Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. febrúar 2025 06:54 Framganga og yfirlýsingar Donald Trump frá því að hann tók embætti hafa vakið mikla óvissu og ugg vestanhafs. Getty/Alex Wong Alríkisdómarinn George O'Toole Jr stöðvaði í gær áætlun Donald Trump Bandaríkjaforseta um að bjóða opinberum starfsmönnum að segja upp gegn því að fá greidd laun út september. Hvíta húsið segir 40 þúsund starfsmenn hafa gengið að tilboðinu, sem var sent út í tölvupósti. Það átti að renna út á miðnætti en dómarinn ákvað að „frysta“ það fram á mánudag, þegar hann tekur fyrir mál sem verkalýðsfélög hafa höfðað vegna tilboðsins. CBS hafði eftir lögmanni hjá dómsmálaráðuneytinu að fresturinn til að þiggja boðið hefði verið framlengdur í kjölfar ákvörðunar dómarans, fram til miðnættis á mánudag. Stjórnvöld hefðu enn í hyggju að heiðra gefin fyrirheit um átta mánaða biðlaun gegn uppsögn. Tilboðið er liður í áætlunum Trump um að draga úr „bákninu“ vestanhafs en vonir höfðu staðið til að allt að 200 þúsund starfsmenn myndu ganga að því. Verkalýðsfélög segja það hins vegar brjóta gegn lögum og að skilmálar tilboðsins séu afar óljósir. Fregnir hafa borist af því að til standi að láta fólk vinna uppsagnarfrestinn þrátt fyrir loforð um annað. Félögin hafa einnig bent á að ekki liggi fyrir hvort fjármagn fáist til að standa við tilboðið. Sumir starfsmenn segjast hafa upplifað tilboðið sem hótun; það væri eins gott að ganga að því þar sem menn gætu hvort sem er misst vinnuna á næstunni. Þá hafa Demókratar gagnrýnt það harðlega og óttast að það muni stuðla að „spekileka“ innan kerfisins. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Innlent Fleiri fréttir Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Sjá meira
Hvíta húsið segir 40 þúsund starfsmenn hafa gengið að tilboðinu, sem var sent út í tölvupósti. Það átti að renna út á miðnætti en dómarinn ákvað að „frysta“ það fram á mánudag, þegar hann tekur fyrir mál sem verkalýðsfélög hafa höfðað vegna tilboðsins. CBS hafði eftir lögmanni hjá dómsmálaráðuneytinu að fresturinn til að þiggja boðið hefði verið framlengdur í kjölfar ákvörðunar dómarans, fram til miðnættis á mánudag. Stjórnvöld hefðu enn í hyggju að heiðra gefin fyrirheit um átta mánaða biðlaun gegn uppsögn. Tilboðið er liður í áætlunum Trump um að draga úr „bákninu“ vestanhafs en vonir höfðu staðið til að allt að 200 þúsund starfsmenn myndu ganga að því. Verkalýðsfélög segja það hins vegar brjóta gegn lögum og að skilmálar tilboðsins séu afar óljósir. Fregnir hafa borist af því að til standi að láta fólk vinna uppsagnarfrestinn þrátt fyrir loforð um annað. Félögin hafa einnig bent á að ekki liggi fyrir hvort fjármagn fáist til að standa við tilboðið. Sumir starfsmenn segjast hafa upplifað tilboðið sem hótun; það væri eins gott að ganga að því þar sem menn gætu hvort sem er misst vinnuna á næstunni. Þá hafa Demókratar gagnrýnt það harðlega og óttast að það muni stuðla að „spekileka“ innan kerfisins.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Innlent Fleiri fréttir Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Sjá meira