Af styrkjum Sigmar Guðmundsson skrifar 29. janúar 2025 08:01 Formaður Framsóknar vill að fram fari rannsókn á ríkisstyrkjum til stjórnmálaflokka enda hefur komið í ljós að fimm flokkar hafa á liðnum árum fengið styrk án þess að vera rétt skráðir. Sigurður Ingi er með þessu að biðja um rannsókn á því hvers vegna ráðuneyti í hans eigin ríkisstjórn blessaði þessa styrki án þess að skráning flokkanna væri rétt. Þessi krafa Sigurðar Inga um rannsókn á verklagi í ráðuneyti Bjarna Benediktssonar staðfestir fyrir okkur að þessir gömlu „samstarfsflokkar“ ætla að halda áfram að rífast í stjórnarandstöðu. Verði þeim að góðu. Þeir sjálfstæðismenn sem hæst tala í þessu máli gagnrýna Flokk fólksins harkalega en skauta algerlega fram hjá því að þeirra eigin flokkur fékk greidda út styrki án réttrar skráningar. Styrkurinn til Sjálfstæðisflokksins var greiddur út þegar fjármálaráðherra flokksins hélt um veskið og bar sem slíkur þá ábyrgð sem fylgir setu í ráðuneytinu. Mistökin voru gerð í tíð síðustu ríkisstjórnar. Mér finnst mjög eðlilegt að gera þá kröfu að Flokkur fólksins bregðist við og lagfæri þetta og formaðurinn hefur sagt að það verði gert. Hinir flokkarnir hafa nú þegar lagfært þetta hjá sér. Það er líka eðlilegt að skoðað verði hvernig þetta gat gerst, í því skyni að þetta endurtaki sig ekki. Allir flokkar sem fá fjármagn úr ríkissjóði verða að sætta sig að reglur um slíka styrki séu strangar og að þeim sé fylgt eftir. Hvort það leiði til þess að þeir þurfi að endurgreiða styrkina er nú til skoðunar í fjármálaráðuneytinu og klárast vonandi fljótt. Sjálfur efast ég ekki um að Sjálfstæðisflokkurinn, VG, Píratar, Sósíalistar og Flokkur fólksins séu stjórnmálaflokkar í hefðbundnum skilning þótt þeir hafi allir gert þessi mistök. Ekkert hefur komið fram um að þessir flokkar hafi nýtt fjármagnið í annað en því var ætlað samkvæmt reglum. Það er aðalatriðið þótt formreglurnar skipti líka máli. Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Styrkir til stjórnmálasamtaka Sigmar Guðmundsson Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Framsóknarflokkurinn Flokkur fólksins Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Formaður Framsóknar vill að fram fari rannsókn á ríkisstyrkjum til stjórnmálaflokka enda hefur komið í ljós að fimm flokkar hafa á liðnum árum fengið styrk án þess að vera rétt skráðir. Sigurður Ingi er með þessu að biðja um rannsókn á því hvers vegna ráðuneyti í hans eigin ríkisstjórn blessaði þessa styrki án þess að skráning flokkanna væri rétt. Þessi krafa Sigurðar Inga um rannsókn á verklagi í ráðuneyti Bjarna Benediktssonar staðfestir fyrir okkur að þessir gömlu „samstarfsflokkar“ ætla að halda áfram að rífast í stjórnarandstöðu. Verði þeim að góðu. Þeir sjálfstæðismenn sem hæst tala í þessu máli gagnrýna Flokk fólksins harkalega en skauta algerlega fram hjá því að þeirra eigin flokkur fékk greidda út styrki án réttrar skráningar. Styrkurinn til Sjálfstæðisflokksins var greiddur út þegar fjármálaráðherra flokksins hélt um veskið og bar sem slíkur þá ábyrgð sem fylgir setu í ráðuneytinu. Mistökin voru gerð í tíð síðustu ríkisstjórnar. Mér finnst mjög eðlilegt að gera þá kröfu að Flokkur fólksins bregðist við og lagfæri þetta og formaðurinn hefur sagt að það verði gert. Hinir flokkarnir hafa nú þegar lagfært þetta hjá sér. Það er líka eðlilegt að skoðað verði hvernig þetta gat gerst, í því skyni að þetta endurtaki sig ekki. Allir flokkar sem fá fjármagn úr ríkissjóði verða að sætta sig að reglur um slíka styrki séu strangar og að þeim sé fylgt eftir. Hvort það leiði til þess að þeir þurfi að endurgreiða styrkina er nú til skoðunar í fjármálaráðuneytinu og klárast vonandi fljótt. Sjálfur efast ég ekki um að Sjálfstæðisflokkurinn, VG, Píratar, Sósíalistar og Flokkur fólksins séu stjórnmálaflokkar í hefðbundnum skilning þótt þeir hafi allir gert þessi mistök. Ekkert hefur komið fram um að þessir flokkar hafi nýtt fjármagnið í annað en því var ætlað samkvæmt reglum. Það er aðalatriðið þótt formreglurnar skipti líka máli. Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar