Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Jakob Bjarnar skrifar 5. febrúar 2025 15:12 Sigríður Dögg Auðunsdóttir formaður BÍ segir ummæli Sigurjóns Þórðarsonar á pari við það þegar Vigdís Hauksdóttir hafði í hótunum við Ríkisútvarpið. Fólk yrði að gæta að stöðu sinni. Sigríður Dögg telur einsýnt að þessi ummæli Sigurjóns hljóti að hafa afleiðingar. vísir/vilhelm Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins og formaður atvinnuveganefndar, segist standa við orð sín þess efnis að hann telji vert að lækka styrk ríkisins til Morgunblaðsins. Ýmsir hafa gert athugasemdir við þau orð hans og samhengið sem þau voru sett fram í. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, er afar ósátt við ummælin. „Ég trúi ekki öðru en að þessi ummæli og samskipti ráðamanna/valdamanna við blaðamenn í heild verði rædd á vettvangi ríkisstjórnarinnar enda hafa formenn tveggja stærstu flokkanna í ríkisstjórn hreinlega lýst því yfir að þær muni beita sér fyrir öflugri blaðamennsku og fjölmiðlun. Þær hafa sagt að enginn vafi leiki á um mikilvægi þeirra í samfélaginu,“ segir Sigríður Dögg. Á Útvarpi Sögu sagðist Sigurjón þeirrar skoðunar að lækka beri styrki til Morgunblaðsins en þetta var í kjölfar umræðu hans og Péturs Gunnlaugssonar útvarpsmanns um það hvernig fjölmiðillinn hefur fjallað um Flokk fólksins að undanförnu og málefni hans varðandi styrki til stjórnmálaflokkana. „Það er líka kominn tími til þess að endurskoða einfaldlega fjárframlög til Morgunblaðsins tel ég vera vegna þess að við erum að láta þarna gríðarlegar upphæðir inn í blað sem er í rauninni að reka erindi gegn almannahagsmunum og fyrir hagsmunum örfárra auðmanna. Ef við erum hér að hreyfa örlítið við sjávarútvegskerfinu þá standa á okkur öll spjót.“ Segir Moggann eiga sér sykurpabba Sigurjón sagði, í stuttu samtali við Vísi, að hann stæði við orð sín. Hann hefði þegar gert grein fyrir afstöðu sinni til fjölmiðla, hún hafi komið fram í umræðu á þingi í tengslum við frumvarp um styrki til fjölmiðla 1. júní 2023. Styrkirnir eru í heild um 400 milljónir króna en á þingi sagðist Sigurjón telja að með slíkum styrkjum værum við að stefna í ranga átt. Nauðsyn væri á að búa til fyrirsjáanleika og skoða yrði stöðu Ríkisútvarpsins á markaði í þessu samhengi. „En fyrirsjáanleiki á kostnað þess að leggja byrðarnar með meiri þunga á þá sem hafa lægstu launin, eins og útvarpsgjaldið gerir, er ólíðandi. Ég tel líka að þessum 400 milljónum króna sé miklu betur varið til annarra hluta heldur en að styrkja fyrirtæki sem er að einhverju leyti haldið úti af sykurpöbbum sem eru að plægja fyrir sínum afar þröngu hagsmunum,“ sagði Sigurjón á sínum tíma. Áður hafði hann sagt að mikið af þessum fjármunum væru að fara til fjölmiðla sem eiga sykurpabba. Með því orði er Sigurjón að vísa til þess að honum þyki fráleitt að styrkja Morgunblaðið til að sinna lýðræðishlutverki þegar fyrir liggi að þeirra markmið sé meðal annars að standa vörð um sérhagsmuni útgerðarinnar. Sigurjón sagðist ekkert hafa breytt um skoðun þó hann sé nú orðinn þingmaður. Þorsteinn Víglundsson, forstjóri og fyrrverandi ráðherra Viðreisnar, hefur fordæmt orð Sigurjóns. Þegar þau ummæli Þorsteins, þess efnis að að hótanir um skerðingu opinberra styrkja til fjölmiðla vegna ósættis við umfjöllun þeirra séu óásættanleg vinnubrögð af hálfu stjórnmálamanna í lýðræðisríki, voru borin undir Sigurjón spurði hann á móti hvort hann yrði ekki að bera virðingu fyrir skoðunum hans? „Þó við séum ekki sammála.“ Ummæli Sigurjóns á pari við hótanir Vigdísar Sigríður Dögg er hins vegar ekki í vafa um hvað henni finnst um ummæli Sigurjóns. Hún lítur þau mjög alvarlegum augum. Hún sér hliðstæðu í þessu máli og svo því þegar Vigdís Hauksdóttir, þá formaður fjárlaganefndar, sagði Ríkisútvarpið alltof Evrópusinnað og hún vildi endurskoða framlög ríkisins til stofnunarinnar. Þetta var 2013. „Síðast þegar beinar hótanir af þessu tagi litu ljós var þegar Vigdís hótaði að lækka framlög til RÚV vegna einhvers sem miðillinn hafði skrifað. Og það hafði beinlínis þau áhrif að við lækkuðum á lista samtakanna Blaðamenn án landamæra um fjölmiðlafrelsi. En þau samtök halda úti lista yfir fjölmiðlafrelsi þjóða. Beinlínis var tekið fram að þar ummælin þau hefðu bein áhrif á fjölmiðlafrelsi á Íslandi.“ Samskipti við ráðamenn fari versnandi Sigríður Dögg telur víst að ummæli Sigurjóns hljóti að hafa svipaðar afleiðingar. „Þá á það hvernig alþjóðleg samtök meta fjölmiðlafrelsi á Íslandi. Það er mjög alvarlegt að stjórnmálamaður, sérstaklega í þeirri stöðu sem Sigurjón er en hann er formaður atvinnuveganefndar þingsins, skuli hafa uppi beinar hótanir um að svipta fjölmiðil sem honum er ekki þóknanlegur ríkisstyrkjum sem eru til þess gerðir að auka fjölmiðlafrelsi.“ Sigríður Dögg segir jafnframt afar athyglisvert að um það leyti sem hin umdeildu ummæli Sigurjóns féllu hafði hópur blaðamanna komið saman á Pressukvöldi Blaðamannafélagsins til að ræða þá alvarlegu stöðu sem upp væri komin milli blaðamanna annars vegar og ráðamanna hins vegar. „Þau samskipti virðast fara síversnandi og kistallast í þessum ummælum; algert virðingarleysi ráðamanna á hlutverki blaðamanna og fjölmiðla og skortur á skilningi á mikilvægi þeirra í lýðræðissamfélagi. Sem þýðir svo algjöra vanvirðingu gagnvart almenningi, þar með, þó það liggi ekki í augum uppi við fyrstu sýn. Virðingarleysi gagnvart almenningi sem fjölmiðlar svo vinna fyrir.“ Fjölmiðlar spyrja fyrir hönd almennings Formaður Blaðamannafélagsins telur fullt tilefni til að minna kjörna fulltrúa á fyrir hvern þeir starfa. „Þeir eru kjörnir fulltrúar almennings og starfa í þágu hans sem á rétt á upplýsingum. Blaðamenn eru fulltrúar almennings í leit að þessum sömu upplýsingum og vil ég því hvetja kjörna fulltrúa og annað fólk í valdastöðu í þessu samfélagi að velta því fyrir sér þessu hlutverki sínu.“ Sigríður Dögg segir sérkennilegt til þess að hugsa að umdeild ummæli Sigurjóns féllu um svipað leyti og blaðamenn komu saman á Pressukvöldi til að ræða að því er virðist vaxandi skilningsleysi stjórnvalda á starfi blaðamannsins.vísir/vilhelm Þegar ríkisstjórnin kynnti þingmálaskrá sína sagði Kristrún Frostadóttir að ætlunin væri að leggja fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjölmiðla. Ætlunin sé að mæla fyrir stuðningi til eins árs samkvæmt sambærilegu fyrirkomulagi og verið hefur undanfarin ár. En með frumvarpinu væri jafnframt stigið fyrsta skrefið í að endurskoða fyrirkomulag stuðningsins og að þak hans yrði lækkað. Kristrún boðar lækkað þak á fjölmiðlastyrki Fréttamaður fréttastofu spurði Kristrúnu nánar út í þetta atriði en hún sagði að nýja fyrirkomulagið væri til vinnslu hjá menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra. Foringjar ríkisstjórnarinnar, Valkyrjurnar, hafa boðað breytingar á styrkjakerfi til fjölmiðla.vísir/vilhelm Kristrún sagði þetta fyrsta skrefið en ekki væri hægt að gefa nákvæma mynd af því hvernig þetta yrði útfært. Þetta væri heildstæð mynd sem líta þyrfti til, til stæði að gera þetta vel og almennilega, í samráði við þá aðila sem um ræðir og að skoða yrði stöðu RÚV á auglýsingamarkaði samhliða. „Ég er ekki með neina tölu fyrir þig en þetta er fyrst og fremst til að tryggja að það sé sanngirni í veitingu þessara styrkja,“ sagði Kristrún á mánudag. Fjölmiðlar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, er afar ósátt við ummælin. „Ég trúi ekki öðru en að þessi ummæli og samskipti ráðamanna/valdamanna við blaðamenn í heild verði rædd á vettvangi ríkisstjórnarinnar enda hafa formenn tveggja stærstu flokkanna í ríkisstjórn hreinlega lýst því yfir að þær muni beita sér fyrir öflugri blaðamennsku og fjölmiðlun. Þær hafa sagt að enginn vafi leiki á um mikilvægi þeirra í samfélaginu,“ segir Sigríður Dögg. Á Útvarpi Sögu sagðist Sigurjón þeirrar skoðunar að lækka beri styrki til Morgunblaðsins en þetta var í kjölfar umræðu hans og Péturs Gunnlaugssonar útvarpsmanns um það hvernig fjölmiðillinn hefur fjallað um Flokk fólksins að undanförnu og málefni hans varðandi styrki til stjórnmálaflokkana. „Það er líka kominn tími til þess að endurskoða einfaldlega fjárframlög til Morgunblaðsins tel ég vera vegna þess að við erum að láta þarna gríðarlegar upphæðir inn í blað sem er í rauninni að reka erindi gegn almannahagsmunum og fyrir hagsmunum örfárra auðmanna. Ef við erum hér að hreyfa örlítið við sjávarútvegskerfinu þá standa á okkur öll spjót.“ Segir Moggann eiga sér sykurpabba Sigurjón sagði, í stuttu samtali við Vísi, að hann stæði við orð sín. Hann hefði þegar gert grein fyrir afstöðu sinni til fjölmiðla, hún hafi komið fram í umræðu á þingi í tengslum við frumvarp um styrki til fjölmiðla 1. júní 2023. Styrkirnir eru í heild um 400 milljónir króna en á þingi sagðist Sigurjón telja að með slíkum styrkjum værum við að stefna í ranga átt. Nauðsyn væri á að búa til fyrirsjáanleika og skoða yrði stöðu Ríkisútvarpsins á markaði í þessu samhengi. „En fyrirsjáanleiki á kostnað þess að leggja byrðarnar með meiri þunga á þá sem hafa lægstu launin, eins og útvarpsgjaldið gerir, er ólíðandi. Ég tel líka að þessum 400 milljónum króna sé miklu betur varið til annarra hluta heldur en að styrkja fyrirtæki sem er að einhverju leyti haldið úti af sykurpöbbum sem eru að plægja fyrir sínum afar þröngu hagsmunum,“ sagði Sigurjón á sínum tíma. Áður hafði hann sagt að mikið af þessum fjármunum væru að fara til fjölmiðla sem eiga sykurpabba. Með því orði er Sigurjón að vísa til þess að honum þyki fráleitt að styrkja Morgunblaðið til að sinna lýðræðishlutverki þegar fyrir liggi að þeirra markmið sé meðal annars að standa vörð um sérhagsmuni útgerðarinnar. Sigurjón sagðist ekkert hafa breytt um skoðun þó hann sé nú orðinn þingmaður. Þorsteinn Víglundsson, forstjóri og fyrrverandi ráðherra Viðreisnar, hefur fordæmt orð Sigurjóns. Þegar þau ummæli Þorsteins, þess efnis að að hótanir um skerðingu opinberra styrkja til fjölmiðla vegna ósættis við umfjöllun þeirra séu óásættanleg vinnubrögð af hálfu stjórnmálamanna í lýðræðisríki, voru borin undir Sigurjón spurði hann á móti hvort hann yrði ekki að bera virðingu fyrir skoðunum hans? „Þó við séum ekki sammála.“ Ummæli Sigurjóns á pari við hótanir Vigdísar Sigríður Dögg er hins vegar ekki í vafa um hvað henni finnst um ummæli Sigurjóns. Hún lítur þau mjög alvarlegum augum. Hún sér hliðstæðu í þessu máli og svo því þegar Vigdís Hauksdóttir, þá formaður fjárlaganefndar, sagði Ríkisútvarpið alltof Evrópusinnað og hún vildi endurskoða framlög ríkisins til stofnunarinnar. Þetta var 2013. „Síðast þegar beinar hótanir af þessu tagi litu ljós var þegar Vigdís hótaði að lækka framlög til RÚV vegna einhvers sem miðillinn hafði skrifað. Og það hafði beinlínis þau áhrif að við lækkuðum á lista samtakanna Blaðamenn án landamæra um fjölmiðlafrelsi. En þau samtök halda úti lista yfir fjölmiðlafrelsi þjóða. Beinlínis var tekið fram að þar ummælin þau hefðu bein áhrif á fjölmiðlafrelsi á Íslandi.“ Samskipti við ráðamenn fari versnandi Sigríður Dögg telur víst að ummæli Sigurjóns hljóti að hafa svipaðar afleiðingar. „Þá á það hvernig alþjóðleg samtök meta fjölmiðlafrelsi á Íslandi. Það er mjög alvarlegt að stjórnmálamaður, sérstaklega í þeirri stöðu sem Sigurjón er en hann er formaður atvinnuveganefndar þingsins, skuli hafa uppi beinar hótanir um að svipta fjölmiðil sem honum er ekki þóknanlegur ríkisstyrkjum sem eru til þess gerðir að auka fjölmiðlafrelsi.“ Sigríður Dögg segir jafnframt afar athyglisvert að um það leyti sem hin umdeildu ummæli Sigurjóns féllu hafði hópur blaðamanna komið saman á Pressukvöldi Blaðamannafélagsins til að ræða þá alvarlegu stöðu sem upp væri komin milli blaðamanna annars vegar og ráðamanna hins vegar. „Þau samskipti virðast fara síversnandi og kistallast í þessum ummælum; algert virðingarleysi ráðamanna á hlutverki blaðamanna og fjölmiðla og skortur á skilningi á mikilvægi þeirra í lýðræðissamfélagi. Sem þýðir svo algjöra vanvirðingu gagnvart almenningi, þar með, þó það liggi ekki í augum uppi við fyrstu sýn. Virðingarleysi gagnvart almenningi sem fjölmiðlar svo vinna fyrir.“ Fjölmiðlar spyrja fyrir hönd almennings Formaður Blaðamannafélagsins telur fullt tilefni til að minna kjörna fulltrúa á fyrir hvern þeir starfa. „Þeir eru kjörnir fulltrúar almennings og starfa í þágu hans sem á rétt á upplýsingum. Blaðamenn eru fulltrúar almennings í leit að þessum sömu upplýsingum og vil ég því hvetja kjörna fulltrúa og annað fólk í valdastöðu í þessu samfélagi að velta því fyrir sér þessu hlutverki sínu.“ Sigríður Dögg segir sérkennilegt til þess að hugsa að umdeild ummæli Sigurjóns féllu um svipað leyti og blaðamenn komu saman á Pressukvöldi til að ræða að því er virðist vaxandi skilningsleysi stjórnvalda á starfi blaðamannsins.vísir/vilhelm Þegar ríkisstjórnin kynnti þingmálaskrá sína sagði Kristrún Frostadóttir að ætlunin væri að leggja fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjölmiðla. Ætlunin sé að mæla fyrir stuðningi til eins árs samkvæmt sambærilegu fyrirkomulagi og verið hefur undanfarin ár. En með frumvarpinu væri jafnframt stigið fyrsta skrefið í að endurskoða fyrirkomulag stuðningsins og að þak hans yrði lækkað. Kristrún boðar lækkað þak á fjölmiðlastyrki Fréttamaður fréttastofu spurði Kristrúnu nánar út í þetta atriði en hún sagði að nýja fyrirkomulagið væri til vinnslu hjá menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra. Foringjar ríkisstjórnarinnar, Valkyrjurnar, hafa boðað breytingar á styrkjakerfi til fjölmiðla.vísir/vilhelm Kristrún sagði þetta fyrsta skrefið en ekki væri hægt að gefa nákvæma mynd af því hvernig þetta yrði útfært. Þetta væri heildstæð mynd sem líta þyrfti til, til stæði að gera þetta vel og almennilega, í samráði við þá aðila sem um ræðir og að skoða yrði stöðu RÚV á auglýsingamarkaði samhliða. „Ég er ekki með neina tölu fyrir þig en þetta er fyrst og fremst til að tryggja að það sé sanngirni í veitingu þessara styrkja,“ sagði Kristrún á mánudag.
Fjölmiðlar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira