Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Árni Sæberg skrifar 6. febrúar 2025 15:43 Ásta S. Fjeldsted er forstjóri Festi. Birgir Ísleifsson Hagnaður Festi, sem rekur meðal annars Krónuna og Elko, á fjórða ársfjórðungi 2024 dróst umtalsvert saman milli ára. Það er einna helst að rekja til 750 milljóna króna stjórnvaldssektar sem lögð var á félagið vegna samkeppnislagabrota. Hagnaður var þó talsvert meiri árið 2024 en árið á undan. Gengi hlutabréfa félagsins hækkaði umtalsvert í miklum viðskiptum í dag. Festi birti uppgjör fyrir síðasta ár eftir lokun markaða í gær. Þar segir að rekstrartekjur samstæðunnar á árinu 2024 hafi numið 156.7 milljörðum króna, samanborið við 138,44 milljarða árið 2023, og hækkað um 13,2 prósent milli ára. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og matsbreytingar á árinu 2024 hafi numið 12,5 milljörðum króna, samanborið við 11 milljarða árið 2023, og hækkað um 13,6% milli ára. Samkvæmt rekstrarreikningi og yfirliti um heildarafkomu hafi hagnaður ársins numið fjórum milljörðum krónam samanborið við 3,4 milljarða árið 2023, og heildarafkoma ársins 6,4 milljörðum, samanborið við 3,4 milljarðar árið 2023. Viðburðaríkt ár Í ársreikningum segir að árið 2024 hafi verið viðburðaríkt hjá Festi. Rekstur félagsins hafi gengið ágætlega á árinu og betur en áætlanir gerðu ráð fyrir. Umhverfið hafi áfram verið krefjandi en áhrifa hás heimsmarkaðsverðs á hrávörum hafi gætt með lægra framlegðarstigi, sérstaklega í eldsneytishluta starfseminnar. Tíð eldgos á Reykjanesskaga hafi fækkað ferðamönnum framan af ári, en aukning á seinni helmingi ársins hafi skilað lítilsháttar aukningu í fjölda ferðamanna fyrir árið í heild milli ára. Ánægjulegt hafi verið að fjöldi heimsókna og selt magn hafi aukist í flestum verslunum milli ára ásamt því að góð aukning hafi náðst í seldum eldsneytislítrum. Farið hafi verið í fjölda hagræðingarverkefna á árinu sem hafi skilað góðum árangi í lækkun rekstrarkostnaðar, en áhrif hárrar verðbólgu og almennra launahækkana sem samið var um á vinnumarkaði hafi hækkað allan rekstrarkostnað. Búist sé við að verð haldist áfram hátt á hrávörumörkuðum á meðan stríð og óvissuástand ríkir í Úkraníu og fyrir botni Miðjarðarhafs en vonir standi til að verðbólga gangi niður á Íslandi eftir því sem líður á árið 2025. Einhver merki um kólnun atvinnulífs á seinni helmingi ársins hafi fundist með minni sölu í ákveðnum vöruflokkum en væntingar standi til þess að með lægri verðbólgu og lækkun stýrivaxta muni það lagast á þessu ári. Breyttu afkomuspá fjórum sinnum Þann 14. júní 2024 hafi Festi undir sátt við Samkeppniseftirlitið um kaup félagsins á öllu hlutafé í Lyfju hf. sem hafi verið síðasta skilyrðið í kaupsamningnum sem undirritaður hafi verið 13. júlí 2023. Lyfja hafi því orðið hluti af samstæðu ársreikningi félagsins frá júlí 2024. Félagið hafi gefið út afkomuspá 7. febrúar 2024 fyrir árið 2024, þar sem EBITDA afkoman hafi verið áætluð 11.200 til 11.600 milljónir króna. Félagið hafi hækkað afkomuspá sína þrisvar á árinu en lækkað hana einu sinni. Afkomuspáin hafi verið lækkuð í 12.200 til 12.500 milljónir króna í nóvember, þegar félagið gerði sátt við Samkeppniseftirlitið og viðurkenndi brot í tengslum við samruna Festi og N1 árið 2018. Með sáttinni hafi félagið samþykkt að greiða 750 milljóna króna sekt. Ríflega fimmtán hundruð stöðugildi EBITDA niðurstaða ársins hafi numið 12.511 milljónum króna, sem sé umtalsvert betri en fyrsta afkomuspá ársins gerði ráð fyrir. Aukin umsvif hjá öllum dótturfélögum Festi skýri betri EBITDA afkomu, sérstaklega í dagvöru- og eldsneytishluta samstæðunnar þar sem velta og framlegð hafi aukist mun meira en áætlanir gerðu ráð fyrir. Þá hafi afkoma Lyfju ekki verið inni í upphaflegri afkomuspá ársins. Stöðugildi umreiknuð í heilsársstörf hafi verið 1.533 og fjölgað um 13,4 prósent milli ára. Starfsmannafjöldi hafi verið 2.769 að meðaltali og kynjahlutfallið hafi verið 60/40, körlum í hag. Kynjahlutfall stjórnenda hafi einnig 60/40 verið. Eigið fé samstæðunnar í árslok hafi verið 43,5 milljarðar króna, samanborið við 35,8 milljarða króna árið 2023, að meðtöldu hlutafé að nafnverði 311 milljóna króna. Eiginfjárhlutfallið hafi verið 37,9 prósent, samanborið við 37,3 prósent árið 2023, í árslok. Lausafjárstaða félagsins sé sterk með 4,6 milljarða króna í handbært fé til ráðstöfunar í árslok og félagið vel í stakk búið að takast á við verkefnin framundan. Stjórn félagsins leggi til að greiddur verði 4,5 króna arður á hvern nafnverðshlut á árinu 2025 eða um 1,4 milljarðar króna. Hækkaði um fjögur prósent Svo virðist sem markaðurinn hafi tekið vel í ársreikning Festi en gengi hlutabréfa félagsins hækkaði um 4,03 prósent í dag. Viðskipti með bréfin námu 2,2 milljörðum króna. Aðeins gengi Íslandsbanka hækkaði meira, um 4,94 prósent. Íslandsbanki greindi frá því eftir lokun markaða að bankinn hefði fengið heimild til kaupa á allt að 15 milljörðum króna af eigin bréfum. Festi Verslun Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sjá meira
Festi birti uppgjör fyrir síðasta ár eftir lokun markaða í gær. Þar segir að rekstrartekjur samstæðunnar á árinu 2024 hafi numið 156.7 milljörðum króna, samanborið við 138,44 milljarða árið 2023, og hækkað um 13,2 prósent milli ára. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og matsbreytingar á árinu 2024 hafi numið 12,5 milljörðum króna, samanborið við 11 milljarða árið 2023, og hækkað um 13,6% milli ára. Samkvæmt rekstrarreikningi og yfirliti um heildarafkomu hafi hagnaður ársins numið fjórum milljörðum krónam samanborið við 3,4 milljarða árið 2023, og heildarafkoma ársins 6,4 milljörðum, samanborið við 3,4 milljarðar árið 2023. Viðburðaríkt ár Í ársreikningum segir að árið 2024 hafi verið viðburðaríkt hjá Festi. Rekstur félagsins hafi gengið ágætlega á árinu og betur en áætlanir gerðu ráð fyrir. Umhverfið hafi áfram verið krefjandi en áhrifa hás heimsmarkaðsverðs á hrávörum hafi gætt með lægra framlegðarstigi, sérstaklega í eldsneytishluta starfseminnar. Tíð eldgos á Reykjanesskaga hafi fækkað ferðamönnum framan af ári, en aukning á seinni helmingi ársins hafi skilað lítilsháttar aukningu í fjölda ferðamanna fyrir árið í heild milli ára. Ánægjulegt hafi verið að fjöldi heimsókna og selt magn hafi aukist í flestum verslunum milli ára ásamt því að góð aukning hafi náðst í seldum eldsneytislítrum. Farið hafi verið í fjölda hagræðingarverkefna á árinu sem hafi skilað góðum árangi í lækkun rekstrarkostnaðar, en áhrif hárrar verðbólgu og almennra launahækkana sem samið var um á vinnumarkaði hafi hækkað allan rekstrarkostnað. Búist sé við að verð haldist áfram hátt á hrávörumörkuðum á meðan stríð og óvissuástand ríkir í Úkraníu og fyrir botni Miðjarðarhafs en vonir standi til að verðbólga gangi niður á Íslandi eftir því sem líður á árið 2025. Einhver merki um kólnun atvinnulífs á seinni helmingi ársins hafi fundist með minni sölu í ákveðnum vöruflokkum en væntingar standi til þess að með lægri verðbólgu og lækkun stýrivaxta muni það lagast á þessu ári. Breyttu afkomuspá fjórum sinnum Þann 14. júní 2024 hafi Festi undir sátt við Samkeppniseftirlitið um kaup félagsins á öllu hlutafé í Lyfju hf. sem hafi verið síðasta skilyrðið í kaupsamningnum sem undirritaður hafi verið 13. júlí 2023. Lyfja hafi því orðið hluti af samstæðu ársreikningi félagsins frá júlí 2024. Félagið hafi gefið út afkomuspá 7. febrúar 2024 fyrir árið 2024, þar sem EBITDA afkoman hafi verið áætluð 11.200 til 11.600 milljónir króna. Félagið hafi hækkað afkomuspá sína þrisvar á árinu en lækkað hana einu sinni. Afkomuspáin hafi verið lækkuð í 12.200 til 12.500 milljónir króna í nóvember, þegar félagið gerði sátt við Samkeppniseftirlitið og viðurkenndi brot í tengslum við samruna Festi og N1 árið 2018. Með sáttinni hafi félagið samþykkt að greiða 750 milljóna króna sekt. Ríflega fimmtán hundruð stöðugildi EBITDA niðurstaða ársins hafi numið 12.511 milljónum króna, sem sé umtalsvert betri en fyrsta afkomuspá ársins gerði ráð fyrir. Aukin umsvif hjá öllum dótturfélögum Festi skýri betri EBITDA afkomu, sérstaklega í dagvöru- og eldsneytishluta samstæðunnar þar sem velta og framlegð hafi aukist mun meira en áætlanir gerðu ráð fyrir. Þá hafi afkoma Lyfju ekki verið inni í upphaflegri afkomuspá ársins. Stöðugildi umreiknuð í heilsársstörf hafi verið 1.533 og fjölgað um 13,4 prósent milli ára. Starfsmannafjöldi hafi verið 2.769 að meðaltali og kynjahlutfallið hafi verið 60/40, körlum í hag. Kynjahlutfall stjórnenda hafi einnig 60/40 verið. Eigið fé samstæðunnar í árslok hafi verið 43,5 milljarðar króna, samanborið við 35,8 milljarða króna árið 2023, að meðtöldu hlutafé að nafnverði 311 milljóna króna. Eiginfjárhlutfallið hafi verið 37,9 prósent, samanborið við 37,3 prósent árið 2023, í árslok. Lausafjárstaða félagsins sé sterk með 4,6 milljarða króna í handbært fé til ráðstöfunar í árslok og félagið vel í stakk búið að takast á við verkefnin framundan. Stjórn félagsins leggi til að greiddur verði 4,5 króna arður á hvern nafnverðshlut á árinu 2025 eða um 1,4 milljarðar króna. Hækkaði um fjögur prósent Svo virðist sem markaðurinn hafi tekið vel í ársreikning Festi en gengi hlutabréfa félagsins hækkaði um 4,03 prósent í dag. Viðskipti með bréfin námu 2,2 milljörðum króna. Aðeins gengi Íslandsbanka hækkaði meira, um 4,94 prósent. Íslandsbanki greindi frá því eftir lokun markaða að bankinn hefði fengið heimild til kaupa á allt að 15 milljörðum króna af eigin bréfum.
Festi Verslun Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent