskilin. Nú get ég ekki lengur orða bundist. Formaður félags leikskólakennara telur hóp foreldra verða sér til skammar og minnkunnar með stefnu sem hann segir aðför að kennurum og tilraun til þess að svipta kennurum þeim lagalega neyðarrétti að geta barist fyrir bættum kjörum. Lengra frá sannleikanum gætu staðreyndir málsins ekki verið og ég vona að það sé ekki einbeittur brotavilji formannsins að reyna að etja saman kennurum og foreldrum. Kennarar og foreldrar eru saman í liði, en þó geta liðsmenn deilt. Til allrar hamingju búum við í réttarríki þar sem hægt er að fá skorið úr því fyrir dómstólum hvort lögum sé fylgt. Nú er verið að láta reyna á lögmæti verkfallsaðgerða KÍ í fjórum leikskólum, því margt bendir til þess að ekki sé yfir allan vafa hafið að rétt hafi verið staðið að verkfallinu. Í fyrstu málsgrein 18. gr. laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna segir: „Boðað verkfall tekur til allra starfsmanna í viðkomandi stéttarfélagi hjá þeim vinnuveitendum sem verkfall beinist gegn, annarra en þeirra sem óheimilt er að leggja niður störf samkvæmt lögum þessum.“ Í greinargerð með frumvarpinu sem varð að lögum gerir löggjafinn nánari grein fyrir vilja sínum og þar segir m.a.: „Fyrri málsgrein þessarar greinar kveður á um að verkfall taki til allra starfsmanna, þ.e. að allsherjarverkfall verði í viðkomandi stéttarfélagi.” Starfsfólk opinberra leik- og grunnskóla er alla jafna með vinnuveitendasamband við sveitarfélagið sem það starfar í, ólíkt ríkisstofnunum þar sem sambandið er beint við stofnunina sem einnig hefur eigin kennitölu. Á þetta er m.a. verið að láta reyna fyrir dómstólum - hvort sveitarfélögin séu vinnuveitendur eða einstaka starfsstöðvar þeirra. Til þessarar stefnu ætti ekki að þurfa að koma af hálfu foreldra. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur brugðist með því að láta ekki sjálf reyna á þetta. Þess má geta að SÍS er einnig stefnt, ekki eingöngu KÍ. Það er öflugur hópur fólks sem lagði mikinn tíma og undirbúningsvinnu í þetta mál og þau eiga heiður skilið fyrir að taka af skarið fyrir nokkrum mánuðum. Stefnan er nefnilega engin aðför gegn kennurum, ég væri ekki tilbúinn að taka þátt í slíkri aðför. Stefnunni fylgir heldur engin heift foreldra í garð kennara. Oft er mikilvægt að láta skera úr um vafamál. Ég tel þetta vera eitt af þeim málum því niðurstaðan hefur fordæmisgildi. Okkur foreldrum ber frumskylda að hugsa um börnin okkar. Það er ekki réttlætanlegt að börn í 4 leikskólum af 270, og nú bráðlega í 14 af 270, þurfi að bera skaðann af kjaradeilu sem þau hafa enga aðkomu að. Reynt er á hvort það sé andstætt lögum. Foreldrar vilja öfluga leikskóla og skóla, með öflugum mannauð sem er ánægður með sín kjör. Öflugt menntakerfi er einn af hornsteinum samfélaga. Án kennara verður ekkert menntakerfi. Það liggur í augum uppi að ná þarf samningum. Kennaraskortur á öllum skólastigum bendir til þess að þegar kemur að kjörum séu þau ekki fullnægjandi til að framboð og eftirspurn nái jafnvægi. Það á við um fleiri stéttir, sérstaklega á opinberum markaði. Það er eðlilegt að aðilar í kjaradeilum beiti þvingunarúrræðum, s.s. verkföllum, þegar ekki nást samningar. Það er lýðræðislegur réttur borgaranna að fá úr því skorið hvort verið sé að ganga á rétt sinn eða hvort aðrir beiti rétti sínum gagnvart þeim með löglegum hætti. Það að tala niður til fólks sem nýtir sér þann rétt er grafalvarlegt og grefur undan réttarríkinu og lýðræðinu ef það fær að viðgangast óátalið. Í menntakerfinu okkar starfar einnig mikið af öflugu og kláru fólki sem eru ekki meðlimir í KÍ. Þau bera einnig skaða af verkföllum, því þau vilja vinna með börnunum okkar. Ég veit líka að verkföllin eru ekki endilega auðveld fyrir þá kennara sem leggja niður störf og ég geri ekki þá kröfu að þeir þekki lögin inn og út þegar þeir kjósa um verkfall. Eðlilega treysta kennarar upplýsingum sem þeir fá frá sínu stéttarfélagi og kjósa í góðri trú um að þeir séu löglega að berjast fyrir kröfum sínum. Með stefnunni er engan veginn verið að gefa annað í skyn. Það er ekki gerð sú krafa að kennarar fái ekki kjarabætur eða að deilan hætti. Fallist dómstólar á kröfur okkar þýðir það heldur ekki að kennarar eða aðrir opinberir starfsmenn missi sinn verkfallsrétt. Rétturinn til verkfalls er skýr, en það er ekki sama hvernig vopninu er beitt. Krafan er að vopninu sé beitt með réttmætum hætti. Ég tel ekki að KÍ hafi ætlað sér að brjóta lög, verði það niðurstaðan. Það er margoft sem venjulegt fólk brýtur lög án ásetnings, í góðri trú. Gleymum því ekki að enginn er fullkominn - ekki einu sinni verkalýðsleiðtogar. Ég er gríðarlega þakklátur fyrir þá kennara og annað starfsfólk sem hefur tekið börnunum mínum opnum örmum, fyrst á Regnboganum í Ártúnsholti og nú á Ársölum og í Árskóla á Sauðárkróki. Þið eruð stórkostleg og börnin mín væru ekki þau sem þau eru án ykkar. Það sama á við um mína kennara í gegnum tíðina. Ég get horft í augun á ykkur og sagt: Ég er að gera það sem ég tel réttast til að verja hagsmuni barnanna minna, en á sama tíma þá vona ég að þið fáið niðurstöðu í ykkar kjaradeilu sem þið eruð sátt við - það eru sömuleiðis hagsmunir barnanna minna. Frá mínum bæjardyrum séð er undirliggjandi krafa kennara þjóðarsátt um kaupmáttaraukningu umfram aðra samfélagshópa og ég tel tímabært að forsvarsmenn kennara viðurkenni það. Ég tel slíka kröfu ekki innistæðulausa, en það eru mörg horn sem þarf að líta í samhliða. Um þjóðarsátt verður þó ekki samið milli KÍ og SÍS. Ótímabundin verkföll í nokkrum leikskólum breyta engu þar um. Stjórnvöld, stéttarfélög og atvinnulíf þurfa að eiga það samtal, helst í gær. Höfundur er þriggja barna faðir.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun