Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Magnús Jochum Pálsson skrifar 26. janúar 2025 00:06 Áslaug Arna er ötul í blótinu. Hún hlýtur að reyna við fjögur þorrablót á átta dögum á næsta ári. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir mætti á þrjú þorrablót á síðustu átta dögum sem er eftirtektarverð mæting. Áslaug er sögð munu tilkynna framboð sitt til formanns Sjálfstæðisflokksins á morgun. Það styttist í landsfund Sjálfstæðisflokksins og er ljóst að formaðurinn Bjarni Benediktsson og varaformaðurinn Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir munu bæði hverfa á braut. Þrír hafa verið orðaðir einna mest við embættið: Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson og Guðrún Hafsteinsdóttir. Þau tvö síðarnefndu segjast vera að íhuga málið en Áslaug hefur unnið að framboði sínu í nokkurn tíma og mun tilkynna það á fundi á morgun. Fylkiskona meðal KR-inga Áslaug hefur verið á útopnu félagslega upp á síðkastið og verið tíður gestur á hinum ýmsu viðburðum. Þann 19. janúar mætti hún á þorrablót Vesturbæjar sem þótti eftirtektarvert í ljósi þess að hún er uppalin í Ártúnsholtinu og er gallhörð Fylkiskona. Blaðamaður Mannlífs gekk svo langt að segja að „engum sönnum Fylkismanni myndi detta í hug að láta sjá sig þar“ og hún gæti varla „kallað sig stuðningsmann félagsins eftir „svik“ sem þessi…“ En mætingin á vesturbæjarblótið var þó bara upphafið að þorratörn Áslaugar. Blótaði í Kópavogi Næst sást til Áslaugar á stærsta þorrablóti landsins sem fór fram í Kórnum föstudaginn 24. janúar. Þar hefur hún skemmt sér konunglega með HK-ingum og Blikum. Kópavogurinn hefur verið sterkt vígi Sjálfstæðismanna undanfarna áratugi og hefur flokkurinn verið í bæjarstjórn samfleytt frá 1990. Áslaug stillti sér þar upp á mynd með Ásdísi Kristjánsdóttur bæjarstjóra og Þórdísi Kolbrúnu, fráfarandi varaformanni, sem býr í Kópavoginum. Áslaug, Þórdís, Ásdís og vinkona þeirra. Þórdís Kolbrún var lengi orðuð við formannsstólinn en greindi frá því á fimmtudag að hún sæktist ekki eftir neinu embætti. Sjá einnig: Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Þórdís og Áslaug eru sagðar tilheyra svokölluðum Bjarna-armi flokksins en hinn stóri armurinn er kenndur við Guðlaug Þór. Nú þegar Bjarni virðist á leið úr stjórnmálum er ekki lengur hægt að kenna arminn við hann. Áslaugar-armur er þá líklega að verða til og hann fer greinilega ekki tvístraður á landsfund. Mosó síðasti viðkomustaður Þriðja og síðasta þorrablót Áslaugar var svo í kvöld í Mosfellsbænum á vegum Ungmennafélagsins Aftureldingar. Áslaug birti fjölda mynda af sér frá blótinu, þar á meðal með oddvita Sjálfstæðisflokksins í Mosó, Ásgeiri Sveinssyni og með þingflokkskollega sínum Bryndísi Haraldsdóttur. Áslaug og Ásgeir tóku sig vel út á blótinu. Þrjú þorrablót á átta dögum - fullkominn undirbúningur fyrir framboð til formanns Sjálfstæðisflokksins. Þorrablót Sjálfstæðisflokkurinn Kópavogur Reykjavík Mosfellsbær Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Lífið Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Lífið Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Scary Movie-stjarna látin Lífið Béla Tarr er látinn Bíó og sjónvarp Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Lífið samstarf Fleiri fréttir Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sjá meira
Það styttist í landsfund Sjálfstæðisflokksins og er ljóst að formaðurinn Bjarni Benediktsson og varaformaðurinn Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir munu bæði hverfa á braut. Þrír hafa verið orðaðir einna mest við embættið: Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson og Guðrún Hafsteinsdóttir. Þau tvö síðarnefndu segjast vera að íhuga málið en Áslaug hefur unnið að framboði sínu í nokkurn tíma og mun tilkynna það á fundi á morgun. Fylkiskona meðal KR-inga Áslaug hefur verið á útopnu félagslega upp á síðkastið og verið tíður gestur á hinum ýmsu viðburðum. Þann 19. janúar mætti hún á þorrablót Vesturbæjar sem þótti eftirtektarvert í ljósi þess að hún er uppalin í Ártúnsholtinu og er gallhörð Fylkiskona. Blaðamaður Mannlífs gekk svo langt að segja að „engum sönnum Fylkismanni myndi detta í hug að láta sjá sig þar“ og hún gæti varla „kallað sig stuðningsmann félagsins eftir „svik“ sem þessi…“ En mætingin á vesturbæjarblótið var þó bara upphafið að þorratörn Áslaugar. Blótaði í Kópavogi Næst sást til Áslaugar á stærsta þorrablóti landsins sem fór fram í Kórnum föstudaginn 24. janúar. Þar hefur hún skemmt sér konunglega með HK-ingum og Blikum. Kópavogurinn hefur verið sterkt vígi Sjálfstæðismanna undanfarna áratugi og hefur flokkurinn verið í bæjarstjórn samfleytt frá 1990. Áslaug stillti sér þar upp á mynd með Ásdísi Kristjánsdóttur bæjarstjóra og Þórdísi Kolbrúnu, fráfarandi varaformanni, sem býr í Kópavoginum. Áslaug, Þórdís, Ásdís og vinkona þeirra. Þórdís Kolbrún var lengi orðuð við formannsstólinn en greindi frá því á fimmtudag að hún sæktist ekki eftir neinu embætti. Sjá einnig: Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Þórdís og Áslaug eru sagðar tilheyra svokölluðum Bjarna-armi flokksins en hinn stóri armurinn er kenndur við Guðlaug Þór. Nú þegar Bjarni virðist á leið úr stjórnmálum er ekki lengur hægt að kenna arminn við hann. Áslaugar-armur er þá líklega að verða til og hann fer greinilega ekki tvístraður á landsfund. Mosó síðasti viðkomustaður Þriðja og síðasta þorrablót Áslaugar var svo í kvöld í Mosfellsbænum á vegum Ungmennafélagsins Aftureldingar. Áslaug birti fjölda mynda af sér frá blótinu, þar á meðal með oddvita Sjálfstæðisflokksins í Mosó, Ásgeiri Sveinssyni og með þingflokkskollega sínum Bryndísi Haraldsdóttur. Áslaug og Ásgeir tóku sig vel út á blótinu. Þrjú þorrablót á átta dögum - fullkominn undirbúningur fyrir framboð til formanns Sjálfstæðisflokksins.
Þorrablót Sjálfstæðisflokkurinn Kópavogur Reykjavík Mosfellsbær Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Lífið Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Lífið Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Scary Movie-stjarna látin Lífið Béla Tarr er látinn Bíó og sjónvarp Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Lífið samstarf Fleiri fréttir Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sjá meira