Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Kjartan Kjartansson skrifar 30. janúar 2025 10:30 Þingmenn AfD voru kampakátir eftir að ályktunin sem þeir studdu var samþykkt naumlega í gær, þar á meðal Alice Weidel, varaformaður flokksins (eina konan á myndinni). Vísir/EPA Ályktun gegn innflytjendum og flóttafólki sem Kristilegir demókratar fengu samþykkta með stuðningi öfgahægriflokksins Valkosts fyrir Þýskalands er sögð vatnaskil í þýskum stjórnmálum þar sem flokkar hafa fram að þessu útilokað samstarf við harðlínumennina. Líklegt er að flokkarnir verði þeir tveir stærstu eftir kosningar í næsta mánuði. Neðri deild þýska þingsins samþykkti aðra af tveimur ályktun Kristilegra demókrata (CDU) um að öryggisráðstafanir á landmærunum yrðu hertar og þeim lokað fyrir ólöglegum ferðum fólks í kjölfar þess að afganskur hælisleitandi stakk tvo til bana í borginni Aschaffenburg í síðustu viku. Sósíademókrataflokkur Olafs Scholz kanslara og græningjar greiddu atkvæði á móti ályktuninni sem er þó ekki lagalega bindandi fyrir ríkisstjórnina. Þingmenn öfgahægriflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) tryggðu að ályktunin fór naumlega í gegn. Scholz lét kristilega demókrata og Friedrich Merz, leiðtoga þeirra, fá það óþvegið fyrir að fara í eina sæng með AfD, að sögn Reuters. „Frá stofnun þýska sambandslýðveldisins fyrir 75 árum hefur það alltaf verið almennt samkomulag allra lýðræðissinna: við tökum ekki höndum saman við öfgahægrið. Þið hafi rofið þessa grundvallarsátt lýðveldisins í hita augnabliksins,“ sagði Scholz í þingræðu. Ýjaði kanslarinn að því að CDU og AfD gætu myndað samsteypustjórn eftir kosningarnar 23. febrúar þrátt fyrir að Merz hafi útilokað það til þessa. Bæði kaþólska kirkjan og mótmælendakirkjan varaði við því í bréfi til þingsins að það væri skaðlegt lýðræðinu í landinu að vinna með öfgahægrimönnum. Friedrich Merz, leiðtogi CDU og líklegur næsti kanslari Þýskalands, við atkvæðagreiðslu í þýska þinginu í gær.Vísir/EPA Ekki rangt þótt „rangt fólk“ styðji það Merz varði sig með þeim rökum að ákvörðun væri ekki röng ef „rangt fólk“ styddi hana. Hann harmaði þó að hafa þurft að reiða sig á stuðning AfD. Hann boðaði ennfremur frekari tillögur um takmarkanir á fólksflutninga á morgun. AfD er sá flokkur sem er yst á hægri jaðrinum af þeim flokkum sem eiga sæti á þýska þinginu. Honum hefur vaxið ásmegin á undanförnum árum þrátt fyrir að hann sé einangraður á þingi. Þýska leyniþjónustan skilgreinir AfD sem mögulega öfgahreyfingu sem kunni að ógna lýðræði í landinu og hefur eftirlit með flokknum sem slíkum. Öfgahægrihyggja er sérstaklega viðkvæmt mál í Þýskalandi vegna svartrar sögu nasismans á 20. öld. Nasistaflokkur Adolfs Hitler komst meðal annars til valda á 4. áratug hennar með hjálp íhaldsflokka sem töldu sig geta beislað meðbyr nasista í eigin þágu. Á endanum lögðust þeir í duftið eins og aðrir fyrir Hitler sem stýrði einu alræmdasta alræðisríki í sögu mannkynsins með harðri hendi. Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Flóttamenn Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Fleiri fréttir Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Sjá meira
Neðri deild þýska þingsins samþykkti aðra af tveimur ályktun Kristilegra demókrata (CDU) um að öryggisráðstafanir á landmærunum yrðu hertar og þeim lokað fyrir ólöglegum ferðum fólks í kjölfar þess að afganskur hælisleitandi stakk tvo til bana í borginni Aschaffenburg í síðustu viku. Sósíademókrataflokkur Olafs Scholz kanslara og græningjar greiddu atkvæði á móti ályktuninni sem er þó ekki lagalega bindandi fyrir ríkisstjórnina. Þingmenn öfgahægriflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) tryggðu að ályktunin fór naumlega í gegn. Scholz lét kristilega demókrata og Friedrich Merz, leiðtoga þeirra, fá það óþvegið fyrir að fara í eina sæng með AfD, að sögn Reuters. „Frá stofnun þýska sambandslýðveldisins fyrir 75 árum hefur það alltaf verið almennt samkomulag allra lýðræðissinna: við tökum ekki höndum saman við öfgahægrið. Þið hafi rofið þessa grundvallarsátt lýðveldisins í hita augnabliksins,“ sagði Scholz í þingræðu. Ýjaði kanslarinn að því að CDU og AfD gætu myndað samsteypustjórn eftir kosningarnar 23. febrúar þrátt fyrir að Merz hafi útilokað það til þessa. Bæði kaþólska kirkjan og mótmælendakirkjan varaði við því í bréfi til þingsins að það væri skaðlegt lýðræðinu í landinu að vinna með öfgahægrimönnum. Friedrich Merz, leiðtogi CDU og líklegur næsti kanslari Þýskalands, við atkvæðagreiðslu í þýska þinginu í gær.Vísir/EPA Ekki rangt þótt „rangt fólk“ styðji það Merz varði sig með þeim rökum að ákvörðun væri ekki röng ef „rangt fólk“ styddi hana. Hann harmaði þó að hafa þurft að reiða sig á stuðning AfD. Hann boðaði ennfremur frekari tillögur um takmarkanir á fólksflutninga á morgun. AfD er sá flokkur sem er yst á hægri jaðrinum af þeim flokkum sem eiga sæti á þýska þinginu. Honum hefur vaxið ásmegin á undanförnum árum þrátt fyrir að hann sé einangraður á þingi. Þýska leyniþjónustan skilgreinir AfD sem mögulega öfgahreyfingu sem kunni að ógna lýðræði í landinu og hefur eftirlit með flokknum sem slíkum. Öfgahægrihyggja er sérstaklega viðkvæmt mál í Þýskalandi vegna svartrar sögu nasismans á 20. öld. Nasistaflokkur Adolfs Hitler komst meðal annars til valda á 4. áratug hennar með hjálp íhaldsflokka sem töldu sig geta beislað meðbyr nasista í eigin þágu. Á endanum lögðust þeir í duftið eins og aðrir fyrir Hitler sem stýrði einu alræmdasta alræðisríki í sögu mannkynsins með harðri hendi.
Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Flóttamenn Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Fleiri fréttir Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Sjá meira