Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. janúar 2025 21:03 Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogsbæjar og Unnar Atli, plokkari ársins 2024 í Kópavogi fóru saman út að plokka í vikunni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er ýmislegt, sem plokkari ársins 2024 hjá Kópavogsbæ finnur þegar hann gengur um bæinn í sjálfboðavinnu og týnir upp í ruslapokann sinn. Það furðulegasta segir hann vera víbradora kvenna og nærbuxur, sem hann finnur æði oft á víðavangi í Kópavogi. Það er flott framtak hjá Kópavogsbæ að útnefna plokkara ársins en nú var það Unnar Atli, sem var heiðraður af bæjarstjórn fyrir sinn dugnað við að halda umhverfinu hreinu á nýliðnu ári. Unnar, sem verður 70 ára á árinu fær ruslapoka og sýnileikafatnað hjá Kópavogsbæ en annars er öll hans vinna unnin í sjálfboðavinnu. „Mér fannst bara tilvalið að finna þennan mann og heiðra hann. Auðvitað eigum við að gera eitthvað svona. Hér er íbúi, sem er í sínum frítíma að ganga um bæinn og tína upp rusl og það er auðvitað mikils virði fyrir okkur og virkilega skemmtilegt og okkur fannst þetta bara tilvalið,” segir Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogsbæjar. En hversu mikilvægt er að eiga mann eins og Unnar? „Mjög mikilvægt og þú sérð það líka, ef þú keyrir hér um götur eða gengur um götur bæjarins hvað það er nú snyrtilegt hjá okkur,” bætir Ásdís við. Plokkstangirnar klárar í Kópavogi hjá Ásdísi bæjarstjóra, Leifi Eiríkssyni, forstöðumanni Þjónustumiðstöðvar Kópavogsbæjar og Unnari Atla plokkara með meiru.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er ýmislegt, sem verður á vegi Unnars þegar hann er að plokka og kemur honum alltaf jafn mikið á óvart. „Furðulegasta ruslið ef ég má segja frá því, þá er það víbradorar kvenna og nærbuxurnar, sérstaklega í Kópavoginum, þær eru bara nærbuxnalausar,” segir Unnar og bætir við. „Þetta eru náttúrulega líkar sígarettustubbar og þessir púðar, sem menn eru með og eitthvað af sprautum og já, mikið af plasti.” Unnar segist fá mikla hreyfingu í plokkinu og hann hvetur fólk hvar sem er á landinu að drífa sig út og plokka, það sé allra meina bót. „Við eigum öll að hjálpast að, það er málið. Þetta er eins og færiband, það eiga allir að hjálpast að og kunna að meta það, sem er verið að gera,” segir Unnar. Unnar Atli var heiðraður sérstaklega af Kópavogsbæ og er hann að sjálfsögðu mjög stoltur og ánægður með viðurkenninguna, sem hann hefur fengið frá bæjarfélaginu. Hér er Leifur Eiríksson hjá Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.Aðsend Og Unnar stelst meira að segja stundum í önnur sveitarfélög til að plokka. „Já, já, ég fer alveg í Hafnarfjörðin og yfir í Reykjavík hinum megin frá,” segir hann sposkur á svip. Kópavogur Umhverfismál Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira
Það er flott framtak hjá Kópavogsbæ að útnefna plokkara ársins en nú var það Unnar Atli, sem var heiðraður af bæjarstjórn fyrir sinn dugnað við að halda umhverfinu hreinu á nýliðnu ári. Unnar, sem verður 70 ára á árinu fær ruslapoka og sýnileikafatnað hjá Kópavogsbæ en annars er öll hans vinna unnin í sjálfboðavinnu. „Mér fannst bara tilvalið að finna þennan mann og heiðra hann. Auðvitað eigum við að gera eitthvað svona. Hér er íbúi, sem er í sínum frítíma að ganga um bæinn og tína upp rusl og það er auðvitað mikils virði fyrir okkur og virkilega skemmtilegt og okkur fannst þetta bara tilvalið,” segir Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogsbæjar. En hversu mikilvægt er að eiga mann eins og Unnar? „Mjög mikilvægt og þú sérð það líka, ef þú keyrir hér um götur eða gengur um götur bæjarins hvað það er nú snyrtilegt hjá okkur,” bætir Ásdís við. Plokkstangirnar klárar í Kópavogi hjá Ásdísi bæjarstjóra, Leifi Eiríkssyni, forstöðumanni Þjónustumiðstöðvar Kópavogsbæjar og Unnari Atla plokkara með meiru.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er ýmislegt, sem verður á vegi Unnars þegar hann er að plokka og kemur honum alltaf jafn mikið á óvart. „Furðulegasta ruslið ef ég má segja frá því, þá er það víbradorar kvenna og nærbuxurnar, sérstaklega í Kópavoginum, þær eru bara nærbuxnalausar,” segir Unnar og bætir við. „Þetta eru náttúrulega líkar sígarettustubbar og þessir púðar, sem menn eru með og eitthvað af sprautum og já, mikið af plasti.” Unnar segist fá mikla hreyfingu í plokkinu og hann hvetur fólk hvar sem er á landinu að drífa sig út og plokka, það sé allra meina bót. „Við eigum öll að hjálpast að, það er málið. Þetta er eins og færiband, það eiga allir að hjálpast að og kunna að meta það, sem er verið að gera,” segir Unnar. Unnar Atli var heiðraður sérstaklega af Kópavogsbæ og er hann að sjálfsögðu mjög stoltur og ánægður með viðurkenninguna, sem hann hefur fengið frá bæjarfélaginu. Hér er Leifur Eiríksson hjá Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.Aðsend Og Unnar stelst meira að segja stundum í önnur sveitarfélög til að plokka. „Já, já, ég fer alveg í Hafnarfjörðin og yfir í Reykjavík hinum megin frá,” segir hann sposkur á svip.
Kópavogur Umhverfismál Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira