Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Árni Sæberg skrifar 24. janúar 2025 11:10 Hér má sjá yfirlitsmynd af slysstað. RNSA Meginorsök banaslyss á Vesturlandsvegi í janúar í fyrra var að ökumaður fólksbifreiðar ók yfir á rangan vegarhelming og í veg fyrir tvo vörubíla. Veðurskilyrði versnuðu skyndilega og ökumaðurinn sá ekki út um framrúðuna í aflíðandi beygju með framangreindum afleiðingum. Í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa segir að þann 16. janúar 2024 hafi BMW fólksbifreið verið ekið suður Vesturlandsveg við Hvalfjarðarveg norðan Hvalfjarðar. Á sama tíma hafi tveimur vörubifreiðum verið ekið úr gagnstæðri átt norður Vesturlandsveg. Í mjúkri hægri beygju hafi BMW bifreiðinni verið ekið yfir á vinstri vegarhelming akbrautarinnar utan í hlið fremri vörubifreiðarinnar og eftirvagns sem vörubifreiðin dró. Í framhaldi hafi fólksbifreiðin lent framan á vinstra framhorni aftari vörubifreiðarinnar. Talsverð aflögun Í skýrslunni segir að báðir um borð í bílnum hafi verið í öryggisbelti. Ökumaðurinn hafi látist á slysstað af völdum fjöláverka en farþeginn hafi hlotið alvarlega áverka og verið fluttur á sjúkrahús með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Ökumenn vörubifreiðanna hafi ekki slasast alvarlega. BMW fólksbifreiðin hafi verið fjögurra dyra og díselknúin. Nýskráning hafi verið í mars 2015. Bifreiðin hafi átt næstu aðalskoðun í maí 2024 og verið með gilda skoðun þegar slysið átti sér stað. Bifreiðin hafi verið útbúin negldum vetrarhjólbörðum. Bíllinn var illa farinn eftir áreksturinn.RNSA Við áreksturinn hafi orðið talsverð aflögun inn í fólksrými bifreiðarinnar ökumannsmegin. BMW bifreiðin hafi verið tekin til bíltæknirannsóknar. Ekkert í niðurstöðum bíltæknirannsóknarinnar hafi bent til þess að rekja mætti orsakir slyssins til ástands bifreiðarinnar. Ekkert athugavert við aksturslagið BMW bifreiðin hafi verið í aflíðandi hægri beygju þegar slysið varð við nyrðri gatnamót Hvalfjarðarvegar. Samkvæmt vitnisburði farþega BMW fólksbifreiðarinnar hafi ökumaður og farþegi verið á leið til Reykjavíkur og hefðu ekið í um tuttugu mínútur þegar slysið varð. Að sögn farþega hafi ökumaðurinn verið reyndur bílstjóri og úthvíldur þegar lagt var af stað. Hann hafi ekki sýnt merki um syfju og verið vel vakandi. Þá ekkert ytra áreiti verið, svo sem útvarp eða sími sem truflaði aksturinn. Það hafi gengið á með éljum en samkvæmt frásögn farþega hafi vegur verið auður og þurr skömmu fyrir slysið. „Þegar BMW bifreiðin var við að mæta fremri vörubifreiðinni þá hafi allt í einu skollið á hvítt hríðarkóf, útsýn horfið og bifreið þeirra farið utan í vörubifreiðina.“ Samkvæmt vitnisburði ökumanns fremri vörubifreiðarinnar hafi ekkert verið athugavert við aksturslag fólksbifreiðarinnar áður en hún lenti aftarlega á bifreið hans, síðan á eftirvagninum og í kjölfar þess á vörubifreiðinni sem á eftir honum kom. Samkvæmt vitnisburði ökumanns aftari vörubifreiðarinnar hafi hann ekki tekið eftir fólksbifreiðinni fyrr en hann sá hana hafna utan í fremri vörubifreiðinni og þá hafi hann hemlað. Ökumaður bifreiðar sem ekið var á eftir vörubifreiðunum hafi kveðist hafa séð þegar BMW bifreiðin missti veggrip í beygju með þeim afleiðingum að hún rakst utan í fremri vörubifreiðina og síðan framan á seinni vörubifreiðina og endað svo utan vegar. Veðurskilyrði aðrar orsakir Í skýrslunni segir að meginorsök slyssins hafi verið að ökumaður BMW bifreiðarinnar ók yfir á gagnstæðan vegarhelming og utan í vörubifreið sem ekið var í gagnstæða átt og framan á aðra vörubifreið sem ekið var á eftir fyrri vörubifreiðinni. Aðrar orsakir slyssins hafi verið að ökumaðurinn missti stjórn á bifreiðinni þegar veðurskilyrði versnuðu skyndilega og hann missti útsýn. Umferðaröryggi Samgönguslys Hvalfjarðarsveit Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Fleiri fréttir Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Sjá meira
Í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa segir að þann 16. janúar 2024 hafi BMW fólksbifreið verið ekið suður Vesturlandsveg við Hvalfjarðarveg norðan Hvalfjarðar. Á sama tíma hafi tveimur vörubifreiðum verið ekið úr gagnstæðri átt norður Vesturlandsveg. Í mjúkri hægri beygju hafi BMW bifreiðinni verið ekið yfir á vinstri vegarhelming akbrautarinnar utan í hlið fremri vörubifreiðarinnar og eftirvagns sem vörubifreiðin dró. Í framhaldi hafi fólksbifreiðin lent framan á vinstra framhorni aftari vörubifreiðarinnar. Talsverð aflögun Í skýrslunni segir að báðir um borð í bílnum hafi verið í öryggisbelti. Ökumaðurinn hafi látist á slysstað af völdum fjöláverka en farþeginn hafi hlotið alvarlega áverka og verið fluttur á sjúkrahús með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Ökumenn vörubifreiðanna hafi ekki slasast alvarlega. BMW fólksbifreiðin hafi verið fjögurra dyra og díselknúin. Nýskráning hafi verið í mars 2015. Bifreiðin hafi átt næstu aðalskoðun í maí 2024 og verið með gilda skoðun þegar slysið átti sér stað. Bifreiðin hafi verið útbúin negldum vetrarhjólbörðum. Bíllinn var illa farinn eftir áreksturinn.RNSA Við áreksturinn hafi orðið talsverð aflögun inn í fólksrými bifreiðarinnar ökumannsmegin. BMW bifreiðin hafi verið tekin til bíltæknirannsóknar. Ekkert í niðurstöðum bíltæknirannsóknarinnar hafi bent til þess að rekja mætti orsakir slyssins til ástands bifreiðarinnar. Ekkert athugavert við aksturslagið BMW bifreiðin hafi verið í aflíðandi hægri beygju þegar slysið varð við nyrðri gatnamót Hvalfjarðarvegar. Samkvæmt vitnisburði farþega BMW fólksbifreiðarinnar hafi ökumaður og farþegi verið á leið til Reykjavíkur og hefðu ekið í um tuttugu mínútur þegar slysið varð. Að sögn farþega hafi ökumaðurinn verið reyndur bílstjóri og úthvíldur þegar lagt var af stað. Hann hafi ekki sýnt merki um syfju og verið vel vakandi. Þá ekkert ytra áreiti verið, svo sem útvarp eða sími sem truflaði aksturinn. Það hafi gengið á með éljum en samkvæmt frásögn farþega hafi vegur verið auður og þurr skömmu fyrir slysið. „Þegar BMW bifreiðin var við að mæta fremri vörubifreiðinni þá hafi allt í einu skollið á hvítt hríðarkóf, útsýn horfið og bifreið þeirra farið utan í vörubifreiðina.“ Samkvæmt vitnisburði ökumanns fremri vörubifreiðarinnar hafi ekkert verið athugavert við aksturslag fólksbifreiðarinnar áður en hún lenti aftarlega á bifreið hans, síðan á eftirvagninum og í kjölfar þess á vörubifreiðinni sem á eftir honum kom. Samkvæmt vitnisburði ökumanns aftari vörubifreiðarinnar hafi hann ekki tekið eftir fólksbifreiðinni fyrr en hann sá hana hafna utan í fremri vörubifreiðinni og þá hafi hann hemlað. Ökumaður bifreiðar sem ekið var á eftir vörubifreiðunum hafi kveðist hafa séð þegar BMW bifreiðin missti veggrip í beygju með þeim afleiðingum að hún rakst utan í fremri vörubifreiðina og síðan framan á seinni vörubifreiðina og endað svo utan vegar. Veðurskilyrði aðrar orsakir Í skýrslunni segir að meginorsök slyssins hafi verið að ökumaður BMW bifreiðarinnar ók yfir á gagnstæðan vegarhelming og utan í vörubifreið sem ekið var í gagnstæða átt og framan á aðra vörubifreið sem ekið var á eftir fyrri vörubifreiðinni. Aðrar orsakir slyssins hafi verið að ökumaðurinn missti stjórn á bifreiðinni þegar veðurskilyrði versnuðu skyndilega og hann missti útsýn.
Umferðaröryggi Samgönguslys Hvalfjarðarsveit Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Fleiri fréttir Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent