„Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Siggeir Ævarsson skrifar 6. febrúar 2025 21:46 Jóhann Árni Ólafsson stýrði Grindavík í kvöld í fjarveru nafna síns. Líkt og í þessum leik á myndinni var Daníel Guðni honum til aðstoðar UMFG Jóhann Árni Ólafsson stýrði liði Grindavíkur í kvöld í fjarveru Jóhanns Þórs og landaði góðum sigri í Þorlákshöfn 95-104. Jeremy Pargo kom sterkur inn og stýrði sóknarleik Grindvíkinga af yfirvegun Grindvíkingar voru svolítið seinir í gang og virtust ekki alveg ná að finna taktinn en voru fljótir að snúa leiknum sér í hag. „Hæg byrjun en svo fundum við leið til að koma orkunni í gang. Mikil orka frá strákunum inn af bekknum sem hjálpaði okkur mikið í fyrri hálfleik að koma forystunni upp. Mikið hrós á þá og við eigum meira inni á bekknum. Ég hlakka til að sjá framhaldið á þessu.“ Grindvíkingar hafa oft virkað ansi pirraðir og illa stemmdir andlega í vetur en það var engu líkara en það væri töluvert léttara yfir mönnum í kvöld og Jóhann þakkaði það meðal annars innkomu Jeremy Pargo í liðið og hans nærveru á æfingum í vikunni. „Það er rétt metið hjá þér. Æfingavikan var mjög góð. Það er náttúrulega rosalega mikil innkoma í Jeremy hjá okkur og æfingarnar urðu mjög kröftugar. Mér fannst svolítið augljóst eftir Stjörnuleikinn í síðustu umferð hvað var að og við fórum í vegferð að laga það. Það vonandi skein í gegn en við eigum ennþá langa leið framundan.“ Pargo spilaði næst mest Grindvíkinga í kvöld og var næst stigahæstur. Hann verður 39 ára í næsta mánuði en ber það ekki með sér að vera að detta á fimmtugsaldur, eða hvað? „Ber það með sér og ekki, 25 ára Pargo væri ekki á Íslandi sko. Ótrúleg gæði í honum. Kemur með ró inn í hópinn og ég bara hlakka til að halda áfram að vinna með honum.“ Allir græða á komu Pargo Pargo og DeAndre Kane eru gamlir liðsfélagar og lá því beinast við að spyrja hvort Pargo væri fullkominn liðsfélaga fyrir Kane til að stilla hann aðeins af andlega. Jóhann vildi þó ekki gera of mikið úr þeirra sambandi heldur lagði áherslu á áhrif Pargo á liðið í heild. „Ég held bara að það sé gott fyrir liðið að vera með svona leikstjórnanda. Mann sem sér hlutina vel og hefur ró og veit hvað við viljum fá. Ég „held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ í liðinu sínu.“ Þrátt fyrir að Pargo komi með ró inn í sóknarleikinn var sannarlega engin ró yfir varnarleik Grindvíkinga en Jóhann var ekki viss um hvernig hann gæti fengið sína menn til að spila næstu leiki af sama krafti. „Það er náttúrulega bara góð spurning. Ef ég vissi svarið þá væri ég ríkur maður. Við ætlum bara að halda áfram að hafa æfingavikuna eins og hún var. Við erum mikið af mönnum sem vilja spila. Við erum með menn í dag sem spiluðu ekki sem eru mjög frambærilegir körfuboltamenn og eiga skilið að spila í þessari deild. Það er bara vonandi að allir séu á tánum og ýti hver öðrum áfram til að koma sér á völlinn því þar vilja allir vera.“ Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, og Ólafur Ólafsson, fyrirliði liðsins, voru ekki með liðinu í kvöld en faðir þeirra, Ólafur Þór Jóhannsson, féll óvænt frá um helgina. Jóhann Árni sagði liðið standa þétt á bakvið þá bræður og þeir myndu fá þann tíma og svigrúm sem þeir þurfa. „Ég bara votta fjölskyldunni samúð. Við sem lið stöndum fyllilega á bakvið þá. Daníel kemur inn sem aðstoðarþjálfari í dag sem vinur og fyrrum kollegi Jóhanns og hefur þjálfað Óla. Þeir fá þann tíma sem þeir þurfa í þetta. Það er misjafnt hvernig menn vilja díla við svona hluti. Hvort þeir þurfi tíma eða hella sér út í verkefni og við búum bara til umhverfi sem þeim líður vel í. Við tökum á móti þeim þegar þeir koma en menn þurfa tíma þegar svona áföll verða.“ Bónus-deild karla Körfubolti UMF Grindavík Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Sjá meira
Grindvíkingar voru svolítið seinir í gang og virtust ekki alveg ná að finna taktinn en voru fljótir að snúa leiknum sér í hag. „Hæg byrjun en svo fundum við leið til að koma orkunni í gang. Mikil orka frá strákunum inn af bekknum sem hjálpaði okkur mikið í fyrri hálfleik að koma forystunni upp. Mikið hrós á þá og við eigum meira inni á bekknum. Ég hlakka til að sjá framhaldið á þessu.“ Grindvíkingar hafa oft virkað ansi pirraðir og illa stemmdir andlega í vetur en það var engu líkara en það væri töluvert léttara yfir mönnum í kvöld og Jóhann þakkaði það meðal annars innkomu Jeremy Pargo í liðið og hans nærveru á æfingum í vikunni. „Það er rétt metið hjá þér. Æfingavikan var mjög góð. Það er náttúrulega rosalega mikil innkoma í Jeremy hjá okkur og æfingarnar urðu mjög kröftugar. Mér fannst svolítið augljóst eftir Stjörnuleikinn í síðustu umferð hvað var að og við fórum í vegferð að laga það. Það vonandi skein í gegn en við eigum ennþá langa leið framundan.“ Pargo spilaði næst mest Grindvíkinga í kvöld og var næst stigahæstur. Hann verður 39 ára í næsta mánuði en ber það ekki með sér að vera að detta á fimmtugsaldur, eða hvað? „Ber það með sér og ekki, 25 ára Pargo væri ekki á Íslandi sko. Ótrúleg gæði í honum. Kemur með ró inn í hópinn og ég bara hlakka til að halda áfram að vinna með honum.“ Allir græða á komu Pargo Pargo og DeAndre Kane eru gamlir liðsfélagar og lá því beinast við að spyrja hvort Pargo væri fullkominn liðsfélaga fyrir Kane til að stilla hann aðeins af andlega. Jóhann vildi þó ekki gera of mikið úr þeirra sambandi heldur lagði áherslu á áhrif Pargo á liðið í heild. „Ég held bara að það sé gott fyrir liðið að vera með svona leikstjórnanda. Mann sem sér hlutina vel og hefur ró og veit hvað við viljum fá. Ég „held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ í liðinu sínu.“ Þrátt fyrir að Pargo komi með ró inn í sóknarleikinn var sannarlega engin ró yfir varnarleik Grindvíkinga en Jóhann var ekki viss um hvernig hann gæti fengið sína menn til að spila næstu leiki af sama krafti. „Það er náttúrulega bara góð spurning. Ef ég vissi svarið þá væri ég ríkur maður. Við ætlum bara að halda áfram að hafa æfingavikuna eins og hún var. Við erum mikið af mönnum sem vilja spila. Við erum með menn í dag sem spiluðu ekki sem eru mjög frambærilegir körfuboltamenn og eiga skilið að spila í þessari deild. Það er bara vonandi að allir séu á tánum og ýti hver öðrum áfram til að koma sér á völlinn því þar vilja allir vera.“ Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, og Ólafur Ólafsson, fyrirliði liðsins, voru ekki með liðinu í kvöld en faðir þeirra, Ólafur Þór Jóhannsson, féll óvænt frá um helgina. Jóhann Árni sagði liðið standa þétt á bakvið þá bræður og þeir myndu fá þann tíma og svigrúm sem þeir þurfa. „Ég bara votta fjölskyldunni samúð. Við sem lið stöndum fyllilega á bakvið þá. Daníel kemur inn sem aðstoðarþjálfari í dag sem vinur og fyrrum kollegi Jóhanns og hefur þjálfað Óla. Þeir fá þann tíma sem þeir þurfa í þetta. Það er misjafnt hvernig menn vilja díla við svona hluti. Hvort þeir þurfi tíma eða hella sér út í verkefni og við búum bara til umhverfi sem þeim líður vel í. Við tökum á móti þeim þegar þeir koma en menn þurfa tíma þegar svona áföll verða.“
Bónus-deild karla Körfubolti UMF Grindavík Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Sjá meira
Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn