Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. febrúar 2025 07:33 Slökkviliðsmenn á vettvangi flugslyssins í hverfi í Fíladelfíuborg. AP Sjúkraflugvél hrapaði til jarðar í Fíladelfíuborg í Bandaríkjunum skömmu eftir að hafa tekið á loft í nótt. Sex farþegar voru um borð og ekki er ljóst hvort einhver þeirra lifði af. Eldur kviknaði í nærliggjandi íbúðarhúsum við slysstað. AP greinir frá. Flugvélin var tveggja hreyfla af gerðinni Learjet 55 og átti að flytja barn sem var nýbúið að hljóta meðferð vegna lífshættulegs sjúkdóms. Auk barnsins voru móðir þess og fjórir starfsmenn Jet Rescue Air Ambulance um borð í flugvélinni. Allir um borð voru frá Mexikó. „Við getum ekki staðfest neina eftirlifendur,“ sagði Shai Gold, talsmaður fyrirtækisins Jet Rescue Air Ambulance sem sér um sjúkraflug og átti flugvélina. Starfsmennirnir fjórir hafi verið reyndir í faginu sagði talsmaðurinn. Flugvélin hrapaði til jarðar við gatnamót nálægt Roosevelt-verslunarmiðstöð í hinu þéttbýla hverfi Rhawnhurst. Flugvélin var á leið til Springfield-Branson-flugvallar í Missouri til að sækja eldsneyti en lokaáfangastaður flugsins var Tijuana í Mexíkó. Sex fluttir á sjúkrahús Ekki liggur fyrir hvort einhver á jörðu niðri slasaðist í flugslysinu en að minnsta kosti sex voru fluttir til aðhlynningar á sjúkrahúsi í borginni. Jennifer Reardon, talsmaður Temple-háskólasjúkrahúss, sagði sex hafa hlotið aðhlynningu vegna slyssins. Þrír þeirra hafi svo verið útskrifaðir og ástand hinna þriggja sé stöðugt. Hins vegar var ekki hægt að greina frá því hverjir áverkar fólksins voru né hvar fólkið var þegar það hlaut þá. Flugslysið átti sér stað aðeins tveimur dögum eftir eitt mannskæðasta flugslys í sögu Bandaríkjanna þegar farþegaflugvél með sextíu farþega um borð hrapaði í Potomac-á fyrir utan Washington-borg eftir árekstur við herþyrlu. Fimmtán mánuðir eru síðan flugvél á vegum Jet Rescue fór af flugbraut í Morelos í Mexíkó með þeim afleiðingum að hún lenti utan í nærliggjandi hlíð og fimm létu lífið. Donald Trump bandaríkjaforseti brást við flugslysinu á samfélagsmiðlinum Truth Social þar sem hann sagði: „Svo sorglegt að sjá flugvélina hrapa til jarðar í Fíladelfíu.“ Fréttir af flugi Bandaríkin Mest lesið Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Fimm fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Fimm fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Sjá meira
AP greinir frá. Flugvélin var tveggja hreyfla af gerðinni Learjet 55 og átti að flytja barn sem var nýbúið að hljóta meðferð vegna lífshættulegs sjúkdóms. Auk barnsins voru móðir þess og fjórir starfsmenn Jet Rescue Air Ambulance um borð í flugvélinni. Allir um borð voru frá Mexikó. „Við getum ekki staðfest neina eftirlifendur,“ sagði Shai Gold, talsmaður fyrirtækisins Jet Rescue Air Ambulance sem sér um sjúkraflug og átti flugvélina. Starfsmennirnir fjórir hafi verið reyndir í faginu sagði talsmaðurinn. Flugvélin hrapaði til jarðar við gatnamót nálægt Roosevelt-verslunarmiðstöð í hinu þéttbýla hverfi Rhawnhurst. Flugvélin var á leið til Springfield-Branson-flugvallar í Missouri til að sækja eldsneyti en lokaáfangastaður flugsins var Tijuana í Mexíkó. Sex fluttir á sjúkrahús Ekki liggur fyrir hvort einhver á jörðu niðri slasaðist í flugslysinu en að minnsta kosti sex voru fluttir til aðhlynningar á sjúkrahúsi í borginni. Jennifer Reardon, talsmaður Temple-háskólasjúkrahúss, sagði sex hafa hlotið aðhlynningu vegna slyssins. Þrír þeirra hafi svo verið útskrifaðir og ástand hinna þriggja sé stöðugt. Hins vegar var ekki hægt að greina frá því hverjir áverkar fólksins voru né hvar fólkið var þegar það hlaut þá. Flugslysið átti sér stað aðeins tveimur dögum eftir eitt mannskæðasta flugslys í sögu Bandaríkjanna þegar farþegaflugvél með sextíu farþega um borð hrapaði í Potomac-á fyrir utan Washington-borg eftir árekstur við herþyrlu. Fimmtán mánuðir eru síðan flugvél á vegum Jet Rescue fór af flugbraut í Morelos í Mexíkó með þeim afleiðingum að hún lenti utan í nærliggjandi hlíð og fimm létu lífið. Donald Trump bandaríkjaforseti brást við flugslysinu á samfélagsmiðlinum Truth Social þar sem hann sagði: „Svo sorglegt að sjá flugvélina hrapa til jarðar í Fíladelfíu.“
Fréttir af flugi Bandaríkin Mest lesið Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Fimm fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Fimm fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Sjá meira