Körfubolti

Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bil­bao komst á­fram

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Tryggvi Snær í baráttunni eins og svo oft áður.
Tryggvi Snær í baráttunni eins og svo oft áður. Vísir/Hulda Margrét

Spænska félagið Surne Bilbao Basket er komið áfram í Evrópubikarnum í körfubolta. Miðherjinn Tryggvi Snær Hlinason skilaði sínu fyrir spænska félagið í kvöld.

Bilbao sótti Le Portel frá Frakklandi heim í kvöld og vann fjögurra stiga sigur, lokatölur 74-78 í hörkuleik.

Hinn 27 ára gamli Tryggvi Snær hefur spilað á Spáni frá 2017 og með Bilbao frá árinu 2023. Hann stóð fyrir sínu í kvöld og skoraði 8 stig, tók 4 fráköst og gaf 3 stoðsendingar.

Sigur Bilbao þýðir að liðið er komið í 8-liða úrslit Evrópubikarsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×