Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Jón Þór Stefánsson skrifar 5. febrúar 2025 20:35 Hér má sjá muninn á útsýninu fyrir og eftir að potturinn fauk. Lilja Rannveig Heitur pottur sem hefur staðið um áratugaskeið við heimili Lilju Rannveigar Sigurgeirsdóttur, fyrrverandi þingmanns, í Borgarbyggð fauk í óveðrinu áðan. „Það bara kom vindhviða og tók hann. Það var ekkert flóknara en það,“ segir Lilja Rannveig í samtali við fréttastofu. „Við heyrðum bara þegar hann tók skjólvegginn með sér. Hann hefur alveg staðið af sér öll veður síðastliðinn tuttugu ár þegar hann var settur þangað. Við áttum alls ekki von á þessu. En skjólveggirnir hafa oft farið.“ Lilja Rannveig sat á Alþingi fyrir Framsóknarflokkinn.Vísir/Vilhelm Lilja segir að þegar hún heyrði fyrst skruðninga hafi hún ákveðið að taka mynd út um gluggann, en þá hélt hún að skjólveggurinn væri að fara. Svo fór potturinn með. Hún tók því aðra mynd örfáum mínútum seinna frá sama sjónarhorni, og þá sést hvorki potturinn né skjólveggurinn. „Svo fylgdumst við honum fljúga yfir túnið. En svo er orðið svo dimmt að við vitum ekkert hvar hann er núna. Við sjáum hvort við náum að nýta tækifærið þegar það lignir, að taka smá bíltúr og gá hvort við sjáum hann. Annars verðum við bara að bíða.“ Ekki í fyrsta skipti sem stormurinn leikur Lilju grátt Lilja Rannveig útskýrir að heimili þeirra í Borgarbyggð sé í raun statt upp á hæð og þar geti orðið verulega hvasst. Hún hefur sjálf lent illa í því. Fyrir þremur árum var fjallað um það í fjölmiðlum þegar hún fór út í miklu óveðri til að athuga hvort ruslafötur væru ekki öruggar, en þá rann hún stjórnlaust eftir klakaborinni götunni. Atvikið náðist á myndband. Óveður 5. og 6. febrúar 2025 Borgarbyggð Framsóknarflokkurinn Sundlaugar og baðlón Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
„Það bara kom vindhviða og tók hann. Það var ekkert flóknara en það,“ segir Lilja Rannveig í samtali við fréttastofu. „Við heyrðum bara þegar hann tók skjólvegginn með sér. Hann hefur alveg staðið af sér öll veður síðastliðinn tuttugu ár þegar hann var settur þangað. Við áttum alls ekki von á þessu. En skjólveggirnir hafa oft farið.“ Lilja Rannveig sat á Alþingi fyrir Framsóknarflokkinn.Vísir/Vilhelm Lilja segir að þegar hún heyrði fyrst skruðninga hafi hún ákveðið að taka mynd út um gluggann, en þá hélt hún að skjólveggurinn væri að fara. Svo fór potturinn með. Hún tók því aðra mynd örfáum mínútum seinna frá sama sjónarhorni, og þá sést hvorki potturinn né skjólveggurinn. „Svo fylgdumst við honum fljúga yfir túnið. En svo er orðið svo dimmt að við vitum ekkert hvar hann er núna. Við sjáum hvort við náum að nýta tækifærið þegar það lignir, að taka smá bíltúr og gá hvort við sjáum hann. Annars verðum við bara að bíða.“ Ekki í fyrsta skipti sem stormurinn leikur Lilju grátt Lilja Rannveig útskýrir að heimili þeirra í Borgarbyggð sé í raun statt upp á hæð og þar geti orðið verulega hvasst. Hún hefur sjálf lent illa í því. Fyrir þremur árum var fjallað um það í fjölmiðlum þegar hún fór út í miklu óveðri til að athuga hvort ruslafötur væru ekki öruggar, en þá rann hún stjórnlaust eftir klakaborinni götunni. Atvikið náðist á myndband.
Óveður 5. og 6. febrúar 2025 Borgarbyggð Framsóknarflokkurinn Sundlaugar og baðlón Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira