Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar 6. febrúar 2025 23:45 Í ár eru 25 ár síðan ég hóf störf í leikskóla. Í ár eru 20 ár síðan ég útskrifaðist sem leikskólakennari frá KHÍ, full af áhuga og væntingum fyrir starfinu. Starfi sem ég hef þroskast og vaxið í og geri enn því það er í stöðugri þróun, en gríðarlegar breytingar hafa orðið í leikskólaumhverfinu sl. 25 ár. Sem betur fer því stöðnun væri áhyggjuefni. Ég kenni m.a. félagsfærni, stærðfræði, hljóðkerfisvitund (google hjálpar ykkur ef þið vitið ekki hvað það er) og hreyfingu, ásamt því að vera í daglegum samskiptum við foreldra barnanna. Annað er einnig áhyggjuefni. Það er að núna, árið 2025, þurfi háskólamenntuð stétt, sem kennarar eru, að grípa til þess neyðarúrræðis að fara í verkfall, til að fá ríki og sveitarfélög til að standa við undirritað samkomulag um jöfnun launa á milli markaða. Það er staðan í dag. Ég sit heima í verkfalli, í fyrsta skipti á mínum starfsferli. Hversu galið er það! Ég er þreytt á að finnast ég þurfa að réttlæta og verja starfið mitt, starf sem mörgum finnst ofmetið en samt alveg ómissandi því án þess stoppar samfélagið. Leikskólinn er ekki fyrir atvinnulífið, leikskólinn er atvinnulífið. Leikskólinn er vinnustaður eins og hver annar vinnustaður. Þar starfa metnaðarfullir sérfræðingar eins og á öðrum vinnustöðum. Já ég sagði sérfræðingar því leikskólakennarar eru sérfræðingar í kennslu á fyrsta skólastiginu, sem leikskólinn er. Því miður fer þessum sérfræðingum fækkandi því þeir gefast upp á að fá ekki laun í samræmi við álag og mikilvægi starfsins. Nú er virðismat á borðinu. Virðismat á störfum kennara, til að sjá hvað við eigum skilið að fá í laun. Hvers virði er menntun íslenskra barna? Það er það sem er á borðinu. Fjárfestum í menntun barnanna okkar með því að fjárfesta í kennurum!!! Höfundur er leikskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Leikskólar Mest lesið Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Hver lifir á strípuðum bótum? Harpa Sævarsdóttir Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Í ár eru 25 ár síðan ég hóf störf í leikskóla. Í ár eru 20 ár síðan ég útskrifaðist sem leikskólakennari frá KHÍ, full af áhuga og væntingum fyrir starfinu. Starfi sem ég hef þroskast og vaxið í og geri enn því það er í stöðugri þróun, en gríðarlegar breytingar hafa orðið í leikskólaumhverfinu sl. 25 ár. Sem betur fer því stöðnun væri áhyggjuefni. Ég kenni m.a. félagsfærni, stærðfræði, hljóðkerfisvitund (google hjálpar ykkur ef þið vitið ekki hvað það er) og hreyfingu, ásamt því að vera í daglegum samskiptum við foreldra barnanna. Annað er einnig áhyggjuefni. Það er að núna, árið 2025, þurfi háskólamenntuð stétt, sem kennarar eru, að grípa til þess neyðarúrræðis að fara í verkfall, til að fá ríki og sveitarfélög til að standa við undirritað samkomulag um jöfnun launa á milli markaða. Það er staðan í dag. Ég sit heima í verkfalli, í fyrsta skipti á mínum starfsferli. Hversu galið er það! Ég er þreytt á að finnast ég þurfa að réttlæta og verja starfið mitt, starf sem mörgum finnst ofmetið en samt alveg ómissandi því án þess stoppar samfélagið. Leikskólinn er ekki fyrir atvinnulífið, leikskólinn er atvinnulífið. Leikskólinn er vinnustaður eins og hver annar vinnustaður. Þar starfa metnaðarfullir sérfræðingar eins og á öðrum vinnustöðum. Já ég sagði sérfræðingar því leikskólakennarar eru sérfræðingar í kennslu á fyrsta skólastiginu, sem leikskólinn er. Því miður fer þessum sérfræðingum fækkandi því þeir gefast upp á að fá ekki laun í samræmi við álag og mikilvægi starfsins. Nú er virðismat á borðinu. Virðismat á störfum kennara, til að sjá hvað við eigum skilið að fá í laun. Hvers virði er menntun íslenskra barna? Það er það sem er á borðinu. Fjárfestum í menntun barnanna okkar með því að fjárfesta í kennurum!!! Höfundur er leikskólakennari.
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun