Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Samúel Karl Ólason skrifar 7. febrúar 2025 15:59 Elon Musk, auðugasti maður heims, hefur gefið til kynna að hann vilji endurráða manninn og að blaðakonan sem sagði fréttina verði rekin. AP/Alex Brandon Ungur starfsmaður DOGE, hefur sagt af sér eftir að hann var bendlaður við síðu á samfélagsmiðli þar sem hann lét fjölda rasískra ummæla falla. Hinn 25 ára gamli Marko Elez, hefur komið að vinnu DOGE við að skera verulega niður hjá alríkinu í Bandaríkjunum, undir stjórn Elons Musk, auðugasta manns heims. Elez hélt úti síðu á X undir nafninu @nullllptr, þar sem hann mun ítrekað hafa kastað fram rasískum ummælum og talað vel um kynbótaaðferðir. Í frétt Wall Street Journal, þar sem hann var tengdur síðunni, kemur fram að Elez virðist vera sérstaklega illa við Indverja. Kallaði hann til að mynda eftir því að hatur gegn Indverjum yrði normaliserað. Hann skrifaði einnig að ekki væri hægt að greiða honum fyrir það að gifta sig út fyrir kynstofn sinn og stærði sigi af því að hafa verið rasisti „áður en það var kúl“. Starfsmenn DOGE, sem margir eru ungir karlmenn, hafa gengið hart fram í niðurskurði hjá alríkinu og þykir vinna þeirra mjög umdeild. Sjá einnig: Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Elez sjálfur hefur verið viðloðinn dómsmál vegna aðgengi hans að greiðslukerfi fjármálaráðuneytisins sem inniheldur persónuupplýsingar fjölmargra Bandaríkjamanna. Dómari úrskurðaði í gærmorgun að Elez mætti hafa aðgang að kerfinu en takmarkaði hvernig hann mætti dreifa upplýsingum þaðan áfram. Hann sagði þó af sér í gærkvöldi, eftir að fyrirspurn um áðurnefnda X-síðu var send til Hvíta hússins. Musk vill að fréttakonan verði rekin Í frétt WSJ segir að Elez hafi unnið fyrir Musk hjá bæði SpaceX og X. Hjá geimfyrirtækinu vann hann við Starlink-gervihnetti og við gervigreind hjá X. Musk hvatti fólk til að sækja um hjá DOGE í lok síðasta árs en svo virðist sem flestir sem hafi verið ráðnir séu ungir menn sem deili lífsskoðunum auðjöfursins. Scott Bessent, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, varði starfsmenn DOGE í viðtali í gær og sagði þá mjög þjálfaða fagmenn. Musk, sem hefur ítrekað haldið því fram að hann sé mjög svo hlynntur algeru tjáningarfrelsi, hefur kallað eftir því að blaðakonan sem tengdi Elez við síðuna umdeildu verði rekin úr starfi sínu hjá Wall Street Journal vegna fréttaflutnings hennar. Hann hefur einnig opnað könnun á síðu sinni á X, samfélagsmiðli sínum, þar sem hann spyr hvort hann eigi að ráða Elez aftur til DOGE. Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Tengdar fréttir Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti í gær tilnefningu Russel Vought í embætti yfirmanns fjárlagaskrifstofu forsetaembættisins. Það er sama áhrifamikla embætti og hann gegndi í fyrri stjórnartíð Trumps en í millitíðinni var Vought einn aðalhöfunda hins umdeilda plaggs, Project 2025. 7. febrúar 2025 09:52 Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Stjórnvöld í Bandaríkjunum hyggjast fækka starfsmönnum U.S. Agency for International Development (USAID) úr 10 þúsund í tæplega 300. Þetta hefur New York Times eftir heimildarmönnum. 7. febrúar 2025 08:20 Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur undirritað enn eina forsetatilskipunina sem vekur athygli. Að þessu sinni beinir hann spjótum sínum að Alþjóðlega sakamáladómstólnum í Haag (ICC). 7. febrúar 2025 07:00 Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Alríkisdómarinn George O'Toole Jr stöðvaði í gær áætlun Donald Trump Bandaríkjaforseta um að bjóða opinberum starfsmönnum að segja upp gegn því að fá greidd laun út september. 7. febrúar 2025 06:54 Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Erlent Fleiri fréttir Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Sjá meira
Elez hélt úti síðu á X undir nafninu @nullllptr, þar sem hann mun ítrekað hafa kastað fram rasískum ummælum og talað vel um kynbótaaðferðir. Í frétt Wall Street Journal, þar sem hann var tengdur síðunni, kemur fram að Elez virðist vera sérstaklega illa við Indverja. Kallaði hann til að mynda eftir því að hatur gegn Indverjum yrði normaliserað. Hann skrifaði einnig að ekki væri hægt að greiða honum fyrir það að gifta sig út fyrir kynstofn sinn og stærði sigi af því að hafa verið rasisti „áður en það var kúl“. Starfsmenn DOGE, sem margir eru ungir karlmenn, hafa gengið hart fram í niðurskurði hjá alríkinu og þykir vinna þeirra mjög umdeild. Sjá einnig: Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Elez sjálfur hefur verið viðloðinn dómsmál vegna aðgengi hans að greiðslukerfi fjármálaráðuneytisins sem inniheldur persónuupplýsingar fjölmargra Bandaríkjamanna. Dómari úrskurðaði í gærmorgun að Elez mætti hafa aðgang að kerfinu en takmarkaði hvernig hann mætti dreifa upplýsingum þaðan áfram. Hann sagði þó af sér í gærkvöldi, eftir að fyrirspurn um áðurnefnda X-síðu var send til Hvíta hússins. Musk vill að fréttakonan verði rekin Í frétt WSJ segir að Elez hafi unnið fyrir Musk hjá bæði SpaceX og X. Hjá geimfyrirtækinu vann hann við Starlink-gervihnetti og við gervigreind hjá X. Musk hvatti fólk til að sækja um hjá DOGE í lok síðasta árs en svo virðist sem flestir sem hafi verið ráðnir séu ungir menn sem deili lífsskoðunum auðjöfursins. Scott Bessent, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, varði starfsmenn DOGE í viðtali í gær og sagði þá mjög þjálfaða fagmenn. Musk, sem hefur ítrekað haldið því fram að hann sé mjög svo hlynntur algeru tjáningarfrelsi, hefur kallað eftir því að blaðakonan sem tengdi Elez við síðuna umdeildu verði rekin úr starfi sínu hjá Wall Street Journal vegna fréttaflutnings hennar. Hann hefur einnig opnað könnun á síðu sinni á X, samfélagsmiðli sínum, þar sem hann spyr hvort hann eigi að ráða Elez aftur til DOGE.
Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Tengdar fréttir Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti í gær tilnefningu Russel Vought í embætti yfirmanns fjárlagaskrifstofu forsetaembættisins. Það er sama áhrifamikla embætti og hann gegndi í fyrri stjórnartíð Trumps en í millitíðinni var Vought einn aðalhöfunda hins umdeilda plaggs, Project 2025. 7. febrúar 2025 09:52 Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Stjórnvöld í Bandaríkjunum hyggjast fækka starfsmönnum U.S. Agency for International Development (USAID) úr 10 þúsund í tæplega 300. Þetta hefur New York Times eftir heimildarmönnum. 7. febrúar 2025 08:20 Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur undirritað enn eina forsetatilskipunina sem vekur athygli. Að þessu sinni beinir hann spjótum sínum að Alþjóðlega sakamáladómstólnum í Haag (ICC). 7. febrúar 2025 07:00 Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Alríkisdómarinn George O'Toole Jr stöðvaði í gær áætlun Donald Trump Bandaríkjaforseta um að bjóða opinberum starfsmönnum að segja upp gegn því að fá greidd laun út september. 7. febrúar 2025 06:54 Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Erlent Fleiri fréttir Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Sjá meira
Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti í gær tilnefningu Russel Vought í embætti yfirmanns fjárlagaskrifstofu forsetaembættisins. Það er sama áhrifamikla embætti og hann gegndi í fyrri stjórnartíð Trumps en í millitíðinni var Vought einn aðalhöfunda hins umdeilda plaggs, Project 2025. 7. febrúar 2025 09:52
Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Stjórnvöld í Bandaríkjunum hyggjast fækka starfsmönnum U.S. Agency for International Development (USAID) úr 10 þúsund í tæplega 300. Þetta hefur New York Times eftir heimildarmönnum. 7. febrúar 2025 08:20
Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur undirritað enn eina forsetatilskipunina sem vekur athygli. Að þessu sinni beinir hann spjótum sínum að Alþjóðlega sakamáladómstólnum í Haag (ICC). 7. febrúar 2025 07:00
Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Alríkisdómarinn George O'Toole Jr stöðvaði í gær áætlun Donald Trump Bandaríkjaforseta um að bjóða opinberum starfsmönnum að segja upp gegn því að fá greidd laun út september. 7. febrúar 2025 06:54