Erlent

Kín­verjar grípa til að­gerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Tollarnir gagnvart Bandaríkjunum taka gildi 10. febrúar næstkomandi.
Tollarnir gagnvart Bandaríkjunum taka gildi 10. febrúar næstkomandi. Getty/Thomas Peter

Stjórnvöld í Kína hafa tilkynnt að þau hyggist leggja 15 prósent toll á kol og náttúrugas frá Bandaríkjunum og 10 prósent á hráolíu, landbúnaðartæki og sumar bifreiðar.

Ákvörðunin var tilkynnt nokkrum mínútum eftir að ákvörðun Donald Trump Bandaríkjanna um að leggja 10 prósent toll á allan innflutning frá Kína tók gildi í nótt.

Yfirvöld í Kína hafa einnig tilkynnt að þau hyggist leggja útfluningstakmarkanir á steinefni og málma á borð við volfram, tellúr, rúþen og mólýbden. Efnin eru fágæt og mikilvæg, meðal annars í þróun hreinna orkugjafa.

Þá hefur einnig verið tilkynnt um opinbera rannsókn á tæknirisanum Google.

Trump ákvað í gær að fresta tollum gagnvart Mexíkó og Kanada um 30 daga, gegn fyrirheitum um aðgerðir á landamærum ríkjanna. Kínverjum var hins vegar ekki veittur neinn slíkur frestur.

Bandaríkjaforseti er sagður munu ræða við Xi Jinping, forseta Kína, síðar í vikunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×