Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Sindri Sverrisson skrifar 31. janúar 2025 09:02 Anton Rúnarsson er öllum hnútum kunnugur á Hlíðarenda eftir að hafa verið lykilleikmaður hjá Val og svo aðstoðarþjálfari karlaliðsins síðustu tvær leiktíðir. vísir/Sigurjón „Þetta verður ekki auðvelt,“ segir Anton Rúnarsson sem í sumar verður nýr þjálfari hins sigursæla kvennaliðs Vals í handbolta. Þetta verður fyrsta starf Antons sem aðalþjálfari. Valskonur unnu alla sína leiki, í öllum keppnum, á árinu 2024. Þær eru því ríkjandi Ísland- og bikarmeistarar, efstar í Olís-deildinni og komnar í 8-liða úrslit í Evrópukeppni. Það er í raun varla hægt að gera betur og Anton er meðvitaður um það. „Ég er hrikalega spenntur og tilbúinn í þetta verkefni. Fullur tilhlökkunar að glíma við þetta. Það hefur verið frábær árangur hérna undir handleiðslu Ágústs, sem er auðvitað frábær þjálfari, en ég er mjög spenntur fyrir þessu,“ segir Anton og bætir við: „Þetta verður ekki auðvelt. En ég er til í svona áskorun og ég held að það sé rétt skref á mínum ferli að taka við svona verkefni, sem mun reyna rosalega mikið á mig og hópinn. Það verður bara veisla að glíma við þetta og ég er fullur tilhlökkunar og spenntur fyrir þessu.“ Getur leitað til margra reynslumikilla þjálfara Anton, sem er 36 ára, tekur við af Ágústi Jóhannssyni, sem hefur stýrt kvennaliði Vals síðustu átta ár við afar góðan orðstír. Ágúst tekur við karlaliði Vals í sumar en þar hefur Anton verið aðstoðarþjálfari síðustu tvö ár og meðal annars tekið þátt í fyrsta sigri íslensks liðs í Evrópukeppni. Það verður því auðvelt fyrir Anton að heyra í Ágústi kjósi hann svo: „Ég er í toppmálum hérna í Val og get leitað til margra reynslumikilla þjálfara. Gústi verður hérna á kantinum, Óskar [Bjarni Óskarsson, aðalþjálfari karlaliðs Vals] og fleiri. Ég verð í góðum höndum og mun eflaust leita einhverra ráða. Það er mjög gott og gerir Val að því sem félagið er í dag. Frábær liðsandi, sama í hvaða deild það er, svo ég er í mjög góðum málum,“ segir Anton. Mjög efnilegar stelpur banka á dyrnar „Núna fer maður á fullt í að skoða leikmannamálin, setjast niður og ræða við stelpurnar. Ég held það sé líka hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt inn í þetta. Vonandi verður árangurinn áfram góður, við reynum að gera þetta saman og nýta alla krafta sem við getum,“ segir Anton en hvernig sér hann framhaldið fyrir sér þegar hann tekur við liðinu? „Þetta er frábært lið eins og það hefur sýnt síðustu ár en við erum líka með mjög efnilegar stelpur í yngri flokkum sem banka á dyrnar. Við ætlum, eins og undanfarin ár, að gefa ungum stelpum tækifæri til að komast inn í þetta hægt og rólega. Þetta er spennandi og mjög björt framtíð.“ Olís-deild kvenna Valur Mest lesið Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn „Vilja allir spila fyrir Man United“ Enski boltinn „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti, allskonar fótbolti og margt fleira Sport Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka Körfubolti Fleiri fréttir Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Sjá meira
Valskonur unnu alla sína leiki, í öllum keppnum, á árinu 2024. Þær eru því ríkjandi Ísland- og bikarmeistarar, efstar í Olís-deildinni og komnar í 8-liða úrslit í Evrópukeppni. Það er í raun varla hægt að gera betur og Anton er meðvitaður um það. „Ég er hrikalega spenntur og tilbúinn í þetta verkefni. Fullur tilhlökkunar að glíma við þetta. Það hefur verið frábær árangur hérna undir handleiðslu Ágústs, sem er auðvitað frábær þjálfari, en ég er mjög spenntur fyrir þessu,“ segir Anton og bætir við: „Þetta verður ekki auðvelt. En ég er til í svona áskorun og ég held að það sé rétt skref á mínum ferli að taka við svona verkefni, sem mun reyna rosalega mikið á mig og hópinn. Það verður bara veisla að glíma við þetta og ég er fullur tilhlökkunar og spenntur fyrir þessu.“ Getur leitað til margra reynslumikilla þjálfara Anton, sem er 36 ára, tekur við af Ágústi Jóhannssyni, sem hefur stýrt kvennaliði Vals síðustu átta ár við afar góðan orðstír. Ágúst tekur við karlaliði Vals í sumar en þar hefur Anton verið aðstoðarþjálfari síðustu tvö ár og meðal annars tekið þátt í fyrsta sigri íslensks liðs í Evrópukeppni. Það verður því auðvelt fyrir Anton að heyra í Ágústi kjósi hann svo: „Ég er í toppmálum hérna í Val og get leitað til margra reynslumikilla þjálfara. Gústi verður hérna á kantinum, Óskar [Bjarni Óskarsson, aðalþjálfari karlaliðs Vals] og fleiri. Ég verð í góðum höndum og mun eflaust leita einhverra ráða. Það er mjög gott og gerir Val að því sem félagið er í dag. Frábær liðsandi, sama í hvaða deild það er, svo ég er í mjög góðum málum,“ segir Anton. Mjög efnilegar stelpur banka á dyrnar „Núna fer maður á fullt í að skoða leikmannamálin, setjast niður og ræða við stelpurnar. Ég held það sé líka hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt inn í þetta. Vonandi verður árangurinn áfram góður, við reynum að gera þetta saman og nýta alla krafta sem við getum,“ segir Anton en hvernig sér hann framhaldið fyrir sér þegar hann tekur við liðinu? „Þetta er frábært lið eins og það hefur sýnt síðustu ár en við erum líka með mjög efnilegar stelpur í yngri flokkum sem banka á dyrnar. Við ætlum, eins og undanfarin ár, að gefa ungum stelpum tækifæri til að komast inn í þetta hægt og rólega. Þetta er spennandi og mjög björt framtíð.“
Olís-deild kvenna Valur Mest lesið Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn „Vilja allir spila fyrir Man United“ Enski boltinn „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti, allskonar fótbolti og margt fleira Sport Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka Körfubolti Fleiri fréttir Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Sjá meira