Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Árni Sæberg skrifar 6. febrúar 2025 11:38 Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og forstjóri Kerecis. Aðsend Í desember síðastliðnum seldi Kerecis hugverkaréttindi félagsins til danska móðurfélagsins Coloplast. 180 milljarða kaup Coloplast á íslensku hugviti eru að fullu skattskyld hér á landi og áætlaðar skattgreiðslur nema hátt í fjörutíu milljörðum króna. Í fréttatilkynningu frá Kerecis segir að salan sé til samræmis við stefnu Coloplast að hugverkaréttindi samstæðunnar séu í eigu móðurfélagsins. Um sé að ræða hátt í tvö hundruð einkaleyfi í eigu Kerecis, sem varði uppfinningar Guðmundar Fertrams Sigurjónssonar og samstarfsmanna hans í Kerecis. Jafnast á við söluna Söluandvirði hugverkaréttindanna hafi numið 1,3 milljörðum dollara eða ígildi um 180 milljörðum íslenskra króna miðað við núverandi gengi gjaldmiðla. Salan sé að fullu leyti skattskyld á Íslandi og áætlaðar skattgreiðslur séu hátt í fjörutíu milljarðar króna. Samkvæmt íslenskum skattareglum sé mögulegt að dreifa skattgreiðslunni yfir sjö ára tímabil. Kerecis hafi verið selt árið 2023 fyrir um 180 milljarðar króna og 113 millljarðar króna hafi runnið til íslenskra hluthafa og þar af 22 milljarðar króna til hluthafa á Vestfjörðum. Styrkir skilað sér og vel það Verðmætasköpun Kerecis í formi sölutekna á heimsvísu á árunum 2013 til 2025 nemi um níutíu milljörðum króna, sem sé 125 sinnum meira en fyrirtækið hefur þegið í styrki. 130 manns starfi hjá fyrirtækinu á Íslandi. Áttatíu á Ísafirði og fimmtíu í Reykjavík. Kerecis hafi verið stofnað sem ráðgjafafyrirtæki undir nafninu FnF árið 2007 af Guðmundi Fertram Sigurjónssyni en fljótlega hafi nafninu verið breytt í Kerecis. Frá árinu 2010 hafi fyrirtækið einblínt á þróun sáraroðs, sem framleitt sé í höfuðstöðvum fyrirtækisins á Ísafirði. Flutningur á eignarhaldi hugverkanna hafi engin áhrif á starfsemi Kerecis á Íslandi og höfuðstðvar Kerecis verði áfram á Íslandi. Talsverður vöxtur hafi verið í starfsmannahaldi og umsvifum Kerecis á Íslandi síðan félagið var selt til Coloplast. „Það er afskaplega góð tilfinning að sjá núna svart á hvítu þau verðmæti sem stafsmenn Kerecis hafa skapað undanfarin ár. Hér er um háar upphæðir að ræða sem sannanlega sýna að nýsköpun, frumkvöðlastarf og hvetjandi starfsskilyrði knýja verðmætasköpun, fjölbreytni og velsæld fyrir okkur öll á Íslandi,“ er haft eftir Guðmundi Fertram. Nýsköpun Ísafjarðarbær Heilbrigðismál Danmörk Skattar og tollar Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá Kerecis segir að salan sé til samræmis við stefnu Coloplast að hugverkaréttindi samstæðunnar séu í eigu móðurfélagsins. Um sé að ræða hátt í tvö hundruð einkaleyfi í eigu Kerecis, sem varði uppfinningar Guðmundar Fertrams Sigurjónssonar og samstarfsmanna hans í Kerecis. Jafnast á við söluna Söluandvirði hugverkaréttindanna hafi numið 1,3 milljörðum dollara eða ígildi um 180 milljörðum íslenskra króna miðað við núverandi gengi gjaldmiðla. Salan sé að fullu leyti skattskyld á Íslandi og áætlaðar skattgreiðslur séu hátt í fjörutíu milljarðar króna. Samkvæmt íslenskum skattareglum sé mögulegt að dreifa skattgreiðslunni yfir sjö ára tímabil. Kerecis hafi verið selt árið 2023 fyrir um 180 milljarðar króna og 113 millljarðar króna hafi runnið til íslenskra hluthafa og þar af 22 milljarðar króna til hluthafa á Vestfjörðum. Styrkir skilað sér og vel það Verðmætasköpun Kerecis í formi sölutekna á heimsvísu á árunum 2013 til 2025 nemi um níutíu milljörðum króna, sem sé 125 sinnum meira en fyrirtækið hefur þegið í styrki. 130 manns starfi hjá fyrirtækinu á Íslandi. Áttatíu á Ísafirði og fimmtíu í Reykjavík. Kerecis hafi verið stofnað sem ráðgjafafyrirtæki undir nafninu FnF árið 2007 af Guðmundi Fertram Sigurjónssyni en fljótlega hafi nafninu verið breytt í Kerecis. Frá árinu 2010 hafi fyrirtækið einblínt á þróun sáraroðs, sem framleitt sé í höfuðstöðvum fyrirtækisins á Ísafirði. Flutningur á eignarhaldi hugverkanna hafi engin áhrif á starfsemi Kerecis á Íslandi og höfuðstðvar Kerecis verði áfram á Íslandi. Talsverður vöxtur hafi verið í starfsmannahaldi og umsvifum Kerecis á Íslandi síðan félagið var selt til Coloplast. „Það er afskaplega góð tilfinning að sjá núna svart á hvítu þau verðmæti sem stafsmenn Kerecis hafa skapað undanfarin ár. Hér er um háar upphæðir að ræða sem sannanlega sýna að nýsköpun, frumkvöðlastarf og hvetjandi starfsskilyrði knýja verðmætasköpun, fjölbreytni og velsæld fyrir okkur öll á Íslandi,“ er haft eftir Guðmundi Fertram.
Nýsköpun Ísafjarðarbær Heilbrigðismál Danmörk Skattar og tollar Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Sjá meira