Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar 6. febrúar 2025 18:01 Kæru framhaldsskólakennarar. Ég ber djúpa virðingu fyrir starfi ykkar. Ég geri mér grein fyrir því að kjarabarátta kennara er réttmæt og mikilvæg. Framhaldsskólanám og framhaldsskólakennarar mynda mikilvæga hornsteina framtíðarsamfélags þjóðarinnar og ég efast ekki um að þið, framhaldsskólakennarar, berið hag nemenda ykkar fyrir brjósti – nú þegar þið berjist fyrir sanngjörnum kjörum og betra starfsumhverfi. En í þeirri baráttu vil ég biðja ykkur um eitt: Varpið ekki allri ábyrgð á túlkun og útskýringu kjaradeilu framhaldsskólakennara eingöngu á okkur, foreldra ólögráðra menntaskólanema. Fyrsta árs nemar í menntaskóla þurfa skýran stuðning Sonur minn er í sínu fyrsta ári í menntaskóla. Hann, eins og margir aðrir nemendur sem eru á sama stað í námi, er enn að læra hvernig framhaldsskólakerfið virkar, hvernig nám í áfangakerfi gengur fyrir sig og hvernig hann getur skipulagt sig til að ná árangri. Látum ekki börnin sækja fréttir í fjölmiðla Nú stendur til að framhaldsskólakennarar fari í ótímabundið verkfall í nokkrum skólum, takist ekki samningar fyrir 21. febrúar. Það eina sem sextán ára gamall sonur minn veit um stöðuna er það sem hann les í fjölmiðlum – eða það sem ég, móðir hans, segi honum eftir að hafa reynt að leita svara hjá yfirvöldum með misjöfnum árangri. Nemendur eiga skýlausan rétt á upplýsingum frá kennurum Það er ekki ásættanlegt að ábyrgðin á því að útskýra kjaradeilu framhaldsskólakennara, áhrif verkfallsins og óvissu um nám framtíðarinnar sé eingöngu okkar foreldra. Þetta eru ykkar nemendur – þeir eiga rétt á skýrum upplýsingum frá ykkur og skólayfirvöldum. Réttindum fylgja skyldur – gagnkvæm virðing er lykilatriði Ég geri mér grein fyrir því að kennarar eiga rétt á því að fara í verkfall. Við foreldrar eigum að sýna ykkar baráttu virðingu og flest gerum við það. En rétt eins og við foreldrar sýnum virðingu fyrir ykkur, kennurum, eiga nemendur og foreldrar líka rétt á eðlilegri nærgætni og gagnkvæmri virðingu af ykkar hálfu og af hálfu menntayfirvalda. Nemendur og við foreldrar eigum ekki að vera skilin eftir í óvissu – við eigum rétt á upplýsingum og samráði um hvaða áhrif verkfall muni hafa á námsframvindu nemenda. Hjálpumst öll að – sem eitt samfélag Því skora ég á ykkur, alla framhaldsskólakennara og alla stjórnendur framhaldsskóla, að vinna með okkur foreldrum að því að tryggja að allir nemendur fái skýrar og samræmdar upplýsingar um eðli kjarabaráttu ykkar, ástæðu yfirvofandi verkfalls og einnig skora ég á ykkur öll að upplýsa nemendur jafnt og þétt um raunverulega stöðu mála. 1. Útskýrið fyrir nemendum hvað ótímabundið skæruverkfall þýðir fyrir þá. 2. Látið nemendur ekki lesa fréttir í fjölmiðlum án upplýsinga frá kennurum. 3. Heiðrið samskipti við foreldra og tryggið að allir fái sömu upplýsingar. Spurningar móður menntskælings til samninganefndar ríkisins Til að fá skýr svör um áhrif verkfallsins á nemendur, skrifaði ég í dag formlega fyrirspurn til Samninganefndar ríkisins á netfang Fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Þar óskaði ég eftir svörum við eftirfarandi spurningum: A. Er samninganefnd ríkisins meðvituð um þær afleiðingar sem ótímabundið verkfall framhaldsskólakennara getur haft á námsframvindu nemenda? B. Er einhver vinna í gangi innan stjórnkerfisins til að tryggja að nemendur fái skýrar leiðbeiningar um stöðu sína, t.d. um hvort þeir geti lokið námi sínu eftir verkfallið? C. Hafa menntayfirvöld, ráðuneyti eða aðrir samningsaðilar sett fram úrræði til að tryggja að nemendur fái ekki varanlegt tjón á menntabraut sinni? D. Ef ekki næst samkomulag fyrir 21. febrúar, hefur samninganefnd ríkisins þá íhugað að tryggja aðgerðir sem vernda hagsmuni nemenda? Ég skrifaði einnig þessi orð í erindi mínu til samninganefndar ríkisins: „Sonur minn hefur skilað öllum verkefnum sínum á vorönninni og lagt hart að sér í námi. Það er ekki réttlátt að hann og aðrir nemendur séu teknir sem gíslar í þessari vinnudeilu án þess að tryggt sé að þeir fái klárað sitt nám.“ Fyrir utan þessa fyrirspurn hef ég einnig sent sambærileg erindi til Félags framhaldsskólakennara, Kennarasambands Íslands, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Mennta- og barnamálaráðuneytisins og Umboðsmanns barna. Ég get einungis vonað að yfirvöld muni svara fyrirspurnum mínum. Einlæg ósk móður menntskælings til framhaldsskólakennara Þið, framhaldsskólakennarar, hafið kennt nemendum ykkar að menntun sé dýrmæt. Þið hafið kennt þeim að rödd þeirra skipti máli. Þið hafið kennt þeim að góð samskipti og gagnkvæm virðing skipti sköpum í samfélaginu. Nú er tækifærið til að sýna einmitt það í verki. Með virðingu, kærleika og von um skýra upplýsingagjöf, Höfundur er móðir sextán ára menntskælings Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Framhaldsskólar Mest lesið Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Loftslagsverkfallið krefst aðgerða strax! Tinna Hallgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Kæru framhaldsskólakennarar. Ég ber djúpa virðingu fyrir starfi ykkar. Ég geri mér grein fyrir því að kjarabarátta kennara er réttmæt og mikilvæg. Framhaldsskólanám og framhaldsskólakennarar mynda mikilvæga hornsteina framtíðarsamfélags þjóðarinnar og ég efast ekki um að þið, framhaldsskólakennarar, berið hag nemenda ykkar fyrir brjósti – nú þegar þið berjist fyrir sanngjörnum kjörum og betra starfsumhverfi. En í þeirri baráttu vil ég biðja ykkur um eitt: Varpið ekki allri ábyrgð á túlkun og útskýringu kjaradeilu framhaldsskólakennara eingöngu á okkur, foreldra ólögráðra menntaskólanema. Fyrsta árs nemar í menntaskóla þurfa skýran stuðning Sonur minn er í sínu fyrsta ári í menntaskóla. Hann, eins og margir aðrir nemendur sem eru á sama stað í námi, er enn að læra hvernig framhaldsskólakerfið virkar, hvernig nám í áfangakerfi gengur fyrir sig og hvernig hann getur skipulagt sig til að ná árangri. Látum ekki börnin sækja fréttir í fjölmiðla Nú stendur til að framhaldsskólakennarar fari í ótímabundið verkfall í nokkrum skólum, takist ekki samningar fyrir 21. febrúar. Það eina sem sextán ára gamall sonur minn veit um stöðuna er það sem hann les í fjölmiðlum – eða það sem ég, móðir hans, segi honum eftir að hafa reynt að leita svara hjá yfirvöldum með misjöfnum árangri. Nemendur eiga skýlausan rétt á upplýsingum frá kennurum Það er ekki ásættanlegt að ábyrgðin á því að útskýra kjaradeilu framhaldsskólakennara, áhrif verkfallsins og óvissu um nám framtíðarinnar sé eingöngu okkar foreldra. Þetta eru ykkar nemendur – þeir eiga rétt á skýrum upplýsingum frá ykkur og skólayfirvöldum. Réttindum fylgja skyldur – gagnkvæm virðing er lykilatriði Ég geri mér grein fyrir því að kennarar eiga rétt á því að fara í verkfall. Við foreldrar eigum að sýna ykkar baráttu virðingu og flest gerum við það. En rétt eins og við foreldrar sýnum virðingu fyrir ykkur, kennurum, eiga nemendur og foreldrar líka rétt á eðlilegri nærgætni og gagnkvæmri virðingu af ykkar hálfu og af hálfu menntayfirvalda. Nemendur og við foreldrar eigum ekki að vera skilin eftir í óvissu – við eigum rétt á upplýsingum og samráði um hvaða áhrif verkfall muni hafa á námsframvindu nemenda. Hjálpumst öll að – sem eitt samfélag Því skora ég á ykkur, alla framhaldsskólakennara og alla stjórnendur framhaldsskóla, að vinna með okkur foreldrum að því að tryggja að allir nemendur fái skýrar og samræmdar upplýsingar um eðli kjarabaráttu ykkar, ástæðu yfirvofandi verkfalls og einnig skora ég á ykkur öll að upplýsa nemendur jafnt og þétt um raunverulega stöðu mála. 1. Útskýrið fyrir nemendum hvað ótímabundið skæruverkfall þýðir fyrir þá. 2. Látið nemendur ekki lesa fréttir í fjölmiðlum án upplýsinga frá kennurum. 3. Heiðrið samskipti við foreldra og tryggið að allir fái sömu upplýsingar. Spurningar móður menntskælings til samninganefndar ríkisins Til að fá skýr svör um áhrif verkfallsins á nemendur, skrifaði ég í dag formlega fyrirspurn til Samninganefndar ríkisins á netfang Fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Þar óskaði ég eftir svörum við eftirfarandi spurningum: A. Er samninganefnd ríkisins meðvituð um þær afleiðingar sem ótímabundið verkfall framhaldsskólakennara getur haft á námsframvindu nemenda? B. Er einhver vinna í gangi innan stjórnkerfisins til að tryggja að nemendur fái skýrar leiðbeiningar um stöðu sína, t.d. um hvort þeir geti lokið námi sínu eftir verkfallið? C. Hafa menntayfirvöld, ráðuneyti eða aðrir samningsaðilar sett fram úrræði til að tryggja að nemendur fái ekki varanlegt tjón á menntabraut sinni? D. Ef ekki næst samkomulag fyrir 21. febrúar, hefur samninganefnd ríkisins þá íhugað að tryggja aðgerðir sem vernda hagsmuni nemenda? Ég skrifaði einnig þessi orð í erindi mínu til samninganefndar ríkisins: „Sonur minn hefur skilað öllum verkefnum sínum á vorönninni og lagt hart að sér í námi. Það er ekki réttlátt að hann og aðrir nemendur séu teknir sem gíslar í þessari vinnudeilu án þess að tryggt sé að þeir fái klárað sitt nám.“ Fyrir utan þessa fyrirspurn hef ég einnig sent sambærileg erindi til Félags framhaldsskólakennara, Kennarasambands Íslands, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Mennta- og barnamálaráðuneytisins og Umboðsmanns barna. Ég get einungis vonað að yfirvöld muni svara fyrirspurnum mínum. Einlæg ósk móður menntskælings til framhaldsskólakennara Þið, framhaldsskólakennarar, hafið kennt nemendum ykkar að menntun sé dýrmæt. Þið hafið kennt þeim að rödd þeirra skipti máli. Þið hafið kennt þeim að góð samskipti og gagnkvæm virðing skipti sköpum í samfélaginu. Nú er tækifærið til að sýna einmitt það í verki. Með virðingu, kærleika og von um skýra upplýsingagjöf, Höfundur er móðir sextán ára menntskælings
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun