Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Atli Ísleifsson skrifar 5. febrúar 2025 10:22 Magnús Harðarson hjá Kauphöllinni og Haraldur Þórðarson, forstjóri Skaga,hringdu bjöllunni í Kauphöllinni í morgun. Skagi Skagi hf. er nú formlega skráð sem nafn móðurfélags VÍS trygginga hf., Fossa fjárfestingarbanka hf. og Íslenskra verðbréfa hf. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að móðurfélag samstæðunnar hafi undanfarin misseri verið starfrækt undir nafni Vátryggingafélags Íslands hf. en fái nú nafnið Skagi í kjölfar þess að tryggingarekstur var færður í dótturfélag í upphafi árs. Þetta sé lokahnykkur í þeirri vegferð að koma samstæðu Skaga í sitt framtíðarhorf. „Við sameiningu VÍS og Fossa fjárfestingarbanka árið 2023 hófst umbreytingarferli félaganna í öfluga fjármálasamstæðu. Framtíðarfyrirkomulag samstæðunnar, sem var kynnt þá, gerði ráð fyrir móðurfélagi og þremur öflugum dótturfélögum; VÍS tryggingum hf., Fossum fjárfestingarbanka hf. og SIV eignastýringu. Á síðasta ári gekk Skagi frá kaupum á Íslenskum verðbréfum og sameinast nú starfsemi eignastýringar undir nafni Íslenskra verðbréfa. Nafnið Skagi hefur nú verið skráð formlega fyrir móðurfélagið, sem undirstrikar skýrleika og stefnumótun félagsins til framtíðar,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Haraldi Þórðarsyni, forstjóri Skaga, að félagið hafi unnið markvisst að samþættingu starfseminnar með það að markmiði að skapa aukið virði fyrir viðskiptavini, hluthafa og samfélagið í heild. „Skráning nafnsins er mikilvægur áfangi í þeirri vegferð. Nafnið Skagi endurspeglar þá sameinuðu krafta sem við höfum byggt upp innan samstæðunnar og styrkir stöðu okkar á fjármála- og tryggingamarkaði.“ Haraldur Þórðarson, forstjóri Skaga.Skagi Vaxandi eignastýring og sterkari markaðsstaða Í tilkynningunni segir að sameinað félag SIV eignastýringar og ÍV sjóða muni hljóta nafnið Íslensk verðbréf og til veðri öflugt eigna- og sjóðastýringarfélag sem byggi á traustum grunni og reynslumiklum hópi sérfræðinga. „Góður vöxtur hefur verið í eignastýringu innan Skaga og á síðasta ári nær tvöfölduðust eignir í stýringu innan samstæðunnar. Íslensk verðbréf hafa upp á að bjóða fjölbreytt úrval fjárfestingakosta fyrir jafnt almenna fjárfesta sem og fagfjárfesta. Áframhaldandi markviss vöxtur Fossa Fossar fjárfestingarbanki hefur á undanförnum árum tekið markviss skref til að vaxa inn í hlutverk leiðandi og sérhæfðs fjárfestingarbanka á Íslandi. Bankinn hefur notið þess að vera hluti af fjárhagslega sterkri samstæðu Skaga sem hefur stutt við vöxt bankans auk þess sem mikil tækifæri hafa skapast í bæði kostnaðar- og tekjusamlegð innan samstæðunnar. Ennfremur hefur bankinn átt greitt aðgengi að markaðsfjármögnun á skuldabréfamarkaði á samkeppnishæfum kjörum sem hefur stutt við vöxt á bankastarfsemi Fossa,“ segir í tilkynningunni. Skagi Kauphöllin Tryggingar Mest lesið Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að móðurfélag samstæðunnar hafi undanfarin misseri verið starfrækt undir nafni Vátryggingafélags Íslands hf. en fái nú nafnið Skagi í kjölfar þess að tryggingarekstur var færður í dótturfélag í upphafi árs. Þetta sé lokahnykkur í þeirri vegferð að koma samstæðu Skaga í sitt framtíðarhorf. „Við sameiningu VÍS og Fossa fjárfestingarbanka árið 2023 hófst umbreytingarferli félaganna í öfluga fjármálasamstæðu. Framtíðarfyrirkomulag samstæðunnar, sem var kynnt þá, gerði ráð fyrir móðurfélagi og þremur öflugum dótturfélögum; VÍS tryggingum hf., Fossum fjárfestingarbanka hf. og SIV eignastýringu. Á síðasta ári gekk Skagi frá kaupum á Íslenskum verðbréfum og sameinast nú starfsemi eignastýringar undir nafni Íslenskra verðbréfa. Nafnið Skagi hefur nú verið skráð formlega fyrir móðurfélagið, sem undirstrikar skýrleika og stefnumótun félagsins til framtíðar,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Haraldi Þórðarsyni, forstjóri Skaga, að félagið hafi unnið markvisst að samþættingu starfseminnar með það að markmiði að skapa aukið virði fyrir viðskiptavini, hluthafa og samfélagið í heild. „Skráning nafnsins er mikilvægur áfangi í þeirri vegferð. Nafnið Skagi endurspeglar þá sameinuðu krafta sem við höfum byggt upp innan samstæðunnar og styrkir stöðu okkar á fjármála- og tryggingamarkaði.“ Haraldur Þórðarson, forstjóri Skaga.Skagi Vaxandi eignastýring og sterkari markaðsstaða Í tilkynningunni segir að sameinað félag SIV eignastýringar og ÍV sjóða muni hljóta nafnið Íslensk verðbréf og til veðri öflugt eigna- og sjóðastýringarfélag sem byggi á traustum grunni og reynslumiklum hópi sérfræðinga. „Góður vöxtur hefur verið í eignastýringu innan Skaga og á síðasta ári nær tvöfölduðust eignir í stýringu innan samstæðunnar. Íslensk verðbréf hafa upp á að bjóða fjölbreytt úrval fjárfestingakosta fyrir jafnt almenna fjárfesta sem og fagfjárfesta. Áframhaldandi markviss vöxtur Fossa Fossar fjárfestingarbanki hefur á undanförnum árum tekið markviss skref til að vaxa inn í hlutverk leiðandi og sérhæfðs fjárfestingarbanka á Íslandi. Bankinn hefur notið þess að vera hluti af fjárhagslega sterkri samstæðu Skaga sem hefur stutt við vöxt bankans auk þess sem mikil tækifæri hafa skapast í bæði kostnaðar- og tekjusamlegð innan samstæðunnar. Ennfremur hefur bankinn átt greitt aðgengi að markaðsfjármögnun á skuldabréfamarkaði á samkeppnishæfum kjörum sem hefur stutt við vöxt á bankastarfsemi Fossa,“ segir í tilkynningunni.
Skagi Kauphöllin Tryggingar Mest lesið Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Sjá meira