Samgönguráðuneyti Suður-Kóreu greinir frá þessu í tilkynningu. Skýrslan verður send til Alþjóðaflugmálastofnunarinnar sem og yfirvalda í Bandaríkjunum, Frakklandi og Tælandi. Rannsakendur opinberra stofnana í þeim ríkjum hafa komið að rannsókninni á slysinu.
Fram kemur að meðal annars sé til rannsóknar hvaða áhrif fuglaferðir um flugvöllinn höfðu á atburðarásina en skömmu fyrir slysið tilkynnti flugstjóri vélarinnar um neyðarástand, fuglar hefðu skollið á flugvélina. Tveimur mínútum fyrr hafði flugumferðarstjóri þegar varað við mögulegri hættu á fuglaferðum.
Þá eru til rannsóknar hljóðupptökur úr flugstjórnarklefanum en þær upptökur stöðvuðust fjórum mínútum fyrir áreksturinn. Einhverjir mánuðir eru þar til þeirri rannsókn lýkur. Í tilkynningunni frá ráðuneytinu segir að myndefni úr öryggismyndavélum sýni fugla í nánd við flugvélina meðan hún var enn í loftinu.
Þá hafi fundist fjaðrir og andarblóð í vél flugvélarinnar. Enn sé ekki hægt að segja til um hvenær fuglarnir eiga að hafa skollið á flugvélina og því hvaða áhrif það hafði á atburðarásina.
Loks segir að sérstök rannsókn muni fara fram á veggnum sem flugvélin skall á. Veggurinn, sem sérfræðingar segja hafa valdið því að slysið varð mannskæðara en það hefði annars verið, verði í framhaldinu fjarlægður.