Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar 7. febrúar 2025 14:33 Í grein sinni frá 5. febrúar fjallar Halla Gunnarsdóttir, sitjandi formaður VR, um varasjóð VR og þær áskoranir sem tengjast honum. Ég fagna þessari umræðu, því varasjóðurinn hefur lengi verið umdeildur meðal félagsfólks VR. Eru úrbætur nauðsynlegar? Síðan 2006 hefur VR starfrækt varasjóð fyrir félagsfólk, fjármagnaðan úr sjúkra- og orlofssjóði félagsins. Þrátt fyrir að sjóðurinn veiti stuðning við útgjöld eins og líkamsrækt, sálfræðiþjónustu, gleraugnakaup o.fl., er fyrirkomulagið ekki eins sanngjarnt og það gæti verið. Eins dugar upphæðin sem þú færð úr varasjóðnum oft varla fyrir umgjörðinni vegna gleraugnakaupa. Varasjóðurinn, eins og hann er í dag, skapar ekki jöfn tækifæri fyrir félagsfólk VR. Sá sem er með lægri laun fær minna í sjóðinn en sá sem er með hærri laun. Því hefur verið haldið fram að þetta sé sanngjarnt þar sem þeir sem greiða meira inn í félagið eigi að njóta meiri réttinda, en stéttarfélag á fyrst og fremst að vinna að jafnræði meðal félagsfólks – ekki að innleiða kerfi sem mismunar eftir tekjum. Í öðrum stéttarfélögum, þar sem hefðbundin styrkjakerfi eru í notkun, geta félagsmenn sótt um styrki í ákveðnum flokkum, t.d. vegna heilsutengdra mála eða fæðingarstyrks, án þess að úthlutun ráðist af tekjum. Af hverju ættu félagsmenn VR að njóta lakari kjara en aðrir? Á þeim fjórtán árum sem ég starfaði hjá VR og í samtölum mínum við félagsfólk í tengslum við framboð mitt til formanns VR, hefur það komið skýrt fram að margir eru óánægðir með varasjóðinn og úthlutunarreglur hans. Áhyggjuefnið snýr að: Félagsfólk fær ekki endurgreitt upp í þann kostnað sem það leggur út vegna líkamsræktar, sálfræðiþjónustu, gleraugnakaupa o.fl. Ég velti því fyrir mér hvort þeir sem telja varasjóð VR hafa skilað tilsettum árangri hafi í raun hlustað á raddir félagsfólks VR? Halla vísar í grein sinni að „ekki sé fyrir hendi víðtækur vilji innan félagsins til að umbylta varasjóðskerfinu.“ Ég tel þetta vera skekkta mynd af því sem félagsfólk VR raunverulega vill. Það hefur ítrekað komið fram að raddir þeirra sem vilja breytingar fái ekki nægilega mikinn hljómgrunn innan stjórnar VR. Þegar talað er um kannanir sem sýni að „almenn sátt“ ríki um varasjóðinn, er mikilvægt að hafa í huga að almenn þátttaka í könnunum VR hefur ekki verið mikil. Það getur því verið villandi að líta á niðurstöðurnar sem endanlega sönnun fyrir ánægju meðal félagsfólks. Samtöl við félagsfólk VR gefa allt aðra mynd. Hlustum á félagsfólk og gerum breytingar Sem formaður VR, mun ég leggja mig fram um að breyta fyrirkomulagi varasjóðsins. Tillaga mín er að leggja núverandi sjóð niður og koma á sanngjarnara styrkjakerfi sem nýtist öllu félagsfólki jafnt. Félagsfólk mun geta nýtt sér styrki í fleiri en einum flokki, allt eftir þörfum þeirra. Úthlutanir verða jafnar og byggðar á þeirri sýn að tryggja réttlæti og gagnsæi, líkt og tíðkast hjá öðrum stéttarfélögum. Með þessum breytingum styrkjum við félagsandann og byggjum upp VR sem tryggir jafnrétti fyrir allt félagsfólk – óháð tekjum. Ég mun hlusta á félagsfólk og standa með þeim. Höfundur er frambjóðandi til formanns VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR 2025 Stéttarfélög Þorsteinn Skúli Sveinsson Mest lesið Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Í grein sinni frá 5. febrúar fjallar Halla Gunnarsdóttir, sitjandi formaður VR, um varasjóð VR og þær áskoranir sem tengjast honum. Ég fagna þessari umræðu, því varasjóðurinn hefur lengi verið umdeildur meðal félagsfólks VR. Eru úrbætur nauðsynlegar? Síðan 2006 hefur VR starfrækt varasjóð fyrir félagsfólk, fjármagnaðan úr sjúkra- og orlofssjóði félagsins. Þrátt fyrir að sjóðurinn veiti stuðning við útgjöld eins og líkamsrækt, sálfræðiþjónustu, gleraugnakaup o.fl., er fyrirkomulagið ekki eins sanngjarnt og það gæti verið. Eins dugar upphæðin sem þú færð úr varasjóðnum oft varla fyrir umgjörðinni vegna gleraugnakaupa. Varasjóðurinn, eins og hann er í dag, skapar ekki jöfn tækifæri fyrir félagsfólk VR. Sá sem er með lægri laun fær minna í sjóðinn en sá sem er með hærri laun. Því hefur verið haldið fram að þetta sé sanngjarnt þar sem þeir sem greiða meira inn í félagið eigi að njóta meiri réttinda, en stéttarfélag á fyrst og fremst að vinna að jafnræði meðal félagsfólks – ekki að innleiða kerfi sem mismunar eftir tekjum. Í öðrum stéttarfélögum, þar sem hefðbundin styrkjakerfi eru í notkun, geta félagsmenn sótt um styrki í ákveðnum flokkum, t.d. vegna heilsutengdra mála eða fæðingarstyrks, án þess að úthlutun ráðist af tekjum. Af hverju ættu félagsmenn VR að njóta lakari kjara en aðrir? Á þeim fjórtán árum sem ég starfaði hjá VR og í samtölum mínum við félagsfólk í tengslum við framboð mitt til formanns VR, hefur það komið skýrt fram að margir eru óánægðir með varasjóðinn og úthlutunarreglur hans. Áhyggjuefnið snýr að: Félagsfólk fær ekki endurgreitt upp í þann kostnað sem það leggur út vegna líkamsræktar, sálfræðiþjónustu, gleraugnakaupa o.fl. Ég velti því fyrir mér hvort þeir sem telja varasjóð VR hafa skilað tilsettum árangri hafi í raun hlustað á raddir félagsfólks VR? Halla vísar í grein sinni að „ekki sé fyrir hendi víðtækur vilji innan félagsins til að umbylta varasjóðskerfinu.“ Ég tel þetta vera skekkta mynd af því sem félagsfólk VR raunverulega vill. Það hefur ítrekað komið fram að raddir þeirra sem vilja breytingar fái ekki nægilega mikinn hljómgrunn innan stjórnar VR. Þegar talað er um kannanir sem sýni að „almenn sátt“ ríki um varasjóðinn, er mikilvægt að hafa í huga að almenn þátttaka í könnunum VR hefur ekki verið mikil. Það getur því verið villandi að líta á niðurstöðurnar sem endanlega sönnun fyrir ánægju meðal félagsfólks. Samtöl við félagsfólk VR gefa allt aðra mynd. Hlustum á félagsfólk og gerum breytingar Sem formaður VR, mun ég leggja mig fram um að breyta fyrirkomulagi varasjóðsins. Tillaga mín er að leggja núverandi sjóð niður og koma á sanngjarnara styrkjakerfi sem nýtist öllu félagsfólki jafnt. Félagsfólk mun geta nýtt sér styrki í fleiri en einum flokki, allt eftir þörfum þeirra. Úthlutanir verða jafnar og byggðar á þeirri sýn að tryggja réttlæti og gagnsæi, líkt og tíðkast hjá öðrum stéttarfélögum. Með þessum breytingum styrkjum við félagsandann og byggjum upp VR sem tryggir jafnrétti fyrir allt félagsfólk – óháð tekjum. Ég mun hlusta á félagsfólk og standa með þeim. Höfundur er frambjóðandi til formanns VR.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun