97 ár í sjálfboðaliðastarfi Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar 29. janúar 2025 16:31 Í morgun héldu fimm sjálfboðaliðar Slysavarnafélagsins Landsbjargar til hafs á nýju öflugu og afar fullkomnu björgunarskipi, til aðstoðar tveimur skipverjum á fiskibát sem misst hafði stýri og rak hættulega nærri landi. Áhöfn björgunarskipsins Bjargar var aðeins um 20 mínútur að sigla frá Rifi, vestur fyrir Snæfellsnes þar til komið var að bátnum. Allt fór vel og sjálfboðaliðar félagsins komu með bátinn til hafnar á Rifi rétt upp úr klukkan 8. Björg er fjórða skipið sem félagið endurnýjar af þrettán skipum í afar metnaðarfullu verkefni, með öryggi sjófarenda í huga. Það er kannski til marks um hve mikil breyting hefur orðið í öryggismálum sjómanna og í raun landsmanna allra, að í morgun varð mannbjörg. Mannbjörg á 97 ára afmæli Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Það má ekki gleymast að fyrir stofnun félagsins, þann 29. Janúar árið 1928, var það hinn harði fórnarkostnaður þess að sækja verðmæti hafsins að fjöldi sjómanna átti ekki afturkvæmt á hverju ári. Á áratugnum 1921 til 1930 drukkna 685 sjómenn við Íslandsstrendur, nærri 70 manns ár hvert. Í 25 ára afmælisriti félagsins kallar höfundur, Gils Guðmundsson, þetta skattinn mikla og það er það svo sannarlega. Hinn endanlegi skattur. Á þeim 97 árum sem Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur starfað, fyrst sem Slysavarnafélag Íslands og síðar með sameiningu við Landsbjörg, landsamband björgunarsveita, í Slysavarnafélagið Landsbjörg, hefur orðið bylting í öryggismálum sjómanna. Árlega fara mörg hundruð sjómenn í gegnum öryggisnámskeið félagsins og björgunarsveitir þess sinna oft á tíðum vel á annað þúsund útkalla ár hvert. Þúsundir sjálfboðaliða vinna öll saman undir hatti félagsins að því að vinna ötullega að slysavörnum og vera til taks þegar á þarf að halda, sem vissulega er oftar en góðu hófi gegnir stundum, í óblíðri náttúru okkar lands. Á þessum árum hafa tugþúsundir sjálfboðaliða haldið merkjum félagsins á lofti, með það eitt að leiðarljósi að koma til aðstoðar þegar á þarf að halda og við sjáum í unglingastarfi félagsins næstu kynslóðir brenna fyrir að taka við keflinu og bera það áfram inn í framtíðina. Til hamingju með daginn! Höfundur er formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björgunarsveitir Tímamót Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Sjá meira
Í morgun héldu fimm sjálfboðaliðar Slysavarnafélagsins Landsbjargar til hafs á nýju öflugu og afar fullkomnu björgunarskipi, til aðstoðar tveimur skipverjum á fiskibát sem misst hafði stýri og rak hættulega nærri landi. Áhöfn björgunarskipsins Bjargar var aðeins um 20 mínútur að sigla frá Rifi, vestur fyrir Snæfellsnes þar til komið var að bátnum. Allt fór vel og sjálfboðaliðar félagsins komu með bátinn til hafnar á Rifi rétt upp úr klukkan 8. Björg er fjórða skipið sem félagið endurnýjar af þrettán skipum í afar metnaðarfullu verkefni, með öryggi sjófarenda í huga. Það er kannski til marks um hve mikil breyting hefur orðið í öryggismálum sjómanna og í raun landsmanna allra, að í morgun varð mannbjörg. Mannbjörg á 97 ára afmæli Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Það má ekki gleymast að fyrir stofnun félagsins, þann 29. Janúar árið 1928, var það hinn harði fórnarkostnaður þess að sækja verðmæti hafsins að fjöldi sjómanna átti ekki afturkvæmt á hverju ári. Á áratugnum 1921 til 1930 drukkna 685 sjómenn við Íslandsstrendur, nærri 70 manns ár hvert. Í 25 ára afmælisriti félagsins kallar höfundur, Gils Guðmundsson, þetta skattinn mikla og það er það svo sannarlega. Hinn endanlegi skattur. Á þeim 97 árum sem Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur starfað, fyrst sem Slysavarnafélag Íslands og síðar með sameiningu við Landsbjörg, landsamband björgunarsveita, í Slysavarnafélagið Landsbjörg, hefur orðið bylting í öryggismálum sjómanna. Árlega fara mörg hundruð sjómenn í gegnum öryggisnámskeið félagsins og björgunarsveitir þess sinna oft á tíðum vel á annað þúsund útkalla ár hvert. Þúsundir sjálfboðaliða vinna öll saman undir hatti félagsins að því að vinna ötullega að slysavörnum og vera til taks þegar á þarf að halda, sem vissulega er oftar en góðu hófi gegnir stundum, í óblíðri náttúru okkar lands. Á þessum árum hafa tugþúsundir sjálfboðaliða haldið merkjum félagsins á lofti, með það eitt að leiðarljósi að koma til aðstoðar þegar á þarf að halda og við sjáum í unglingastarfi félagsins næstu kynslóðir brenna fyrir að taka við keflinu og bera það áfram inn í framtíðina. Til hamingju með daginn! Höfundur er formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun