Óheftar strandveiðar Arthur Bogason skrifar 27. janúar 2025 20:00 Ég er orðinn nokkuð gamall í hettunni í slagnum fyrir smábátaflotann og því ýmsu vanur úr ranni LÍÚ (SFS). Dellan úr þeirri átt náði þó nýjum hæðum með pistli framkvæmdastjóra samtakanna hinn 22. janúar sl í Viðskiptablaðinu undir fyrirsögninni: „Dýr verður sælan öll“. „Sælan öll“ er ekki útskýrð frekar. Ég ætla ekki að elta ólar við allt sem stendur í pistlinum - tek út eina setningu - sem er reyndar tvítekin: „Óheftar strandveiðar“. Framkvæmdastjórinn telur að ríkisstjórnin boði „óheftar strandveiðar“. Ég tel mig hafa sæmilegan málskilning. Orðið “óheft” þýðir í mínum huga eitthvað sem er án hvers kyns takmarkana. Ef ég skil hlutina rétt þá er það sem um ræðir af hendi ríkisstjórnarinnar eftirfarandi: Strandveiðimenn fái að róa 48 daga á ári, 12 daga í mánuði, mai, júní, júlí og ágúst. Sá böggull (ásamt fleirum) fylgir skammrifi að þeir verða að vera komnir til hafnar ekki mínútu síðar en 14 klst eftir að hafa lagt úr höfn (að viðurlagðri áminningu, sekt eða refsingu). . Í þessu ákvæði fellst sú staðreynd að - segjum sem svo - að einhverjir nái að róa 48 sinnum á tímabilinu (heyrir til algerra undantekninga allt frá árinu 2009 - upphafsári strandveiðikerfisins), þá höfðu þeir í raun nýtt 28 sólarhringa, eða uþb 7 % sólarhringa ársins. Á árabilinu 2018 - 2024 var meðaltal róðra strandveiðibáta innan við 25 á ári. Ástæðurnar eru fyrst og fremst frátafir vegna veðurs, vélabillana, veikinda og annara óviðráðanlegra og ófyrirsjáanlegra orsaka. Við þetta má bæta að strandveiðimenn mega eingöngu nota handfæri (vissulega tölvustýrðar vindur) og aðeins róa fyrstu fjóra virku daga hverrar viku. Sem þýðir að ef veður hamla veiðum verður bara að hafa það - tapaðir dagar færast ekki yfir á nýtt tímabil. Fleira kemur til. Þá daga sem þeir komast til veiða mega þeir að hámarki landa 774 kg af óslægðum þorski og hafa að hámarki 4 handfæravindur á borðstoknum. Hér eru ekki allar þær girðingar taldar (þótt ótrúlegt sé) sem löggjafinn hefur reist þeim sem kjósa að reyna fyrir sér í strandveiðum / handfæraveiðum. Af framansögðu leikur mér forvitni á að spyrja framkvæmdastjóra LÍÚ (SFS) hvort hún væri til í að skipta á kjörum strandveiðimanna og - t.d. - togaraflotans? Myndu þau bítti þýða „óheftar togveiðar“ við Ísland? Höfundur er formaður Landssambands smábátaeigenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Sjávarútvegur Strandveiðar Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Ég er orðinn nokkuð gamall í hettunni í slagnum fyrir smábátaflotann og því ýmsu vanur úr ranni LÍÚ (SFS). Dellan úr þeirri átt náði þó nýjum hæðum með pistli framkvæmdastjóra samtakanna hinn 22. janúar sl í Viðskiptablaðinu undir fyrirsögninni: „Dýr verður sælan öll“. „Sælan öll“ er ekki útskýrð frekar. Ég ætla ekki að elta ólar við allt sem stendur í pistlinum - tek út eina setningu - sem er reyndar tvítekin: „Óheftar strandveiðar“. Framkvæmdastjórinn telur að ríkisstjórnin boði „óheftar strandveiðar“. Ég tel mig hafa sæmilegan málskilning. Orðið “óheft” þýðir í mínum huga eitthvað sem er án hvers kyns takmarkana. Ef ég skil hlutina rétt þá er það sem um ræðir af hendi ríkisstjórnarinnar eftirfarandi: Strandveiðimenn fái að róa 48 daga á ári, 12 daga í mánuði, mai, júní, júlí og ágúst. Sá böggull (ásamt fleirum) fylgir skammrifi að þeir verða að vera komnir til hafnar ekki mínútu síðar en 14 klst eftir að hafa lagt úr höfn (að viðurlagðri áminningu, sekt eða refsingu). . Í þessu ákvæði fellst sú staðreynd að - segjum sem svo - að einhverjir nái að róa 48 sinnum á tímabilinu (heyrir til algerra undantekninga allt frá árinu 2009 - upphafsári strandveiðikerfisins), þá höfðu þeir í raun nýtt 28 sólarhringa, eða uþb 7 % sólarhringa ársins. Á árabilinu 2018 - 2024 var meðaltal róðra strandveiðibáta innan við 25 á ári. Ástæðurnar eru fyrst og fremst frátafir vegna veðurs, vélabillana, veikinda og annara óviðráðanlegra og ófyrirsjáanlegra orsaka. Við þetta má bæta að strandveiðimenn mega eingöngu nota handfæri (vissulega tölvustýrðar vindur) og aðeins róa fyrstu fjóra virku daga hverrar viku. Sem þýðir að ef veður hamla veiðum verður bara að hafa það - tapaðir dagar færast ekki yfir á nýtt tímabil. Fleira kemur til. Þá daga sem þeir komast til veiða mega þeir að hámarki landa 774 kg af óslægðum þorski og hafa að hámarki 4 handfæravindur á borðstoknum. Hér eru ekki allar þær girðingar taldar (þótt ótrúlegt sé) sem löggjafinn hefur reist þeim sem kjósa að reyna fyrir sér í strandveiðum / handfæraveiðum. Af framansögðu leikur mér forvitni á að spyrja framkvæmdastjóra LÍÚ (SFS) hvort hún væri til í að skipta á kjörum strandveiðimanna og - t.d. - togaraflotans? Myndu þau bítti þýða „óheftar togveiðar“ við Ísland? Höfundur er formaður Landssambands smábátaeigenda.
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar