Sterki maðurinn Bjarni Karlsson skrifar 28. janúar 2025 14:15 Nú eru 80 ár frá því síðustu fangar sluppu lifandi úr útrýmingabúðum Þriðja ríkisins. Það er brýnt öryggismál að samfélög heimsins gleymi ekki þróun mála í Þýskalandi nasismans. Við þurfum að skilja hvað veldur þegar félagsauður gufar upp í samfélagi svo fólk hættir að vænta góðs af ókunnugum. Það sem veldur er alltaf einhver uppsöfnuð skömm og andúð sem ekki hefur verið rædd og hugguð. Þá treysta menn ekki lengur á samtalið. Lýðræðið missir trúverðugleika sinn og ákallið um sterka manninn verður hærra og hærra - uns hann birtist! Því hann birtist alltaf. Sterki maðurinn, líkt og Pútín, Netanjahú og Trump, er aldrei sjálfskapaður heldur er hann afurð samfélagsins. Hann er líkömnuð þrá eftir stóra bróður sem kann tökin á hinu endurleysandi ofbeldi sem búa skal öruggan heim fyrir konur og börn. Við höfum haft Jósef Stalín, Augusto Pinochet, Kim Il-sung, Benito Mussolini o.fl. Sterki maðurinn lætur engan komast upp með moðreyk og þegar hann hefur sýnt vald sitt líður heilu þjóðfélögunum eins og nýflengdum börnum. Allt er orðið gott. Allt er öruggt. Aftur. Fyrst tekur hann Úkraínu svo tekur hann Gaza og Grænland. Hvað sem þarf. Innst inni vill hann örugglega vel, vonar fólk. Þótt ekki sé allt fallegt sem hann aðhefst. Er Trump ekki friðarforseti þrátt fyrir allt? Endurlausnarofbeldið, hugmyndin um að hið góða líf eigi forsendu sína í vel heppnaðri valdbeitingu fremur en samráði, er ævafornt.[1] Heimurinn var, jú, skapaður úr hræi hrímþursins Ýmis, ekki satt? Ekkert er nýtt undir sólu. Ekki heldur sterki maðurinn. Meðfram því að tryggja hagsmuni ríkisins og öryggi almennings (Lebensraum) gagnvart hvers kyns hernaðarógn, sameinar sterki maðurinn þjóðfélagið með því að benda á óvini innan þess sjálfs. Til þess að tryggja völdin þarf hann nefnilega að skapa hina réttu blöndu af ótta og feginleika hjá almenningi. Útlendingar eru alltaf tortryggilegir og nýtast því jafnan vel í þessa suðu. Svo þarf að finna réttu minnihlutahópana. Um miðja síðustu öld voru það Gyðingar og hommar. Núna höfum við múslima og fjölbreytt kynseginsamfélag sem sterki maðurinn snýst gegn og minnir á að það séu nú bara tvö kyn. Þá getur obbi fólks aldeilis andað léttar því það tilheyrir jú meirihlutanum. Aðalveruleikanum. Hjúkk, hjúkk, hjúkk. Aukaveruleikinn er merktur skömm og skít, höfnun og dauða. Ekki viltu tilheyra honum? Þú vilt ekki vera múslilmi, kynsegin eða óreiðumaður í heimi sterka mannsins. Nei, hér erum við sko hrein og sönn. Nú verðum við aftur eins og við alltaf áttum að vera. Eins og Guð hafði einmitt ætlað. Nú verðum við stórkostleg að nýju... Í þessu samhengi ígrunda ég orð Jesú um þjónandi forystu: „Konungar þjóða drottna yfir þeim og valdhafar þeirra kallast velgjörðamenn. En eigi sé yður svo farið heldur sé hinn mesti yðar á meðal sem væri hann yngstur og foringinn sem þjónn. Því hvort er sá meiri sem situr til borðs eða hinn sem þjónar? Er það ekki sá sem situr til borðs? Samt er ég meðal yðar eins og þjónninn.“[2] Höfundur er prestur og siðfræðingur. [1] Walter Wink, 1992, Engaging the Powers, Augsburg Fortress, Minneapolis, Minnesota USA.s. 23 – 26. [2] Lúkasarguðspjall 22. 25-27 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nú eru 80 ár frá því síðustu fangar sluppu lifandi úr útrýmingabúðum Þriðja ríkisins. Það er brýnt öryggismál að samfélög heimsins gleymi ekki þróun mála í Þýskalandi nasismans. Við þurfum að skilja hvað veldur þegar félagsauður gufar upp í samfélagi svo fólk hættir að vænta góðs af ókunnugum. Það sem veldur er alltaf einhver uppsöfnuð skömm og andúð sem ekki hefur verið rædd og hugguð. Þá treysta menn ekki lengur á samtalið. Lýðræðið missir trúverðugleika sinn og ákallið um sterka manninn verður hærra og hærra - uns hann birtist! Því hann birtist alltaf. Sterki maðurinn, líkt og Pútín, Netanjahú og Trump, er aldrei sjálfskapaður heldur er hann afurð samfélagsins. Hann er líkömnuð þrá eftir stóra bróður sem kann tökin á hinu endurleysandi ofbeldi sem búa skal öruggan heim fyrir konur og börn. Við höfum haft Jósef Stalín, Augusto Pinochet, Kim Il-sung, Benito Mussolini o.fl. Sterki maðurinn lætur engan komast upp með moðreyk og þegar hann hefur sýnt vald sitt líður heilu þjóðfélögunum eins og nýflengdum börnum. Allt er orðið gott. Allt er öruggt. Aftur. Fyrst tekur hann Úkraínu svo tekur hann Gaza og Grænland. Hvað sem þarf. Innst inni vill hann örugglega vel, vonar fólk. Þótt ekki sé allt fallegt sem hann aðhefst. Er Trump ekki friðarforseti þrátt fyrir allt? Endurlausnarofbeldið, hugmyndin um að hið góða líf eigi forsendu sína í vel heppnaðri valdbeitingu fremur en samráði, er ævafornt.[1] Heimurinn var, jú, skapaður úr hræi hrímþursins Ýmis, ekki satt? Ekkert er nýtt undir sólu. Ekki heldur sterki maðurinn. Meðfram því að tryggja hagsmuni ríkisins og öryggi almennings (Lebensraum) gagnvart hvers kyns hernaðarógn, sameinar sterki maðurinn þjóðfélagið með því að benda á óvini innan þess sjálfs. Til þess að tryggja völdin þarf hann nefnilega að skapa hina réttu blöndu af ótta og feginleika hjá almenningi. Útlendingar eru alltaf tortryggilegir og nýtast því jafnan vel í þessa suðu. Svo þarf að finna réttu minnihlutahópana. Um miðja síðustu öld voru það Gyðingar og hommar. Núna höfum við múslima og fjölbreytt kynseginsamfélag sem sterki maðurinn snýst gegn og minnir á að það séu nú bara tvö kyn. Þá getur obbi fólks aldeilis andað léttar því það tilheyrir jú meirihlutanum. Aðalveruleikanum. Hjúkk, hjúkk, hjúkk. Aukaveruleikinn er merktur skömm og skít, höfnun og dauða. Ekki viltu tilheyra honum? Þú vilt ekki vera múslilmi, kynsegin eða óreiðumaður í heimi sterka mannsins. Nei, hér erum við sko hrein og sönn. Nú verðum við aftur eins og við alltaf áttum að vera. Eins og Guð hafði einmitt ætlað. Nú verðum við stórkostleg að nýju... Í þessu samhengi ígrunda ég orð Jesú um þjónandi forystu: „Konungar þjóða drottna yfir þeim og valdhafar þeirra kallast velgjörðamenn. En eigi sé yður svo farið heldur sé hinn mesti yðar á meðal sem væri hann yngstur og foringinn sem þjónn. Því hvort er sá meiri sem situr til borðs eða hinn sem þjónar? Er það ekki sá sem situr til borðs? Samt er ég meðal yðar eins og þjónninn.“[2] Höfundur er prestur og siðfræðingur. [1] Walter Wink, 1992, Engaging the Powers, Augsburg Fortress, Minneapolis, Minnesota USA.s. 23 – 26. [2] Lúkasarguðspjall 22. 25-27
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun