Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. janúar 2025 07:58 Lík drengjanna fundust frosin við landamærin. No Name Kitchen/Collettivo Rotte Balcaniche Mannúðarsamtök segja yfirvöld í Búlgaríu hafa hunsað neyðarkall og hindrað sjálfboðaliða í því að bjarga þremur egypskum drengjum sem síðar fundust frosnir til dauða nærri landamærum Búlgaríu og Tyrklands. Samtökin, No Name Kitchen og Collettivo Rotte Balcaniche, hafa sett saman skýrslu um málið. Fjöldi fólks freistar þess að komast til Evrópu um fyrrnefnd landamæri en svæðið er erfitt yfirferðar og ekki síst yfir vetrartímann. Samkvæmt samtökunum var þeim gert viðvart um það 27. desember síðastliðinn að símtöl hefðu borist í neyðarlínu hjáparsamtaka þar sem talað var um þrjá táninga í hættu. Neyðarlínunni bárust hnit til að staðsetja drengina og sjálfboðaliðar gerðu ítrekaðar tilraunir til að koma þeim áfram til viðbragðsaðila. Þá freistuðu þeir þess einnig að komast sjálfir á staðinn. Samtökin segja lögregluyfirvöld hins vegar hafa hindrað för sjálfboðaliðanna, þrátt fyrir að hafa verið sýndar myndir af einum drengjanna í snjónum. Drengirnir þrír, Ahmed Samra, 17 ára, Ahmed Elawdan, 16 ára, og Seifalla Elbeltagy, 15 ára, fundust seinna látnir. Við lík Samra mátti sjá fótspor og hundaspor, sem samtökin segja benda til þess að lögregla hafi fundið drengina lifandi eða liðna en látið þá liggja áfram. Síðar, þegar komið var aftur að líkunum, höfðu sporin verið máð út. Í skýrslunni segir að yfirvöld hafi ítrekað hamlað björgunaraðgerðum sjálfboðaliða. Þeir hafi meðal annars verið áreittir af landamæravörðum og ein kona látin afklæðast á meðan verðirnir leituðu í fórum hennar. Samtökin hafa kallað eftir rannsókn á framgöngu yfirvalda í Búlgaríu í garð flóttafólks og sjálfboðaliða. Guardian fjallar ítarlega um málið. Búlgaría Flóttamenn Mannréttindi Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Sjá meira
Samtökin, No Name Kitchen og Collettivo Rotte Balcaniche, hafa sett saman skýrslu um málið. Fjöldi fólks freistar þess að komast til Evrópu um fyrrnefnd landamæri en svæðið er erfitt yfirferðar og ekki síst yfir vetrartímann. Samkvæmt samtökunum var þeim gert viðvart um það 27. desember síðastliðinn að símtöl hefðu borist í neyðarlínu hjáparsamtaka þar sem talað var um þrjá táninga í hættu. Neyðarlínunni bárust hnit til að staðsetja drengina og sjálfboðaliðar gerðu ítrekaðar tilraunir til að koma þeim áfram til viðbragðsaðila. Þá freistuðu þeir þess einnig að komast sjálfir á staðinn. Samtökin segja lögregluyfirvöld hins vegar hafa hindrað för sjálfboðaliðanna, þrátt fyrir að hafa verið sýndar myndir af einum drengjanna í snjónum. Drengirnir þrír, Ahmed Samra, 17 ára, Ahmed Elawdan, 16 ára, og Seifalla Elbeltagy, 15 ára, fundust seinna látnir. Við lík Samra mátti sjá fótspor og hundaspor, sem samtökin segja benda til þess að lögregla hafi fundið drengina lifandi eða liðna en látið þá liggja áfram. Síðar, þegar komið var aftur að líkunum, höfðu sporin verið máð út. Í skýrslunni segir að yfirvöld hafi ítrekað hamlað björgunaraðgerðum sjálfboðaliða. Þeir hafi meðal annars verið áreittir af landamæravörðum og ein kona látin afklæðast á meðan verðirnir leituðu í fórum hennar. Samtökin hafa kallað eftir rannsókn á framgöngu yfirvalda í Búlgaríu í garð flóttafólks og sjálfboðaliða. Guardian fjallar ítarlega um málið.
Búlgaría Flóttamenn Mannréttindi Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Sjá meira