Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Árni Sæberg skrifar 31. janúar 2025 13:54 Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Vísir/Vilhelm Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að stýrivextir verði lækkað um hálft prósentustig næst þegar peningastefnunefnd kemur saman þann 5. febrúar. Deildin telur þó að aðeins 25 punkta lækkun sé möguleg. Í tilkynningu á vef Íslandsbanka segir að hjöðnun verðbólgu, lægri verðbólguvæntingar og merki um minni eftirspurnarspennu í hagkerfinu séu meðal helstu áhrifaþátta á vaxtalækkun. Horfur séu á áframhaldandi lækkun stýrivaxta niður í 6,5 prósent um næstu áramót og nokkra viðbótarlækkun á árinu 2026. Landsbankinn tilkynnti í gær að greiningardeild hans reiknaði með fimmtíu punkta lækkun. Nefndin hefur sagt meira svigrúm nú en síðast Í nóvember hafi peningastefnunefndin ákveðið samhljóða að lækka stýrivextina um 0,5 prósentur. Þá hafi verið tekið fram að næsti reglulegi fundur nefndarinnar yrði ekki fyrr en á nýju ári og nefndin teldi að svigrúm væri til að taka stærra skref til lækkunar vaxta og viðhalda um leið hæfilegu aðhaldsstigi til þess að styðja við áframhaldandi hjöðnun verðbólgu og draga úr framleiðsluspennu á komandi misserum. Útlit væri þó fyrir að taumhald peningastefnunnar þyrfti áfram að vera þétt. Mismunandi þættir togast á Í tilkynningu á vef Íslandsbanka segir að í ákvörðun peningastefnunefndar muni eftirfarandi þættir einna helst togast á: Til meiri lækkunar: Hjöðnun verðbólgu milli vaxtaákvarðana Lægri verðbólguvæntingar, sér í lagi til skemmri tíma Vísbendingar um betra jafnvægi á vinnumarkaði Minnkandi eftirspurnarspenna á íbúðamarkaði Hátt raunvaxtastig þrátt fyrir lækkun stýrivaxta undanfarna mánuði Til minni lækkunar: Vísbendingar um að eftirspurn gæti sótt í sig veðrið á næstunni Merki um að allnokkur þróttur sé enn í þjóðarbúskapnum Óvissa vegna yfirvofandi verkfalla hjá kennurum og möguleg áhrif af samningum við þá á aðhaldsstig opinberra fjármála og framvindu á vinnumarkaði síðar meir Sjónarmið um að of hröð lækkun vaxta geti skaðað trúverðugleika peningastefnunnar. Sú staðreynd að aðeins 6 vikur líða fram að næstu vaxtaákvörðun í seinni hluta marsmánaðar Raunvextir enn háir Í tilkynningunni segir að þrátt fyrir lækkun stýrivaxta um 0,75 prósentur frá októberbyrjun hafi raunvextir í hagkerfinu lítið gefið eftir og séu enn býsna háir á flesta ef ekki alla mælikvarða. Það endurspegli þróun verðbólgu og verðbólguvæntinga sem hafi almennt haldið í við vaxtalækkunina og jafnvel gott betur á suma mælikvarða. Íslandsbanki „Eins og sést á myndinni eru skammtíma raunvextir á bilinu 3,7% - 4,3% á þá mælikvarða sem við styðjumst við hér. Langtíma raunvextir eru svo í kring um um 2,7% miðað við 10 ára punktinn á vaxtaferli ríkisbréfa. Þá eru verðtryggðir vextir á íbúðalánamarkaði þeir hæstu í rúman áratug. Það er því svigrúm til lækkunar stýrivaxta um þessar mundir án þess að aðhald peningastefnunnar minnki verulega miðað við stöðuna áður en vaxtalækkunarferli Seðlabankans var hleypt af stokkunum síðasta haust.“ Íslandsbanki Efnahagsmál Seðlabankinn Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira
Í tilkynningu á vef Íslandsbanka segir að hjöðnun verðbólgu, lægri verðbólguvæntingar og merki um minni eftirspurnarspennu í hagkerfinu séu meðal helstu áhrifaþátta á vaxtalækkun. Horfur séu á áframhaldandi lækkun stýrivaxta niður í 6,5 prósent um næstu áramót og nokkra viðbótarlækkun á árinu 2026. Landsbankinn tilkynnti í gær að greiningardeild hans reiknaði með fimmtíu punkta lækkun. Nefndin hefur sagt meira svigrúm nú en síðast Í nóvember hafi peningastefnunefndin ákveðið samhljóða að lækka stýrivextina um 0,5 prósentur. Þá hafi verið tekið fram að næsti reglulegi fundur nefndarinnar yrði ekki fyrr en á nýju ári og nefndin teldi að svigrúm væri til að taka stærra skref til lækkunar vaxta og viðhalda um leið hæfilegu aðhaldsstigi til þess að styðja við áframhaldandi hjöðnun verðbólgu og draga úr framleiðsluspennu á komandi misserum. Útlit væri þó fyrir að taumhald peningastefnunnar þyrfti áfram að vera þétt. Mismunandi þættir togast á Í tilkynningu á vef Íslandsbanka segir að í ákvörðun peningastefnunefndar muni eftirfarandi þættir einna helst togast á: Til meiri lækkunar: Hjöðnun verðbólgu milli vaxtaákvarðana Lægri verðbólguvæntingar, sér í lagi til skemmri tíma Vísbendingar um betra jafnvægi á vinnumarkaði Minnkandi eftirspurnarspenna á íbúðamarkaði Hátt raunvaxtastig þrátt fyrir lækkun stýrivaxta undanfarna mánuði Til minni lækkunar: Vísbendingar um að eftirspurn gæti sótt í sig veðrið á næstunni Merki um að allnokkur þróttur sé enn í þjóðarbúskapnum Óvissa vegna yfirvofandi verkfalla hjá kennurum og möguleg áhrif af samningum við þá á aðhaldsstig opinberra fjármála og framvindu á vinnumarkaði síðar meir Sjónarmið um að of hröð lækkun vaxta geti skaðað trúverðugleika peningastefnunnar. Sú staðreynd að aðeins 6 vikur líða fram að næstu vaxtaákvörðun í seinni hluta marsmánaðar Raunvextir enn háir Í tilkynningunni segir að þrátt fyrir lækkun stýrivaxta um 0,75 prósentur frá októberbyrjun hafi raunvextir í hagkerfinu lítið gefið eftir og séu enn býsna háir á flesta ef ekki alla mælikvarða. Það endurspegli þróun verðbólgu og verðbólguvæntinga sem hafi almennt haldið í við vaxtalækkunina og jafnvel gott betur á suma mælikvarða. Íslandsbanki „Eins og sést á myndinni eru skammtíma raunvextir á bilinu 3,7% - 4,3% á þá mælikvarða sem við styðjumst við hér. Langtíma raunvextir eru svo í kring um um 2,7% miðað við 10 ára punktinn á vaxtaferli ríkisbréfa. Þá eru verðtryggðir vextir á íbúðalánamarkaði þeir hæstu í rúman áratug. Það er því svigrúm til lækkunar stýrivaxta um þessar mundir án þess að aðhald peningastefnunnar minnki verulega miðað við stöðuna áður en vaxtalækkunarferli Seðlabankans var hleypt af stokkunum síðasta haust.“
Íslandsbanki Efnahagsmál Seðlabankinn Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira