Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Samúel Karl Ólason skrifar 6. febrúar 2025 14:06 John Ratcliffe er nýr yfirmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA. AP/Alex Brandon Forsvarsmenn leyniþjónustu Bandaríkjanna hafa sent Hvíta húsinu ódulkóðaðan tölvupóst sem inniheldur nöfn allra þeirra sem ráðnir hafa verið til starfa hjá stofnuninni undanfarin tvö ár. Með þessu vildu þeir verða við forsetatilskipun Donalds Trumps um undirbúning fyrir mögulegan niðurskurð. Tölvupósturinn er ekki ríkisleyndarmál og hefur honum meðal annars verið lýst sem hörmungum fyrir starfsemi leyniþjónustunnar, ef ske kynni að hann rataði í hendur erlendra njósnara. Listinn inniheldur fornöfn fólksins og fyrsta staf eftirnafns þeirra en samkvæmt frétt New York Times er á honum fólk sem ráðið hefur verið til ýmissa starfa hjá CIA. Þar á meðal er fólk sem á að starfa leynilega í öðrum ríkjum. Margir voru sérstaklega ráðnir með Kína í huga og eru kínverskir tölvuþrjótar sagðir í stöðugri leit að upplýsingum um þetta fólk. Heimildarmenn NYT segjast hafa áhyggjur af því að listinn fari í dreifingu og þá sérstaklega til ungra starfsmanna DOGE, stofnunar Elons Musk sem standa á í umfangsmiklum niðurskurði vestanhafs. Fari listinn í dreifingu gæti hann hæglega endað í höndum njósnara annarra ríkja. Sérfræðingar sögðu NYT að þá væri tiltölulega auðvelt að bera listann saman við opinber gögn, samfélagsmiðla og annað og bera þannig kennsl á marga á honum. Heimildarmaður CNN segir marga á listanum vera með óhefðbundin nöfn sem geri auðvelt að bera kennsl á þá. Aðrir sögðu líklegt að tölvupósturinn hefði í raun bundið enda á feril margra ungra starfsmanna CIA á honum. Í yfirlýsingum til fjölmiðla segja talsmenn CIA að listinn hafi verið sendur vegna forsetatilskipunar Trumps og lagalega séð hefði annað ekki verið hægt. Fjörutíu þúsund samþykkja starfslok Wall Street Journal sagði frá því á þriðjudaginn að forsvarsmenn CIA hefðu boðið öllum starfsmönnum starfslokasamning. Þeir gætu hætt og fengið um átta mánaða laun en opinberir starfsmenn víðsvegar um Bandaríkin hafa fengið sambærilegt tilboð frá því Trump tók við embætti. Samkvæmt frétt Wasington Post hafa þessir starfsmenn frest til kvöldsins til að samþykkja tilboðið. Tilboð þetta nær til um 2,3 milljóna opinberra starfsmanna en fleiri en fjörutíu þúsund manns munu þegar hafa tekið tilboðinu í gærkvöldi. Taki ekki nægilega margir þessu tilboði stendur til að fara í umfangsmiklar uppsagnir, samkvæmt tölvupósti sem blaðamenn WP hafa undir höndum. Verkalýðsfélög um átta hundruð þúsund opinberra starfsmanna hafa höfðað mál vegna tilboðsins og verður það tekið fyrir í dómsal seinna í dag. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Stígur fram og segir Írani hafa löðrungað Bandaríkin „Áreiðanleg gögn“ sanni verulegt tjón á kjarnorkumannvirkjum Hvar er Khamenei? Sjá meira
Tölvupósturinn er ekki ríkisleyndarmál og hefur honum meðal annars verið lýst sem hörmungum fyrir starfsemi leyniþjónustunnar, ef ske kynni að hann rataði í hendur erlendra njósnara. Listinn inniheldur fornöfn fólksins og fyrsta staf eftirnafns þeirra en samkvæmt frétt New York Times er á honum fólk sem ráðið hefur verið til ýmissa starfa hjá CIA. Þar á meðal er fólk sem á að starfa leynilega í öðrum ríkjum. Margir voru sérstaklega ráðnir með Kína í huga og eru kínverskir tölvuþrjótar sagðir í stöðugri leit að upplýsingum um þetta fólk. Heimildarmenn NYT segjast hafa áhyggjur af því að listinn fari í dreifingu og þá sérstaklega til ungra starfsmanna DOGE, stofnunar Elons Musk sem standa á í umfangsmiklum niðurskurði vestanhafs. Fari listinn í dreifingu gæti hann hæglega endað í höndum njósnara annarra ríkja. Sérfræðingar sögðu NYT að þá væri tiltölulega auðvelt að bera listann saman við opinber gögn, samfélagsmiðla og annað og bera þannig kennsl á marga á honum. Heimildarmaður CNN segir marga á listanum vera með óhefðbundin nöfn sem geri auðvelt að bera kennsl á þá. Aðrir sögðu líklegt að tölvupósturinn hefði í raun bundið enda á feril margra ungra starfsmanna CIA á honum. Í yfirlýsingum til fjölmiðla segja talsmenn CIA að listinn hafi verið sendur vegna forsetatilskipunar Trumps og lagalega séð hefði annað ekki verið hægt. Fjörutíu þúsund samþykkja starfslok Wall Street Journal sagði frá því á þriðjudaginn að forsvarsmenn CIA hefðu boðið öllum starfsmönnum starfslokasamning. Þeir gætu hætt og fengið um átta mánaða laun en opinberir starfsmenn víðsvegar um Bandaríkin hafa fengið sambærilegt tilboð frá því Trump tók við embætti. Samkvæmt frétt Wasington Post hafa þessir starfsmenn frest til kvöldsins til að samþykkja tilboðið. Tilboð þetta nær til um 2,3 milljóna opinberra starfsmanna en fleiri en fjörutíu þúsund manns munu þegar hafa tekið tilboðinu í gærkvöldi. Taki ekki nægilega margir þessu tilboði stendur til að fara í umfangsmiklar uppsagnir, samkvæmt tölvupósti sem blaðamenn WP hafa undir höndum. Verkalýðsfélög um átta hundruð þúsund opinberra starfsmanna hafa höfðað mál vegna tilboðsins og verður það tekið fyrir í dómsal seinna í dag.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Stígur fram og segir Írani hafa löðrungað Bandaríkin „Áreiðanleg gögn“ sanni verulegt tjón á kjarnorkumannvirkjum Hvar er Khamenei? Sjá meira