Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 25. janúar 2025 12:22 Gíslarnir fjórir voru kvenhermenn í Ísraelsher. AP Fjórum ísraelskum gíslum var sleppt úr haldi Hamas í Gasaborg í morgun. Búist er við að tvö hundruð palestínskum föngum í haldi Ísraels verði sleppt síðar í dag. Ísraelar segja Hamas hafa svikið þá um fimmta gíslinn en samtökin segja um tæknileg vandræði að ræða. Gíslarnir fjórir eru konur sem hafa verið í haldi Hamas frá 7. október 2023, þegar samtökin gerðu hryðjuverkaárás á tónlistarhátíð í Ísrael. Aðgerðin er hluti af vopnahléssamning sem Ísrael og Hamas samþykktu í síðustu viku. Skiptin eru hluti af fyrsta fasa vopnahlésins, sem miðar að því að binda endi á átökin á Gasa. Frá því að vopnahléssamningurinn tók gildi hafa ein slík skipti farið fram en þremur gíslum var sleppt úr haldi Hamas og í leið níutíu palestínskum föngum úr haldi Ísraels síðasta sunnudag. Í samkomulaginu um skipti dagsins fólst einnig lausn fimmta gíslsins en sem fyrr segir var einungis fjórum sleppt úr haldi í dag. Reuters hefur eftir talsmanni Ísraelshers að með þessu hafi Hamas brotið samkomulagið. Samtökin segja aftur á móti um tæknileg vandræði að ræða en ekki liggur fyrir hvers vegna fimmta gíslinum var ekki sleppt í dag. Búist er við að enduruppbygging á Gasa komi til með að taka mörg ár. Myndin er tekin í borginni Rafa, þar sem Ísraelsher hefur gjöreyðilagt göturnar með árásum sínum. AP Þá hefur Reuters eftir Hamas að búist sé við að tvö hundruð föngum verði sleppt úr haldi Ísraela í dag. Af þeim verði sjötíu vísað aftur til heimalands síns. Samkvæmt áætlun á fyrsti fasi vopnahlésins að taka sex vikur. Hann felur í sér lausn 33 ísraelskra gísla úr haldi Hamas og um 1900 palestínskra fanga úr haldi Ísraels. Fyrirhugað er að annar fasi vopnahlésins hefjist í byrjun febrúar, í miðjum fyrsta fasa. Hann felur í sér lausn allra gísla úr haldi Hamas og að Ísraelsher láti af hernaði á Gasa að fullu. Þriðji og síðasti fasinn felur í sér að Hamas afhendi líkamsleifar gísla sem létust í haldi þeirra og enduruppbyggingu á Gasa. Búist er við að sá fasi taki mörg ár. Hátt í fimmtíu þúsund Gasabúar hafa verið drepnir frá því í október 2023, samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á Gasa. Um 1200 manns létu lífið í hryðjuverkaárásum Hamas í byrjun október 2023 og 251 var tekinn í gíslatöku. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Fleiri fréttir Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Sjá meira
Gíslarnir fjórir eru konur sem hafa verið í haldi Hamas frá 7. október 2023, þegar samtökin gerðu hryðjuverkaárás á tónlistarhátíð í Ísrael. Aðgerðin er hluti af vopnahléssamning sem Ísrael og Hamas samþykktu í síðustu viku. Skiptin eru hluti af fyrsta fasa vopnahlésins, sem miðar að því að binda endi á átökin á Gasa. Frá því að vopnahléssamningurinn tók gildi hafa ein slík skipti farið fram en þremur gíslum var sleppt úr haldi Hamas og í leið níutíu palestínskum föngum úr haldi Ísraels síðasta sunnudag. Í samkomulaginu um skipti dagsins fólst einnig lausn fimmta gíslsins en sem fyrr segir var einungis fjórum sleppt úr haldi í dag. Reuters hefur eftir talsmanni Ísraelshers að með þessu hafi Hamas brotið samkomulagið. Samtökin segja aftur á móti um tæknileg vandræði að ræða en ekki liggur fyrir hvers vegna fimmta gíslinum var ekki sleppt í dag. Búist er við að enduruppbygging á Gasa komi til með að taka mörg ár. Myndin er tekin í borginni Rafa, þar sem Ísraelsher hefur gjöreyðilagt göturnar með árásum sínum. AP Þá hefur Reuters eftir Hamas að búist sé við að tvö hundruð föngum verði sleppt úr haldi Ísraela í dag. Af þeim verði sjötíu vísað aftur til heimalands síns. Samkvæmt áætlun á fyrsti fasi vopnahlésins að taka sex vikur. Hann felur í sér lausn 33 ísraelskra gísla úr haldi Hamas og um 1900 palestínskra fanga úr haldi Ísraels. Fyrirhugað er að annar fasi vopnahlésins hefjist í byrjun febrúar, í miðjum fyrsta fasa. Hann felur í sér lausn allra gísla úr haldi Hamas og að Ísraelsher láti af hernaði á Gasa að fullu. Þriðji og síðasti fasinn felur í sér að Hamas afhendi líkamsleifar gísla sem létust í haldi þeirra og enduruppbyggingu á Gasa. Búist er við að sá fasi taki mörg ár. Hátt í fimmtíu þúsund Gasabúar hafa verið drepnir frá því í október 2023, samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á Gasa. Um 1200 manns létu lífið í hryðjuverkaárásum Hamas í byrjun október 2023 og 251 var tekinn í gíslatöku.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Fleiri fréttir Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Sjá meira