Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Jón Þór Stefánsson skrifar 5. febrúar 2025 20:35 Hér má sjá muninn á útsýninu fyrir og eftir að potturinn fauk. Lilja Rannveig Heitur pottur sem hefur staðið um áratugaskeið við heimili Lilju Rannveigar Sigurgeirsdóttur, fyrrverandi þingmanns, í Borgarbyggð fauk í óveðrinu áðan. „Það bara kom vindhviða og tók hann. Það var ekkert flóknara en það,“ segir Lilja Rannveig í samtali við fréttastofu. „Við heyrðum bara þegar hann tók skjólvegginn með sér. Hann hefur alveg staðið af sér öll veður síðastliðinn tuttugu ár þegar hann var settur þangað. Við áttum alls ekki von á þessu. En skjólveggirnir hafa oft farið.“ Lilja Rannveig sat á Alþingi fyrir Framsóknarflokkinn.Vísir/Vilhelm Lilja segir að þegar hún heyrði fyrst skruðninga hafi hún ákveðið að taka mynd út um gluggann, en þá hélt hún að skjólveggurinn væri að fara. Svo fór potturinn með. Hún tók því aðra mynd örfáum mínútum seinna frá sama sjónarhorni, og þá sést hvorki potturinn né skjólveggurinn. „Svo fylgdumst við honum fljúga yfir túnið. En svo er orðið svo dimmt að við vitum ekkert hvar hann er núna. Við sjáum hvort við náum að nýta tækifærið þegar það lignir, að taka smá bíltúr og gá hvort við sjáum hann. Annars verðum við bara að bíða.“ Ekki í fyrsta skipti sem stormurinn leikur Lilju grátt Lilja Rannveig útskýrir að heimili þeirra í Borgarbyggð sé í raun statt upp á hæð og þar geti orðið verulega hvasst. Hún hefur sjálf lent illa í því. Fyrir þremur árum var fjallað um það í fjölmiðlum þegar hún fór út í miklu óveðri til að athuga hvort ruslafötur væru ekki öruggar, en þá rann hún stjórnlaust eftir klakaborinni götunni. Atvikið náðist á myndband. Óveður 5. og 6. febrúar 2025 Borgarbyggð Framsóknarflokkurinn Sundlaugar og baðlón Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
„Það bara kom vindhviða og tók hann. Það var ekkert flóknara en það,“ segir Lilja Rannveig í samtali við fréttastofu. „Við heyrðum bara þegar hann tók skjólvegginn með sér. Hann hefur alveg staðið af sér öll veður síðastliðinn tuttugu ár þegar hann var settur þangað. Við áttum alls ekki von á þessu. En skjólveggirnir hafa oft farið.“ Lilja Rannveig sat á Alþingi fyrir Framsóknarflokkinn.Vísir/Vilhelm Lilja segir að þegar hún heyrði fyrst skruðninga hafi hún ákveðið að taka mynd út um gluggann, en þá hélt hún að skjólveggurinn væri að fara. Svo fór potturinn með. Hún tók því aðra mynd örfáum mínútum seinna frá sama sjónarhorni, og þá sést hvorki potturinn né skjólveggurinn. „Svo fylgdumst við honum fljúga yfir túnið. En svo er orðið svo dimmt að við vitum ekkert hvar hann er núna. Við sjáum hvort við náum að nýta tækifærið þegar það lignir, að taka smá bíltúr og gá hvort við sjáum hann. Annars verðum við bara að bíða.“ Ekki í fyrsta skipti sem stormurinn leikur Lilju grátt Lilja Rannveig útskýrir að heimili þeirra í Borgarbyggð sé í raun statt upp á hæð og þar geti orðið verulega hvasst. Hún hefur sjálf lent illa í því. Fyrir þremur árum var fjallað um það í fjölmiðlum þegar hún fór út í miklu óveðri til að athuga hvort ruslafötur væru ekki öruggar, en þá rann hún stjórnlaust eftir klakaborinni götunni. Atvikið náðist á myndband.
Óveður 5. og 6. febrúar 2025 Borgarbyggð Framsóknarflokkurinn Sundlaugar og baðlón Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira