Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ Sindri Sverrisson skrifar 25. janúar 2025 12:30 Eins og sjá má eru þær Amandine Toi og Esther Fokke óhemju hittnar fyrir utan þriggja stiga línuna. Toi hittir úr 46% skota sinna þar en Fokke úr 40%. Stöð 2 Sport Þórskonur virðast hreinlega óstöðvandi í Bónus-deildinni í körfubolta og þar hjálpar til mögnuð þriggja stiga hittni þeirra Amandine Toi og Esther Fokke, eins og fjallað var um í Körfuboltakvöldi kvenna á Stöð 2 Sport. Fokke setti niður 7 af þriggja stiga skotum sínum í 86-80 sigri gegn toppliði Hauka í vikunni. Toi skoraði aðeins einn þrist í þessum leik en hefur að meðaltali sett niður tæplega þrjá í leik í vetur og verið með 46% hittni. Fokke er með 4,8 þriggja stiga körfur að meðaltali í leik og 40% hittni. „Þetta er rosalegt. Ég man ekki eftir annarri eins hittni hjá tvennu í liði, eins og hjá þessum tveimur,“ sagði Hörður Unnsteinsson þegar fjallað var um Þórsliðið í þættinum á miðvikudagskvöld. „Þær eru stórhættulegar. Maður myndi telja það gott að vera í 37% en að vera í 46% eins og Amandine er ekkert smá flott,“ sagði Helena Sverrisdóttir en umræðuna má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld - Þórskonur tapa aldrei heima Þór hefur unnið alla heimaleiki sína í Bónus-deildinni í vetur, og alls átta heimaleiki í röð síðan liðið tapaði síðast á Akureyri 13. apríl á síðasta ári. Þessi heimavallarárangur gerir að verkum að Þór er aðeins tveimur stigum á eftir Haukum í baráttu um deildarmeistaratitilinn, nú þegar þrjár umferðir eru eftir fram að úrslitakeppni. „Það er ótrúlegt hversu sterkar þær eru á heimavelli. Þetta er eiginlega uppáhalds liðið mitt. Það er svo gaman að horfa á þær spila. Allar aðgerðir eru gerðar á háu tempói. Þess vegna losna þær og fá opin skot, því þær gera allt hratt,“ sagði Ólöf Helga Pálsdóttir en þáttinn í heild geta áskrifendur fundið á íþróttasíðunni á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Bónus-deild kvenna Þór Akureyri Körfuboltakvöld Mest lesið Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Körfubolti Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Golf „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Enski boltinn Myndaveisla: Forystufólk og fjölskyldur fögnuðu með íþróttafólki ársins Sport Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi Körfubolti „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Körfubolti Fleiri fréttir Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Uppgjörið: Ármann - Álftanes 75-110 | Mikilvægur sigur eftir taphrinu Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Sjá meira
Fokke setti niður 7 af þriggja stiga skotum sínum í 86-80 sigri gegn toppliði Hauka í vikunni. Toi skoraði aðeins einn þrist í þessum leik en hefur að meðaltali sett niður tæplega þrjá í leik í vetur og verið með 46% hittni. Fokke er með 4,8 þriggja stiga körfur að meðaltali í leik og 40% hittni. „Þetta er rosalegt. Ég man ekki eftir annarri eins hittni hjá tvennu í liði, eins og hjá þessum tveimur,“ sagði Hörður Unnsteinsson þegar fjallað var um Þórsliðið í þættinum á miðvikudagskvöld. „Þær eru stórhættulegar. Maður myndi telja það gott að vera í 37% en að vera í 46% eins og Amandine er ekkert smá flott,“ sagði Helena Sverrisdóttir en umræðuna má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld - Þórskonur tapa aldrei heima Þór hefur unnið alla heimaleiki sína í Bónus-deildinni í vetur, og alls átta heimaleiki í röð síðan liðið tapaði síðast á Akureyri 13. apríl á síðasta ári. Þessi heimavallarárangur gerir að verkum að Þór er aðeins tveimur stigum á eftir Haukum í baráttu um deildarmeistaratitilinn, nú þegar þrjár umferðir eru eftir fram að úrslitakeppni. „Það er ótrúlegt hversu sterkar þær eru á heimavelli. Þetta er eiginlega uppáhalds liðið mitt. Það er svo gaman að horfa á þær spila. Allar aðgerðir eru gerðar á háu tempói. Þess vegna losna þær og fá opin skot, því þær gera allt hratt,“ sagði Ólöf Helga Pálsdóttir en þáttinn í heild geta áskrifendur fundið á íþróttasíðunni á sjónvarpsvef Stöðvar 2.
Bónus-deild kvenna Þór Akureyri Körfuboltakvöld Mest lesið Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Körfubolti Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Golf „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Enski boltinn Myndaveisla: Forystufólk og fjölskyldur fögnuðu með íþróttafólki ársins Sport Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi Körfubolti „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Körfubolti Fleiri fréttir Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Uppgjörið: Ármann - Álftanes 75-110 | Mikilvægur sigur eftir taphrinu Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Sjá meira