Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Kjartan Kjartansson skrifar 30. janúar 2025 10:30 Þingmenn AfD voru kampakátir eftir að ályktunin sem þeir studdu var samþykkt naumlega í gær, þar á meðal Alice Weidel, varaformaður flokksins (eina konan á myndinni). Vísir/EPA Ályktun gegn innflytjendum og flóttafólki sem Kristilegir demókratar fengu samþykkta með stuðningi öfgahægriflokksins Valkosts fyrir Þýskalands er sögð vatnaskil í þýskum stjórnmálum þar sem flokkar hafa fram að þessu útilokað samstarf við harðlínumennina. Líklegt er að flokkarnir verði þeir tveir stærstu eftir kosningar í næsta mánuði. Neðri deild þýska þingsins samþykkti aðra af tveimur ályktun Kristilegra demókrata (CDU) um að öryggisráðstafanir á landmærunum yrðu hertar og þeim lokað fyrir ólöglegum ferðum fólks í kjölfar þess að afganskur hælisleitandi stakk tvo til bana í borginni Aschaffenburg í síðustu viku. Sósíademókrataflokkur Olafs Scholz kanslara og græningjar greiddu atkvæði á móti ályktuninni sem er þó ekki lagalega bindandi fyrir ríkisstjórnina. Þingmenn öfgahægriflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) tryggðu að ályktunin fór naumlega í gegn. Scholz lét kristilega demókrata og Friedrich Merz, leiðtoga þeirra, fá það óþvegið fyrir að fara í eina sæng með AfD, að sögn Reuters. „Frá stofnun þýska sambandslýðveldisins fyrir 75 árum hefur það alltaf verið almennt samkomulag allra lýðræðissinna: við tökum ekki höndum saman við öfgahægrið. Þið hafi rofið þessa grundvallarsátt lýðveldisins í hita augnabliksins,“ sagði Scholz í þingræðu. Ýjaði kanslarinn að því að CDU og AfD gætu myndað samsteypustjórn eftir kosningarnar 23. febrúar þrátt fyrir að Merz hafi útilokað það til þessa. Bæði kaþólska kirkjan og mótmælendakirkjan varaði við því í bréfi til þingsins að það væri skaðlegt lýðræðinu í landinu að vinna með öfgahægrimönnum. Friedrich Merz, leiðtogi CDU og líklegur næsti kanslari Þýskalands, við atkvæðagreiðslu í þýska þinginu í gær.Vísir/EPA Ekki rangt þótt „rangt fólk“ styðji það Merz varði sig með þeim rökum að ákvörðun væri ekki röng ef „rangt fólk“ styddi hana. Hann harmaði þó að hafa þurft að reiða sig á stuðning AfD. Hann boðaði ennfremur frekari tillögur um takmarkanir á fólksflutninga á morgun. AfD er sá flokkur sem er yst á hægri jaðrinum af þeim flokkum sem eiga sæti á þýska þinginu. Honum hefur vaxið ásmegin á undanförnum árum þrátt fyrir að hann sé einangraður á þingi. Þýska leyniþjónustan skilgreinir AfD sem mögulega öfgahreyfingu sem kunni að ógna lýðræði í landinu og hefur eftirlit með flokknum sem slíkum. Öfgahægrihyggja er sérstaklega viðkvæmt mál í Þýskalandi vegna svartrar sögu nasismans á 20. öld. Nasistaflokkur Adolfs Hitler komst meðal annars til valda á 4. áratug hennar með hjálp íhaldsflokka sem töldu sig geta beislað meðbyr nasista í eigin þágu. Á endanum lögðust þeir í duftið eins og aðrir fyrir Hitler sem stýrði einu alræmdasta alræðisríki í sögu mannkynsins með harðri hendi. Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Flóttamenn Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Sjá meira
Neðri deild þýska þingsins samþykkti aðra af tveimur ályktun Kristilegra demókrata (CDU) um að öryggisráðstafanir á landmærunum yrðu hertar og þeim lokað fyrir ólöglegum ferðum fólks í kjölfar þess að afganskur hælisleitandi stakk tvo til bana í borginni Aschaffenburg í síðustu viku. Sósíademókrataflokkur Olafs Scholz kanslara og græningjar greiddu atkvæði á móti ályktuninni sem er þó ekki lagalega bindandi fyrir ríkisstjórnina. Þingmenn öfgahægriflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) tryggðu að ályktunin fór naumlega í gegn. Scholz lét kristilega demókrata og Friedrich Merz, leiðtoga þeirra, fá það óþvegið fyrir að fara í eina sæng með AfD, að sögn Reuters. „Frá stofnun þýska sambandslýðveldisins fyrir 75 árum hefur það alltaf verið almennt samkomulag allra lýðræðissinna: við tökum ekki höndum saman við öfgahægrið. Þið hafi rofið þessa grundvallarsátt lýðveldisins í hita augnabliksins,“ sagði Scholz í þingræðu. Ýjaði kanslarinn að því að CDU og AfD gætu myndað samsteypustjórn eftir kosningarnar 23. febrúar þrátt fyrir að Merz hafi útilokað það til þessa. Bæði kaþólska kirkjan og mótmælendakirkjan varaði við því í bréfi til þingsins að það væri skaðlegt lýðræðinu í landinu að vinna með öfgahægrimönnum. Friedrich Merz, leiðtogi CDU og líklegur næsti kanslari Þýskalands, við atkvæðagreiðslu í þýska þinginu í gær.Vísir/EPA Ekki rangt þótt „rangt fólk“ styðji það Merz varði sig með þeim rökum að ákvörðun væri ekki röng ef „rangt fólk“ styddi hana. Hann harmaði þó að hafa þurft að reiða sig á stuðning AfD. Hann boðaði ennfremur frekari tillögur um takmarkanir á fólksflutninga á morgun. AfD er sá flokkur sem er yst á hægri jaðrinum af þeim flokkum sem eiga sæti á þýska þinginu. Honum hefur vaxið ásmegin á undanförnum árum þrátt fyrir að hann sé einangraður á þingi. Þýska leyniþjónustan skilgreinir AfD sem mögulega öfgahreyfingu sem kunni að ógna lýðræði í landinu og hefur eftirlit með flokknum sem slíkum. Öfgahægrihyggja er sérstaklega viðkvæmt mál í Þýskalandi vegna svartrar sögu nasismans á 20. öld. Nasistaflokkur Adolfs Hitler komst meðal annars til valda á 4. áratug hennar með hjálp íhaldsflokka sem töldu sig geta beislað meðbyr nasista í eigin þágu. Á endanum lögðust þeir í duftið eins og aðrir fyrir Hitler sem stýrði einu alræmdasta alræðisríki í sögu mannkynsins með harðri hendi.
Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Flóttamenn Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent